Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 25
1590, að Grænland hafi orðið álíka víðfrægt út um heim og móðurland þess, ísland sjálft (non magis nota esset ipsa patria quam Grönlandia). En hinn norski höfundur Konungsskuggsjár segir seint á 13. öld, að fólksfjöldi Grænlands muni álíka og þriðjungs úr norsku biskupsdæmi, og á þá líkl. aðeins við hina kristnu menn á Grænlandi. Áður sáttmáli þessi væri tekinn upp í Gizurarsátt- mála, var hann tvísvarinn af fslendingum, fyrst af ís- leifi biskup og mönnum með honum, en síðar af Gizuri biskupi og með-eiðmönnum hans. Hér telur ísland sig hafa yfirráð yfir hafi og lönd- um í vestri. Þeir menn, er „vart höfðu“ til Grænlands, eru fyrst og fremst hin þá ca. 30—40 ára gamla ísl. byggð á Grænlandi eða menn, sem setzt hafa þar að síðar og afkomendur þeirra, en einnig þeir, sem varið höfðu fé til landnáms eða kaupferðar til Grænlands. Alþingi gerir hér sáttmála við Noregskonungs fyrir Grænland og þessa íbúa þess, svo og fyrir landaleitan og landaleitarmenn, en það tekur til landa í Ameríku. Alþingi fslands er aðili og másvari, ef gengið er á rétt- indi þessara manna. En siging íslenzkra manna um hin vestrænu höf milli þessara landa og meðfram ströndum þeirra er sett hliðstæð því, að menn færi skip milli hafna á íslandi. Á hvítasunnudag 1056 vígði erkibiskupinn £ Brimum eftir skipun páfa ísleif til biskups yfir Island insulas (íslands eyjar), er frægar voru í fornöld, en þær voru ísland, Grænland og lönd og eyjar fyrir vestan Græn- land, gaf honum hyrðisbréf til safnaða Grænlands og íslanls, og fól honum til umsjár hina íslenzk-grænlenzku þjóð (populo Islanorum et Groenlandsorum). Með því að viðurkenna íslendinga og Grænlendinga sem eina þjóð, viðurkennir páfakirkjan um leið, að þeir séu eitt og sama þjóðfélag, þvi þjóð og þjóðfélag var þá eitt og hið sama. Það má og telja víst, að þetta kirkjulega umboð sé í samræmi við þá ályktun, sem Alþingi var búið að gera um stofnun hins íslenzka biskupsstóls (Grönl. hist. Mind. III, 402—404, 397, 423—424, 412— 415^ 419). Sturla Þórðarson segir svo frá skipan Vilhjálms kardínála 1247: „En sumar þetta, er Vilhjálmur kardínáli var í Björg- vin . . . var vígðr Heimrekr Karsson til biskups til Hólastaðar á íslandi. Þá fór sú skipan til íslands, með ráði kardínála, at sú þjóð, er þar bygði, þjónaði til Hákonar konungs, því at hann kallaði þat úsannligt, at þat land þjónaði eigi undir einnhvern konúng sem öll önnur í veröldunni. Þá var sendr út Þórðr kakali með Heimreki biskupi; skyldu þeir flytja þat eyrendi við landsfólkit, at allir játtaðist undir ríki Hákonar kon- úngs ok slíkar skattgjafir sem þeim semði. Þetta sumar var*sendr til Grænlands Ólafr biskup; skyldi hann hafa sama eyrendi". (Grönl. hist. Mind. II, 774). Það er ómöguleiki, að ísland hafi getað verið einasta konungslaust land (þjóðfélag) í veröldinni, ef Græn- land var annað slíkt. ísland og Grænland hljóta því að hafa verið sama þjóðfélagið, þótt þau væru tvö lönd, landfræðilega séð. Eaunar efar enginn, að íslendingar og Grænlendingar hafi þá verið sama þjóð, en þjóðfé- lagið var þá ekki annað en þjóðin sjálf. Árið 1256 hugkvæmdist Hákoni konungi að snúa sér með skattbeiðni beint til bænda á íslandi. Þetta bar þann árangur, að Skagfirðingar o. fl. norðanlands hétu skatti. í framhaldi af þessu sendi Hákon 3 menn með skattbeiðslu til Grænlands. Segir Sturla Þórðarson svo frá því í Hákonarsögu: Víkingurinn hækkar um 10 krónur Um síðustu áramót var til athugunar að hækka áskriftarverð Víkingsins. Var það ekki óeðlilegt, þar sem sama verð hefur haldizt á blaðinu síðastliðin þrjú ár, en eins og flestum mun kurt-nugt, hefur allt verðlag hækkað gífur- lega frá þeim tíma. Þrátt fyrir það, var ætlunin að láta sama áskriftarverð haldast þegar 1.—2. tbl. fór í prentun. En þar sem allar horfur virðast á því, að verðlag muni stór hækka ennþá, frá því sem nú er, voru aðeins tvær leiðir fyrir hendi, að minnka blaðið og draga saman efni þess, eða að hækka árgjaldið lítið eitt. Síðari kosturinn hef- ur verið tekinn, að hækka blaðið um 10 kr., eða úr 50 kr. í 60 kr. árgjaldið. Við erum þess fullvissir, að kaupendur Vík- ings munu taka þessari óverulegu hækkun með skilningi, enda þótt hún komi seinna en ætti að vera, og eru þeir beðnir velvirðingar á því. Reynt verður af fremsta megni að halda í horfinu með fjölbreytni efnis og stærðar blaðs- ins, og að hinir fjölmörgu velunnarar og kaup- endur þess megi finna í blaðinu sem flest af því, sem þeir æskja eftir að lesa, í útbreiddasta og vinsælasta málgagni sjómannastéttarinnar á ís- landi. V í K I N G U R 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.