Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 11
Afœttah meMa Með uppgötvun margra öryggistækja, sem nú eru komin í flest skip, og skipulögðu eftirliti og viðhaldi hefir öryggið á sjónum aukist stórum á undanfömum árum. Ein hætta er þó stöðugt yfirvofandi — það er bruna- hættan. Því miður virðist ótrúlega erfitt að koma í veg fyrir bruna í skipum, þó miklu sé til kostað og margar varúðarreglur settar. Viðbrögð manna eru stundum næsta fljótfærnisleg, þegar svo stendur á, og er eftir- farandi grein, sem birtist í danska vélstjórablaðinu í ágúst s.l. gott dæmi um það. Á greinin því erindi til allra sjómanna. „Til þess eru vítin að varast þau“. Fyrir nokkrum mánuðum kviknaði snemma morguns í dönsku skipi. Eftirfarandi skýrsla um íkviknun og útbreiðslu eldsins og lát 3ja manna af hans völdum, er fram komin við sjópróf, sem haldið var skömmu eftir brunann. Eru það tilmæli danska Verzlunarmála- ráðuneytisins að hún sé birt í blöðum. „Kl. um 05,00 vakiiaði einn af hásetunum við það, að reykur var í herbergi hans. Var herbergið í bb hlið neðst í hásetaíbúðinni. Hann sá engan eld og ekki held- ur hvaðan reykurinn kom. Reykurinn var all verulegur. Hásetinn hljóp upp í borðstofuna og sótti vatn í könnu. Þegar hann kom niður aftur, var reykurinn orðinn svo þéttur, að hann komst ekki inn. Hann fleygði því könn- unni inn í herbergið og fór upp aftur og reyndi, ásamt yfirkyndaranum, að koma froðuslökkvitækinu í gang, en fljótlega urðu þeir að hætta við það vegna reyksins. Ekki hugsaðist þeim þó að vekja þá, sem sváfu niðri í íbúðinni. Annar maður af skipshöfninni vaknaði einnig um kl. 05,00 og fann reykjarlykt. Hann fór á fætur og gekk upp í háseta-borðstofuna, en leit um leið inn í tvö her- bergi um sb, en sá þar engin merki um reyk. Hann sagði varðmanninum, sem hann mætti í borðstofunni, að það væri reykjarlykt niðri, en fór, eftir því sem hann segir sjálfur frá, að því búnu út á þilfar. Honum hugsaðist heldur ekki að vekja þá skipverja, sem sváfu niðri. Varðmaðurinn fór nú niður og rannsakaði her- bergin um sb, en sá ekki reyk. En sterk reykjarlykt var í þverganginum, en enginn reykur. Hann fór því næst upp á þiljur, án þess að vekja þá, sem sváfu. Enginn þessara þriggja skipverja virðist hafa álitið það nauðsynlegt að vekja yfirmenn skipsins eða hreyfa brunaboðann. Nokkrum mínútum síðar ætlaði einn þessara manna að fara niður og leggja sig aftur, en er hann kom að stiganum, gaus þar upp reykur og logi, og í sömu svif- um slokknuðu ljósin. Nú var brunaboðinn settur í gang og slökkvitækjum skipsins fljótlega beint að eldinum. Reynt var að kom- ast niður í þverganginn til þess að bjarga mönnum úr herbergjunum þar, en það tókst ekki. íbúðin var full af reyk og stóð í Ijósum loga. Þó heppnaðist að ná 3 mönnum upp um háglugga á einu herberginu; voru tveir þeirra mikið brenndir. Eftir 2 klst. tókst bruna- liði, sem til hafði verið kallað úr landi, að nráða niður- lögum eldsins. Var þá farið niður í skipið. Fundust tveir menn dánir í herbergjunum um sb og einn í borð- stofunni. stofnað fyrir 18 árum. Þar vann Einar mikið og fórnfúst starf og var hugsjónin, Dvalar- heimili aldraðra sjómanna, eitt af hjartfólgn- ustu áhugamálum hans, þar var hann lífið og sálin, og hvatti alltaf til stórra átaka, svo ár- angurinn yrði sem mestur. Einar var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins þegar hann varð 75 ára. Var það fyrsti maðurinn, sem hlaut þá viðurkenningu og var hann vel að henni kominn. Persónuleg áhrif Einars voru sterk og þeim, sem kynntust honum og höfðu eitthvað saman við hann að sælda, mun hann seint úr minni líða. Hann var prýddur beztu kostum góðs drengs og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Prúður og jafnlyndur dagfarslega, en átti til að bera einbeittni og viljafestu, og hélt sínum vf kinöuh hlut, þegar hann vissi hann réttan. Líf Einars Þorsteinssonar var ekki stráð neinum rósum. Lífsbaráttan var hörð og þurfti þrek og dugn- að til þess að sjá farborða hinum stóra hópi barna og fósturbarna, en þar naut hann einnig sinnar ágætu konu, sem bar með honum hita og þunga dagsins, og reyndist honum hinn trausti förunautur í 46 ára sambúð, og þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag, þá var Einar Þorsteinsson gæfumaður. Hann var gæddur þeim lyndiseinkennum, sem eru hverjum manni eftirsóknarverðir. Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu guðsríki erfa. Blessuð sé minning hans. G. J. 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.