Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 5
Roderigo.
ætti hann við að andæfa upp í veðrið, en um
leið „hálsa“. Við slíkt tæki skipið minni sjó um
borð og minni skvettur, og þar af leiðandi minni
ísingu.
Um kl. 6 á miðvikudagsmorgun hafði hann
komizt nægilega langt frá veðurofsanum, til
þess að fá uppstyttur og einnig nokkra þýðu.
Þetta gerði þeim fært að losna við nokkuð af
ísingunni og sigla með hægri ferð suður að
austri. Þetta var í fyrsta skipti í þrjá daga, að
skipverjum var mögulegt að koma á þilfar. Is-
ingin var svo mikil, að loftnetsvírinn varð 6
þumlunga sver, og stjórnpallurinn, sem er úr
lYz þumlunga rörum, með 18 þumlunga milli-
bili, var nú ásamt stýrihúsi ein heilsteypt blokk
af ís, um 18 þumlunga þykkum. Þetta var versta
reynsla hans í 20 ára sjómennsku.
Lorella ferst.
Þannig var ástandið hjá Zircon. Með því að
stýra í austur, hafði Rivett tekizt að komast 80
sjómílur í norðaustur átt, með 1 sjómílu með-
alhraða, og hafði þannig komizt frá miðdepli
stormsveipsins. En Lorella og Roderigo, er voru
norðar, höfðu neyðst til að andæfa beint í veðr-
ið og fengu þannig jafnvel harðari storm og
meiri ísingu.
Saga Lorellu, eins og hún verður lesin í smá-
atriðum í dagbók loftskeytastöðvarinnar í Zir-
con, hefst eftirmiðdag þriðjudagsins 25. janúar,
er Roderigo talaði við Lorellu kl. 14,37 og sagði:
,,Veöur mjög slæmt, veröum aö andæfa meö
fullri ferö. Skyggni mjög lítiö“.
Lorella svaraði Roderigo: „Veöur mjög slæmt,
veröum aö andæfa meö fullri ferö til þess aö
halda skipinu uppí. Stöðugur bylur og ísing“.
Eftir ýmis konar orðaskipti um nóttina 25.
og 26. milli skipanna, kom orðsending frá
Roderigo kl. 14,21: „Annar loftnetsvírinn slit-
inn, veöur mjög slæmt og ísing, verið viöbúnir
á þessari bylgjulengd“.
Síðan kl. 14,23 hinn 26. heyrðist Lorella tala
við Roderigo, og ld. 14,36 kom tilkynningin:
„Skipinu hvolfir“, síðan hættu sendingar.
Rivett skipstjóri segir, að loftskeytamaður-
inn á Lorellu hafi notað talstöðina til kl. 14,36.
Kl. 14,39: „Lorella sekkur, — hvolfir, Lorella
sekkur, — hvolfir“.
,,Ég álit“, segir Rivett skipstjóri, ,,að loft-
skeytamaðurinn eigi hið mesta hrós skilið. Hann
stóð við tæki sín þar til yfir lauk“.
Roderigo ferst.
Þá segir frá Roderigo.
Kl. 15,33 hinn 26. sendir Roderigo, og beinir
til allra skipa: „ViÖ tökum nú mikinn sjó á
okkur“.
Kl. 16,30 sendir Roderigo: „Ising eykst á
loftnetinu. Mun kalla ööru hvoru“.
Kl. 16,45 spyr Roderigo: „Getur nokkur miö-
aö mig á þessari bylgjulengd?“
Þessu svarar Lancella kl. 16,49: „Miðum eftir
því, sem næst veröur komizt: Noröaustur“.
Kl. 16,50 segir Roderigo: „ViÖ gætum haft
not af einhverjum hjá okkur hérna núna, eig-
um erfitt meö stjórn skipsins“.
Kl. 16,51 segir Roderigo við Lancella: „Komiö
til oklcar. Ástandiö nú orÖið alvarlegt“.
VIKINGUR
43