Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 20
Þýzka rannsóknarskipið Anton Dohrn Sjá forsíðumynd Tvær nýjungar, sem kunna að hafa víðtæk áhrif á togarabyggingar og togveiðar framtíð- arinnar, hafa verið reyndar í hinu nýja þýzka fiskirannsóknarskipi Anton Dohrn, sem fór í reynsluferð frá Hamborg hinn 10. febrúar s. 1. Sænski skipaverkfræðingurinn Jan Olaf Traung, sem er ráðunautur Matvæla- og land- búnaðarstofunar Sameinuðu þjóðanna, var við- staddur reynsluferðina, og birtist nýlega í The Fishing News eftirfarandi frásögn hans: Rannsóknarskipið Anton Dohrn er smíðað hjá Mutzelfeldwerft í Cuxhafen fyrir vestur-þýzku stjórnina, og er áætlaður byggingarkostnaður um 300 þúsund Stp. Þetta skip er stærra en brezka rannsóknarskipið Ernest Holt, eða 209 fet á lengd og 33 fet á breidd. Dýptin, að meðtöldu skjólþilfari, er 22 fet, en frá aðaldekkinu og niður að kili 15 fet. Brúttó smálestatalan fyrir utan skjólþilfar er 999 smálestir og alls 1325 brúttó smálestir. Á skipinu er 27 manna áhöfn, en rúm er fyrir 15 vísindamenn, bæði íbúðir og fullkomnar rann- sóknarstofur. Þar er og mjög vel útbúnar sjúkrastofur, sem geta rúmað 8 manns, og 12, ef brýn nauðsyn ber til. 850 ha. vél er í skipinu með glateimstúrbínu, og í stýrinu sjálfu er lítil skrúfa, sem gengur fyrir 100 ha. rafmagns- mótor, og er þekkt undir nafninu „vélstýri“. I reynsluförinni gekk skipið rúmar 12 mílur á aðalvélinni einni saman. Hinar tvœr nýjungar. Á þessu nýja skipi eru tvær nýjungar í skipa- smíði og tækni, sem miklar vonir eru tengdar við, hið svokallaða „skjólþilfar" og „vélstýrið". Tilgangur skjólþilfarsins er að veita skipverj- um vernd og skjól í vondum veðrum og þannig nota alla möguleika til að halda áfram að fiska, þegar venjulega útbúnir togarar verða að hætta. Trollið sjálft er látið út af síðunni, eins og venjulega, en pokanum er lyft 7 fetum hærra upp yfir skjólþilfarið, sem er með kringlóttum lúkugötum, 5 fet í þvermál, og er tæmt úr pok- anum í gegnum þessar lúkur niður á aðalþil- farið, en þar eru hinir venjulegu fiskkassar, þar sem fiskurinn er aðgreindur, slægður og hausaður af hásetunum, sem eru í skjóli fyrir hvaða óveðri sem er. Þessi nýjung, ef reynslan verður sú, að engir erfiðleikar verða á því að lyfta pokanum full- um af fiski þessa 7 feta aukahæð og renna fisk- inum niður um lúkurnar, getur þýtt upphafið að byltingu í byggingu togara í framtíðinni. Kostirnir við það öryggi og þægindi, sem skap- azt fyrir skipshafnirnar, eru augljósar. Eins og nú er orðin almenn venja við tog- veiðar, er aðeins notuð botnvarpa stjórnborðs- megin, og má þannig nota bakborðshliðina fyrir íbúðarpláss. Til viðbótar þeim tilraunum og rannsóknum, sem gerðar verða á Anton Dohrn á togveiðum, er ætlunin að hann taki þátt í rek- netjaveiðum. Sjómenn munu verða undrandi yfir þessu, þar sem hér er um 1000 smálesta skip að ræða, en hér reynir á hæfni vélstýris- ins. Hingað til hafa aðeins smáskip stundað rek- netjaveiðar, vegna þess að þau láta svo vel að stjórn, en jafnframt því þurfa skipin að vera stór, til þess að geta innbyrt mikið magn af síld, sem iðulega fæst á þessum veiðum. Það lá því fyrir að sameina þetta hvort tveggja. En hvernig er hægt að búast við því, að 1000 smál. skip geti stundað reknetjaveiðar með nokkrum árangri ? Svarið liggur í hæfni vélstýrisins. Lítil rafmagnsvélskrúfa, sem liggur aftur úr strýris- blaðinu miðju, margfaldar hreyfanleika skips- ins. Tilraunir hafa sannað, að jafnvel skip af þessari stærð, útbúin með vélstýri, geta stund- að reknetjaveiðar með góðum árangri. Olaf Traung telur tilraunirnar með vélstýrið, þ. á. m. í þágu síldveiðanna, ákaflega þýðing- armiklar, og ef þær, sem engin ástæða er til að efast um, reynast fullkomlega eins og ráð er fyrir gert, væri innan handar að setja vélstýri í þegar byggða togara, þannig að þeir verði hæf- ir til síldveiða. Ef þessar tvær nýjungar í rannsóknarskip- inu gefa góða raun, mun skipið fljótlega borga sig, burt séð frá þeim árangri og þekkingu, sem 58 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.