Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 4
Síðustu stundir brezku togaranna
Lorellu og Roderigo
I brezka blaðinu „The Fishing News“, hinn
4. febrúar síðastliðinn, segir Rivett skipstjóri á
togaranum Zircon frá veðri og öðrum aðstæð-
um, er brezku togararnir Lorella og Roderigo
fórust á Halamiðum í s.l. janúarmánuði.
Hér fer á eftir útdráttur úr frásögn þessarar,
er hefst á sunnudeginum 23. janúar, er skip
hans, ásamt mörgum öðrum, voru að veiðum
um 50 sjómílur N.V. af Horni, en um nóttina
var veður ágætt. Skip þau, er hann vissi til að
voru á líkum slóðum, voru m. a.: Togararnir
Kingston Garnet, Kingston Onyx, Lorella, Lan-
cella, Roderigo, Reighton Wyke og Conan Doyle,
allir frá Hull. Auk þess Grimsby-togarinn Staf-
nes og nokkrir íslenzkir og þýzkir togarar.
Hvessir snögglega.
Um kl. 9 á sunnudagsmorguninn fór vind-
ur vaxandi svo mjög, að hætta varð veiðum.
Skipverjar á Zircon höfðu hraðar hendur og
höfðu bundið veiðarfærin um kl. 10, en þá var
skollinn á norðaustlægur stormur, með skyggni
frá engu upp í 50 metra. Með loftskeytasam-
bandi fékk hann vitneskju um, að Lorella og
Roderigo, sem voru um 30 sjómílum norðaust-
ar heldur en Zircon, fengu verra veður og neydd-
ust til, vegna veðurofsans, að andæfa beint gegn
storminum. Honum reiknaðist til, að vindur-
inn stæði af íshellunni og skipin, er nær henni
voru, hefðu storminn, þar sem hann var sterk-
astur, en aftur á móti þau, sem sunnar voru,
vægara veður, er væri kraftminna vegna fjar-
lægðarinnar og einnig væru að einhverju leyti
varin af hinum hækkandi sjóum.
í von um að komast sem lengst frá íshellunni,
stýrði hann austlæga átt allan sunnudaginn.
Stöðugur bylur og ísing vegna ágjafa hélt skip-
verjum undir þiljum, og gátu þeir því ekki gert
tilraunir til þess að losna við ísinn á yfirbygg-
ingu skipsins.
Sniösigldi veöriö.
Allan sunnudaginn, mánudaginn og þriðju-
daginn hélt Rivett skipstjóri áfram „sniðsigl-
ingarhætti" sínum. Til upplýsingar fyrir blaða-
mennina, útskýrði hann, að með „sniðsiglingu“
að norrænu strandbyggjarnir lifðu aðallega af
sjávarafla. Fiskveiðar og dýraveiðar hafa verið
skilyrði fyrir því, hvort og hvar hægt væri að
taka sér bólfestu á Norðurlöndum áður en sög-
ur fara af. Fiski- og dýraveiðar veittu fólkinu
allar nauðsynjar til viðurhalds lífsins. Auk
skeljahrúgnanna frá byrjun steinaldarinnar,
sem tala sínu máli, sem sýna fiskbein, öngla,
skutla, netdruslur o. fl., sem finnst í sorphaug-
unum frá ýmsum tímum, bæði í Danmörku,
Norvegi og Svíþjóð. Þessar leifar eru sönnun
fyrir því, hvað fólkið hefur starfað og á hverju
það hefur aðallega lifað. Hin hreina framleiðsla
Norðurlanda er aðallega bundin við suðlægu og
vestlægu sviðin á steinöldinni miklu. Danmörk
er aðallandið, en margir elztu bólstaðirnir hafa
líka fundizt í Suður-Svíþjóð, þar sem ostru-
veiðar hafa orðið til þess, að fólkið tók sér ból-
festu og fékk lífvænlega atvinnu. 1 elztu gröf-
unum frá steinöldinni hafa menn fundið styrju-
hrogn, sem hafa sömu auðkenni eins og þau,
sem íbúar Norðurlanda búa til nú á tímum.
Sorphaugar frá ísöldinni finnast líka í Ir-
landi, Spáni og Portúgal.
Eins langt aftur í tímann og Norðurlanda-
sagan nær, heyrist getið um íisktegundirnar,
sem voru við strendurnar, þar sem fólkið tók
sér bólfestu.
Það er þannig engum efa bundið, að fæða
fölksins á fyrri tímum hefur aðallega verið
sjávarafurðir. Sagan allt til vorra tíma sannar
hið sama.
1) Skeljahrúgxir i líkingu við þær dönsku, þekkjast
einnig- frá írlandi, vesturströnd Frakklands, Spáni,
Portúgal og Sardiníu. En þær eru langt frá eins þýð-
ingarmiklar. Gyldendals ill. Verdenshistori. Kobenhavn
1919, bls. 39.
42
VÍKJNQUR