Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 27
6/1. 1 Wyoming í Bandaríkjunum hefur fundizt mikið magn af úraní- um í svonefndum Gashæðum og þyrp ast menn þangað úr öllum áttum. — Indónesíustjórn lýsti yfir hernaðar- ástandi á nokkrum af Mólúkkaeyj- um, þar sem uppreisn hefur brotizt út. — Vísindamönnum við Berkley- háskólann í Kaliforníu hefur tekizt í fyrsta sinni að mynda sykur og mjölva úr kolsýru og vatni með hjálp sólarljóssins. 15/1. Oskar Trop, forsætisráð- herra Norqgs, biðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. — Nóbels- verðlaunahöfundurinn Albert Sch- weitzer áttræður. • 16/1. Hörku vetrarveður geysa víða í Evrópu. — Þjóðþing Panama samþykkti að víkja frá forseta ríkis- ins, þar sem hann liggur undir grun um að hafa staðið að morði fyrr- verandi foiseta. 7/1. Undanfarnar vikur hefur hver stormurinn af öðrum gengið yfir Bretland og tjón orðið gífurlegt. • 8/1. Um jólin fórust fleiri menn af slysförum í Bandaríkjunum en um nokkur jól önnur í sögu landsins. • 11/1. Heil þorp á Englandi um- flotin vatni vegna mikilla rigninga. • 19/1. 20 feta snjólag víða í Skot- landi og fjöldi þorpa einangraður, en flugvélar kasta niður vistum. — í Hamborg kom til mestu götuóeirða, sem um getur síðan Hitler kom til valda. • 20/1. Til verkfalls kom á togur- um í Ostende í Belgíu. Tilefni vinnu- stöðvunarinnar voru sektir fyrir landhelgisbrot við ísland. 12/1. Innrás hafin í Costa Rica frá nágrannaríkinu Nicaragua. — Þing Unesco hefur nú viðurkennt gildi alþjóðamálsins esperanto fyrir vísindir, menntir og alþjóðamenn- ingu. 21/1. í París er nú mjög alvar- legt ástand vegna síhækkandi flóðs í Signu. • 22/1. Barnahjálp S.þ. fer sífellt vaxandi, 31 milljón barna og mæðra naut aðstoðar síðastliðið ár. 13/1. Brezkir vísindamenn undir- búa einn mesta rannsóknarleiðang- ur er sögur fara af, og er áformað að fara þvert yfir meginland suður- skautssvæðisins. — 15 manns létu lífið, er árekstur varð milli tveggja flugvéla f grennd við flugvöllinn í Cincinnati í Kentucky. — Þýzka flugfélagið Lufthansa tekur til starfa í apríl. • 14/1. Fátíður atburður kom fyrir á flugleið yfir Atlantshafið, er gluggi brotnaði í farþegavéél í 6000 metra hæð, og munaði minnstu að þetta kostaði farþegana lífið. 23/1. Brezka fjármálaráðuneytið hefur gert áætlun um að konur skuli í framtíðinni fá launajafnrétti við karlmenn. • 26/1. 13 ára hernaðarástandi Þjóð- verja og Rússa aflétt. • 29/1. Vetrarsíldveiðin við vestur- strönd Noregs stendur nú sem hæst og er aflinn kominn hátt á aðra milljón hektólítra. — Mikið járn- brautarslys varð í Brasilíu. Meira en 50 manns létu lífið og 120 slös- uðust. — Franskar hersveitir eiga nú í höggi við stóra flokka upp- reisnarmanna í Auresfjöllum í Alsír. • 29/1. Hans Hedtoft, forsætisráð- herra Dana, lézt í Stokkhólmi, 51 árs að aldri. • 1/2. Unnið hefur verið að því að leggja tvær járnbrautir yfir eyði- merkur og firnindi Mið-Asíu. • 2/2. Nær helmingur allra fjöl- skyldna í París eiga sér ekkert heim- ili og um 170.000 Parísarbúar eiga sér hvergi samastað. • 3/2. Olíubrák við Jótlandsstrend- ur spillir baðströndinni og veldur dauða þúsunda sjófugla. 4/2. Kínverska stjórnin hafnaði boði öryggisráðs S.þ. um að senda fulltrúa til New York að sitja fundi ráðsins um Taivanmálið. • 5/2. Um 5 milljónir brezkra verka- manna í fjölda starfsgreina hafa ný- lega borið fram kröfur um hækkað kaup. • 8/2. Malenkov, forsætisráðherra Ráðstjórnarríkjanna, hefur beðizt lausnar. 11/2. Enn hefur snjóað suður á meginlandi Evrópu og hafa hlotizt af mikil vandræði, einkum í Alpa- liéruðunum. 12/2. Titó marskálkur kominn heim til Júgóslavíu úr för sinni um Austur-Asíu. 13/2. Bretar og Rússar vilja koma á ráðstefnu um Formósumálin. • 15/2. Nærri 100 málefni á dagskrá kjarnorkuþingsins í Genf. Fjallar um friðsamlega nýtingu kjarnorku. — Belgísk fjögurra hreyfla flugvél fórst á leiðinni frá Brussel til Róma- borgar. Allir, sem með vélinni voru, fórust. — Þjóðverjar að ljúka smíði 1000 smálesta tilraunatogara með „skjólþilfari“ og „vélstýri“. Togar- inn verður vígður hátíðlega 3. marz næstkomandi. VÍKI N QUR 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.