Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 7
Landhelgislögm íslenzku og
skoðað í Ijósi fyrirheitanna um hinn helga sjólfs-
ákvörðunarrétt allra þjéða og frelsun fré ótta.
Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar,
þegar voldugustu þjóðir heimsins riðuðu á barmi
glötunar fyrir ofurmætti hinna hræðilegustu of-
beldisafla, sem um getur í sögu heimsins allt
frá dögum Djengis Kahns, og ekki var annað
sýnilegt, en að hinum sameinuðu illræðisöflum
mundi takast að brjóta undir sig meirihluta
hins frjálsa heims, og það í fyrstu lotu, og þá
mundi verða næsta auðvelt að hirða það, sem
eftir væri í annarri lotu. Þá var af þeim þjóð-
um, sem fremstar stóðu gegn ofbeldinu, hróp-
að hástöfum á liðsinni allra frelsisunnandi
manna og þjóða, um að Ijá liðsinni sitt og
ganga fram til orustu gegn ofbeldinu og þeirri
geigvænlegu hættu, sem ímynd þess ógnaði
framtíð heimsins. Þá voru og gefin fögur fyrir-
heit um það, að ef hinum frjálsu þjóðum yrði
sigurs auðið, skyldu allar þjóðir öðlazt fyllsta
rétt til að ráða sér sjálfar og vera verndaðar
frá ótta um árásir annarra þjóða og lausar við
ágengni annarra, og að hjálpa ætti þeim þjóð-
um, er þess þyrftu með, til að auka andlega og
efnahagslega þekkingu sína, svo þær yrðu fær-
ar til að ráða sér sjálfar og láta sér líða vel.
Flestar þjóðir brugðust allvel við kalli þessu
og lögðu fram liðsinni sitt, ýmist með beinni eða
óbeinni þátttöku í hyldarleiknum, enda voru
þetta hin fegurstu fyrirheit, sem nokkurn tíma
áður höfðu verið gefin út til allra þjóða heims-
ins.
Við íslendingar vorum einir af minnstu peð-
unum á taflborði þessara alheimsátaka, en mun-
um þó hafa lagt fram ekki hvað þýðingarminnst-
an hlut til þeirra. Þó segja megi, að hlutdeild
okkar hafi að nokkru leyti verið þröngvað upp
á okkur, með innrás Englendinga í land okkar.
Þó við áður legðum fram alla okkar framleiðslu
til þeirra þarfa. Vitaskuld var okkur tjáð, að
þær aðgerðir hefðu verið gerðar til að forða
okkur frá því hræðilega hlutskipti, að verða
hernumdir af hinum aðilanum, þó það hafi ver-
ið borið til baka af ýmsum.
En hvað sem því líður, þá eru mjög miklar
líkur til þess, að „Orustan um Atlantshafið"
hefði tapazt hjá Engilsaxnesku þjóðunum, ef
þessi ómetanlega bækistöð hefði ekki verið til,
sem þær komu hér upp.
Svo framlag okkar var að lána land okkar
til hinna stórkostlegu aðgerða, er héðan voru
framkvæmdar í átökunum um Atlantshafið. Og
leggja fram vinnuafl í stórum stíl, með þeim
afleiðingum, að margs konar jafnvægisröskun
í atvinnulífi þjóðarinnar hlaust af, sem allt til
þessa dags hefur haft miður holl áhrif á efna-
hagslíf þjóðarinnar, t. d. kaup- og verðskrúfuna
á styrjaldarárunum, svo dæmi séu nefnd.
Annar þáttur okkar var, og hann ekki lítill,
sá, að við sáum um að 75 til 80 af hundraðs-
hlutum fyrir fiskimagni því, er fór til fisk-
neyzlu Englands á styrjaldarárunum, og var
það magn að mestu leyti einnig flutt þangað
af íslenzkum sjómönnum. Enda varð manntjón
okkar og skipatjón það mikið, að sambærilegt
er við manntjón þeirra þjóða, er tóku beinan
þátt í bardögunum, ef fólksfjöldi þjóðar okkar
er borinn saman við fólksfjölda ófriðarþjóð-
anna.
1 sambandi við samningagerðir út af þessum
siglingum, voru okkur og gefin fyrirheit um
það, að eftir styrjöldina myndu Islendingar
njóta beztu aðstöðu, er nokkur þjóð fengi þar
til að selja ísvarinn fisk, og á þann hátt njóta
þess, að íslenzka þjóðin hefði verið svo ómetan-
legur bandamaður, þegar mest reið á í þessum
ógnar átökum.
Þegar þessi fyrirheit voru lögð við hin fyrir-
heitin, þá átti íslenzka þjóðin ekki að þurfa að
kvíða framtíð sinni á fyrstu árum hins endur-
heimta lýðveldis. Enda snerist hún með mjög
mikilli bjartsýni að því að endurskipuleggja
alla atvinnuvegi sína, bæði á sjó og landi, svo
hún yrði fær til að leggja fram sinn hlut til að
bæta úr matvælaskorti heimsins eftir sinni getu,
VfKJNQUW
45