Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 9
Ef báturinn sekkur
Þrír mótorbátar fórust og 19 menn björguð-
ust á gúmmíflekum, sem um borð í þeim voru.
Ef þessir flekar hefðu ekki verið í bátunum,
hefðu þessir 19 menn líklega farizt.
Eitthvað á þessa leið hljóðaði hluti af fundar-
samþykkt Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Verðandi í Vestmannaeyjum fyrir nokkru. —
Sami fundur endurtók áskorun til útgerðar-
manna í Vestmannaeyjum um, að útbúa alla
báta sína þessum öryggistækjum, en mér finnst
furðulegt, að félagsskapur þurfi að gera slíka
áskorun, þar sem þessir gúmmíflekar hafa svo
áþreifanlega sannað ágæti sitt, og þökk sé þeim
útgerðarmönnum, sem þegar hafa búið báta sína
þessum tækjum. Það má fullvíst telja, að innan
ekki mjög langs tíma hafi eigendur annarra
báta og Skipaeftirlit ríkisins áttað sig og
gúmmí- eða korkflekar verða í öllum skipum,
bæði stórum og smáum.
Annars beini ég þeirri spurningu til Skipa-
eftirlits ríkisins, sem gerir tillögur um öryggis-
útbúnað og hefur eftirlit með honum í íslenzk-
um skipum, hvort það telji þessa fleka ekki
nauðsynleg björgunartæki og hvers vegna ekki
er fyrirskipað að hafa þá um borð í minni og
stærri fiskiskipum? Er nokkuð, sem mælir á
móti.því? Er reynsla Vestmannaeyinga ekki
nægjanleg?
Ég tel, hvað stærri skipum viðkemur, þá séu
þjóða til að ráða sér sjálfar, og hér hefur að
nokkru verið getið.
Minna mætti og á það, að í mörgum tilfell-
um virðist næsta örðugt hjá ýmsum hinna
frjálsu þjóða að viðurkenna þessi fyrirheit í
framkvæmd. Allmörg dæmi eru til þess, að þeg-
ar einhver þjóð, sem undirokuð hefur verið um
langt árabil, sendir kröfu um rétt sinn til Sam-
einuðu þjóðanna, þá krefst yfirráðaþjóðin þess,
að því sé vísað frá, þar sem það sé algjört inn-
anríkismál og heyri því ekki undir hinar Sam-
einuðu þjóðir. Það er því miður útlit fyrir, að
einhver ógnarátök þurfi að eiga sér stað, til þess
að efnd séu gefin loforð. — Meira seinna.
ÞorJcell Sigurðsson, vélstjóri.
gúmmí- og korkflekar a. m. k. jafn nauðsyn-
leg björgunartæki og björgunarbátarnir, því
dæmi eru til þess á undanförnum árum, að
björgunarbátarnir hafa ekki komið að neinu
gagni við skipsstrand eða ef skip ferst snögg-
lega í hafi, t. d. vegna veðurs. Má í þessu sam-
bandi minnast ensku togaranna tveggja, sem
fórust út af Horni fyrir nokkru. Það eina, sem
fundizt hefur frá þeim, er uppblásinn gúmmí-
fleki, en því miður virðist ekki hafa gefizt tími
fyrir neinn skipverja að komast á hann, en á-
reiðanlega var hann eina öryggistækið, sem
hefði getað bjargað nokkrum mönnum, ef vel
hefði tekizt til.
Þess er einnig skemmst að minnast, þegar er-
lendur togari sigldi niður mótorbát út af Vest-
fjörðum og tveir menn fórust. Mennirnir á
bátnum hlupu strax til og reyndu að hnýta sam-
an lóðarbelgi til að fljóta á. Til þess hefur farið
mun lengri tími en að blása gúmmífleka upp
og setja hann á flot, — ef hann hefði verið um
borð. Ókunnugum til skýringar, skal þess getið,
að með flekunum fylgja geymar, sem blása þá
sjálfkrafa upp á mjög skömmum tíma.
Um ágæti korkflekanna skal þessa getið: Fyr-
ir nokkrum árum strandaði íslenzkur togari í
mynni önundarfjarðar. Veður var mjög vont
og mennirnir í mikilli lífshættu, en þeim var
öllum bjargað frá sjó vegna þess, að togarinn,
sem annaðist björgunina, var útbúinn korkfleka.
Björgunin var framkvæmd á þann hátt, að
björgunarbátur frá björgunarskipinu var stað-
settur miðja vegu milli þess og hins strandaða
skips, þar sem ekki var gerlegt að fara nær á
bátnum vegna sjógangs og annarra aðstæðna,
en korkflekinn var dreginn á milli bátsins og
strandaða togarans, þar sem mennirnir stukku
niður á hann og var síðan bjargað um borð í
björgunarbátinn. Telja kunnugir, að þessi björg-
un hefði ekki tekizt svo vel, sem raun varð á,
ef korkflekinn hefði ekki verið um borð í öðrum
togaranum.
Það má að vísu segja, að hverjum sé frjálst
að hafa þessi tæki um borð í skipum sínum, en
á meðan það er ekki almennt gert, verður hið
opinbera að lögskipa það, eins og gert er um
VÍKINEUR
47