Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 13
^ Úr vélarrúminu * Hremsun brennsluolíu Með því að almennt er nú farið að nota þung- ar olíur sem orkugjafa í dieselvélum, verður starfsemi hreinsikerfisins æ veigameiri til þess að ná hagkvæmum árangri. Æfðum vélstjórum finnst þetta ef til vill ærið hversdagslegt efni. Eigi að síður gæti eftirfar- andi grein orðið einhverjum að gagni. Venjulega er notuð í dieselvélum létt olía (dieselolía), sem unnin er úr jarðolíu. Eftir seinni heimsstyrjöldina fóru útgerðarfélög þó í æ ríkari mæli að nota þungar olíur. Hinn mikli verðmunur gerði það hagkvæmt f járhagslega. Áhyggjur og aukið erfiði vélstjóranna er að sjálfsögðu ekki tekið með í þann reikning. Þungolía er sú olía, sem eftir verður í hreins- unarstöðvunum, þegar eimingu hinna léttu olíu- tegunda úr jarðolíunni er lokið, og er hún mjög þykk. Hin síðari ár hafa með góðum árangri verið notaðar þungolíur með Viskositet allt að 3500 cecs. R I við 100 stig F. Það er höfuðregla um allar brennsluolíur, að áður en þeim er dælt inn í sprengirúmið í vél- inni, verður að fjarlægja úr þeim óbrennsluhæf efni, og eigi síður hin, sem tæra og slíta elds- neytisloka og strokka. í brennsluolíum er yfirleitt meðal annars: aska, brennisteinn, steinefni og vatn. Og þung- olíur eru blandaðar þessum efnum í ríkara mæli en venjulegar dieselolíur. Það er því skiljanlegt, að olíuhreinsitækin í skipi, sem notar þungolíu, verði enn mikilvæg- ari til þess að ná góðum rekstursárangri með sem minnstum viðhaldskostnaði á vélinni. Þegar vér í því, sem hér fer á eftir, tölum um olíuhreinsun, er átt við hreinsun á þung- olíum. Hreinsun á venjulegum dieselolíum þekkja vélstjórar almennt. Hins vegar er hreinsun á þungolíum, og notkun þeirra í dieselvélum, til- tölulega nýtt viðfangsefni, og varúðarráðstaf- anir, sem við þarf að hafa, ekki eins þekktar almennt meðal vélstjóranna. Reynslan hefur sýnt, að það er ekki einhlítt við hreinsun þungolíu, að láta hana fara í gegn- um eina skilvindu. Það verður' að auka hreinsi- áhrifin. Þetta er gert með því að hreinsa hana í tveimur stigum. Fyrst í svokölluðum for- eða grófhreinsara (Purificator) og síðan í fín- hreinsara (Klarificator). Gróf- og fínhreinsunaraðferðin. Aðferðin er þessi í sem fæstum orðum: Brennslu- og smurolíuskilvinduna, sem notuð er í skipum, kannast allir vélstjórar við. Á „kúlunni", sem sýnd er á meðfylgjandi myndum, eru tvö afrennslisop. Annað fyrir vatn, en hitt fyrir olíu. Áður en olíunni er hleypt á, verður ávallt að renna vatni í kúluna, VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.