Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 1
SJOMANNABLAÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XIX. árg., 6.—7. tbl. Reylcjavík, júní-júlí 1957 Sjómannadagurinn tvítugur Sunnudaginn 2. júlí s. 1. var hátíðlegur hald- inn tuttugast Sjómannadagurinn í þeirri mynd, sem hann nú er um allt land. I Reykjavík var hann að þessu sinni með sérstökum hætti að nokkru leyti, því þennan dag voru mörkuð sér- stæð tímamót í starfs- sögu þessara almennu samtaka, með vígslu hins glæsilega Dvalar- heimilis aldraðra sjó- manna í Laugarási, og stofnunin var formlega tekin til notkunar, þó að nokkur spor séu enn óstigin þar til bygging- in er fullgerð. Á þessum tímamót- um er gott að líta rétt um öxl þó áfram sé haldið beina braut. Fyrsti hvatamaður að hugmyndinni um al- mennan Sjómannadag var Henry Hálfdáns- son. 1 blaði ísl. loft- skeytamanna „Firðrit- aranum“ maí—júní 1936 ritaði hann grein þar sem hann ræðir um sjálfsagða skyldu þjóðfélags- ins að halda í heiðri minningu þeirra sona þjóð- arinnar, er látið hafa lífið við skyldustörfin á hafinu og segir m. a.: „Að minnast látinna skör- unga er ekkert hégómamál, það er þroskamerki og mikilsverður liður í uppeldi hverrar þjóðar. Það er vel til fallið, að sjómennirnir beiti sér sjálfir fyrir því að minning hinna drukknuðu verði í heiðri höfð, vér vitum svo innilega, hversu þeir eiga það skilið“ .. . „Stórþjóðirnar heiðra grafir hinna óþekktu hermanna sinna. Því ættum við þá ekki að heiðra gröf hins óþekkta sjó- manns. Fyrir nokkrum árum var grafmn í Reykjavík óþekktur sjómaður. Öldur samúðar- innar risu hátt í bili. Hver hugsar nú um þetta leiði? Það er í niðurníðslu, sjáanleg er aðeins moldarhrúga, sem eftir varð, þegar búið var að moka ofan á kistuna, og í hana hefur ver- ið stungið ómerkilegu krosstré“. Síðar skrifar hann enn um hugmyndina um almennan Sjó- mannadag og segir m. a. „Vér höfum reyndar fyrir tilstilli mætra manna og kvenna komið á sér- stökum barnadegi og mæðradegi, en í þessu særíki höfum vér eng- an dag, sem eingöngu er helgaður sjómönn- um og engan minnis- varða höfum vér reist öllum þeim hetjum, sem fallið hafa á sjón- um“. Og ennfremur: „Slíkur minnisvarði, reistur fyrir tilstilli fólksins má ekki vera nein smásmíði, hann á a8 vera dýrmæt eign þjóðar- innar og hvatning til kynslóðanna“. Á áðalfundi F. 1. L. 11. júní 1936 hreyfði Henry þeirri hugmynd „að öll stéttarfélög sjó- manna tækju höndum saman um að koma á alls- herjar sjómannadegi um land allt á ári hverju“. Stjórn F. I. L. var falið að vinna að málinu, og 19. nóv. 1936 sendi hún boðs og hvatningarbréf til allra félaga sjómanna í Rvík og Hafnarfirði og sjómenn í öðrum landshlutum voru hvattir til að hefjast handa á sama hátt. Fyrsti almenni fundurinn varðandi Sjómanna- daginn var haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykja- Henry Hálfdánsson form. Sjómannadagsráðs (til hægri) afhendir Sigurjóni Einarssyni skipstjóra og framkvæmda- stjóra Hrafnistu lyklavöldin að hinu nývígða Dvalar- heimili aldraða sjómanna. 113

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.