Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 6
Sigurður Sumarliðason, skipstjóri frói Akureyri: Upphaf reknetaveiða Norbanlands Fiamhald írá síðasta blaði Klukkan milli átta og níu um morguninn kom norski togarinn ,,Atlas“ að austan og framan og stoppaði við hliðina á okkur. Var hann búinn að draga sín net og var á leiðinni til lands. Ekki vissi ég það þá, þó ég kæmist að raun um það seinna, að það er siður hjá Norðmönnum á stærri skipunum, sem hafa sterkar vélar, að draga netin fyrir fyrsta skip, sém verður á leið þeirra til lands, ef það skip getur ekki dregið netin vegna veðurs. Við veifuðum ekki einusinni til skipsins, auk heldur að við kölluðum til hans og beiddum hann um að draga fyrir okkur, héldum að það þýddi ekkert, eða kanski ekki einu sinni dottið það í hug. Og svo létum við hann fara frá okkur án þess að hafa vit á að biðja hann um hjálp. Nokkuð langt vestar og grynnra lá kútter Helga undir netum og gat ekki dregið, sem hafði þó 14 menn um borð. Hún dró upp flagg og Atlas dró fyrir hana öll netin, sem öll hefðu tapast annars, því veðrið versnaði mjög þegar á daginn leið. Norðmennirnir taka helminginn af síldinni, sem er í netunum sem þeir draga fyrir dráttinn. Það er föst venja. Ekki draga þeir nema fyrir eitt skip, hafa ekki pláss til að innbyrða meira. Klukkan sex um kvöldið sleit skipið tróssuna 60 faðma fyrir framan stefnið, þar sem ein- tommu mjórri tróssa var stungin við eða 6 tommu tróssa. Kapallinn, sem næstur var skip- inu, var 7 tommur. Var þá komið afspyrnu rok um allan sjó og mjög mikill sjór. Ætluðum við þá strax að hífa þrírifað stórseglið, en réðum ekki við neitt, enda hefði það rifnað í tuskur í höndunum á okkur, svo það mátti segja, að það fór betur að við gátum það ekki. Heistum við þá upp tvírifaða fokku og slóum skipinu undan, því það horfði til lands um leið og það sleit, og lögðum því fram með tvírifuðum messan og tvírifaðri fokku. Eftir um hálftíma rifnaði fokkan í tætlur. Gáfum við þá messanin vel út á horn, eða út að lunningu og tókum stýrið hér um bil upp í borð. Fór skipið prýðilega með sig á þennan hátt, horfði allt af skáhalt upp í vind og sjó og sló aldrei langt frá vindi, en sakk- aði dálítið afturábak. Fengum við ekki nema einn sjó á skipið um nóttina, sem ætlaði allt í kaf að keyra. Ekkert brotnaði nema skipsbátur- inn, sem var bundinn niður fyrir aftan stórsigl- una fór í spón. Við urðum líka varir við það 118 seinna, að þessi sjór hafði kastað öllum tunnun- um, tómum, með salti og með síld, alveg út í hliðina hléborðsmegin. Urðum við ekki mikið varir við hallan, því skipið lyfti sjaldan hlé- borðslunningunni upp úr sjó. Veðrið var band- vitlaust um nóttina og blindbylur. Um morguninn um 9 til 10 leytið fór heldur að draga úr mesta veðurofsanum og úr hádeg- inu fór að rofa til. Klukkan 3 um daginn var orðið siglandi veður. Fórum við þá að bisa við að ná upp stórseglinu og gekk það slysalaust. Tókum fram klífirbómmuna og settum fyrir stærri milliklífir, því enga höfðum við fokkuna, sem rifin var í tætlur. Því næst lögðum við skip- inu yfir fyrir stag, því það hafði legið fram allt veðrið. Var nú sigldur beitivindur, sem tók til lands, var enn sjór mikill. Fór nú að skýrast landið, því veður fór batnandi. Hafði okkur drifið vestur undir Skaga og vorum nú djúpt út af Skagatánni þegar við byrjuðum að sigla. Höfðum við horf á Fljótin. Klukkan sjö um kvöldið var hann orðinn hægur; vorum við þá búnir að leysa öll rif úr messan og stórsegli og búnir að slá undir minni milliklífir fyrir fokku. öll skipshöfnin hafði verið aftur í káetu um nóttina. því ekki var fært fyrir neinn mann að vera á þilfari um nóttina, líka til þess að vel væri hægt að loka lúkarnum, svo sjór kæmist ekki niður í hann. Einn maður stóð vagt í káetugat- inu til skiptis. Þegar við áttum eftir um 5 sjómílur upp undir Dalabæ, tókum við eftir því að reyk fór að leggja upp um lúkarsopið og lestaropið líka. Brá okkur heldur en ekki í brún, að ef nú eftir allt volkið væri kviknað í skipinu og lestin hálffull af tóm- um tunnum og skipsbáturinn farinn. svo ekki var hægt að bjargast í hann. Rifum við nú í flýti ofan af lestaropinu og frá lúkarsopinu, lagði þá reykjarstrókinn upp í gegnum bæði opin, en enginn sást eldurinn, fóru sumir að ryðja tómum tunnum upp úr lestinni, en aðrir að líta að eldinum bæði í káetu og lúkar, en hvergi sást eldur þó skipið væri fult af reyk. Fórum við að brjóta heilann um hvað valda mundi þessum reyk í skipinu. Kom þá í ljós, að kokkurinn hafði kveikt upp í káetuofninum, en öllum reyknum slegið niður í hann, með fram af því að sjór hafði farið ofan í ofnrörið um nóttina. Komst reykurinn úr honum hvergi upp, því öll op voru lokuð Fór reykurinn að smá réna eftir því sem lengur stóð allt opið. Fór heldur að létta yfir okkur, þegar við komustum að raum um hvað valda mundi reyknum, því útlitið var ískyggilegt, ef kviknað væri í skipinu. Við bátlausir og veltu brim í landi og klettótt strönd ef við hefðum neyðst til að sigla skipinu í land upp á líf og dauða. Veðrið fór aftur versnandi þegar leið á kvöld- ið og var hann byrjaður að snjóa aftur. Klukkan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.