Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 9
torgað 1200—1300 málum af nýrri síld á sólar- hring, og þróin tekur um 35 þús. mál. Nú fisk- uðu fyrir hana allir Kveldúlfstogararnir 5 og 2 aðrir, ,,Hafsteinn“ og „Ver“. Yfirumsjón með rekstri stöðvarinnar höfðu þeir bræður Haukur og Kjartan Thors til skiptis, en aðalframkvæmda- stjórinn var Norðmaðurinn Peter Söbstað. Um- sjón með afgreiðslu skipanna hafði Jónas Magn- ússon, en danskur efnafræðingur, Hansen að nafni, rannsakaði gæði framleiðslunnar. Á stöð- inni unnu í sumar í fastavinnu 55 manns fyrir utan skipshafnirnar. Aflinn var alls 84 þús. mál. Stöðin er lokuð og mannlaus á veturna, nema hvað ein gömul kona, sem þjónaði Norðmönnun- um áður, býr þar enn ásamt ketti sínum og vill ekki þaðan fara, og er hún eina manneskjan, sem býr í öllum firðinum á veturna, þegar Hesteyri er talin frá, því að þar er ekkert býli nú á dög- um, en bæjarrústir sjást óglöggt á Seleyri hinum megin fjarðarins andspænis stöðinni. Það leið nú að því, að frúrnar færu heim, og til þess að skemmta þeim eitthvað, áður en þær færu, efndi skipstjóri til ferðar inn í fjörð og bauð þar til sínum nánustu vinum á hinum skip- unum. — Þetta var einskonar útreiðartúr, en þar sem hvorki eru vegir, sem vegir geta talizt, með firðinum, fremur en víða á Vestfjörðum og hesta ekki að fá nema á Hesteyri (hví skyldi hún ann- ars bera það nafn?) þá var farið sjóveg. Báts- maðurinn fékk skipun um að taka annan nóta- bátinn og manna hann nokkrum af hinum frægu ræðurum á Skalla, því að nú lá mikið við. í bát- inn stigu svo 4 skipstjórar: Kolbeinn á „Þórólfi“, Snæbjörn á „Agli“, Jón Jóhannesson og Guð- mundur, svo að ekki gat báturinn talizt stjórn- laus. En þar sem hingað til hefur þótt fara bezt á því, að á skipi væri absolút einveldi (þegar ekki er um þjóðarskútur að ræða), voru völdin lögð í hendur bátsmannsins, og það var karl, sem kunni með þau að fara, fataðist hvergi, þó að fjórir gamlir navígatörar væru í kringum hann. Svo komu báðar frúrnar á Skallagrími og frú Þórdís, kona Snæbjarnar, þrír drengir (synir hjónanna á Skallagrími) og undirritaður. Svo var aftur ýtt frá landi og lagt inn í fjörð- inn, og nú skyldi höfuðnúmer hátíðarinnar koma: kappróður skipstjóranna. Bátsmaður tók við stýrisárinni, en skipstjórarnir hinum, þó ekki nema einni hver, fóru úr jökkunum og settu sig í ræðarastellingar. Mátti nú sjá mögnuð átök og mikil áratog. Báturinn nötraði og skalf og risti sjóin eins og torfljár blauta mýri, en við hin héldum okkur dauðahaldi í hvað sem hendi var næst, svo að við yrðum ekki eftir. Loks linuðu þeir skorpuna og þurrkuðu af sér svitann, og virtist okkur hinum sem sumir þeirra hefðu grennst lítils háttar — og mátti þó enginn neitt missa, sízt okkar menn. Á heimleiðinni var skemmt sér við söng. Voru margar góðar raddir. Konurnar tóku háu tón- ana, svo kom Snæbjörn, svo við hinir þar fyrir neðan, en neðstur var sjálfur húsbóndinn .með sinn djúpa bassa. Hlíðarnar, kríui-nar og kind- urnar tóku undir, svo að úr þessu varð ein alls- herjar synfónía, sem naumast hefur áður heyrzt um endilanga Jökulfirði og þó víðar væri leitað. Það var happ, að engar kýr voru þarna inn frá. Þær hefðu getað spólerað öllu fyrir okkur. Um hádegi 6. ágúst vorum við loks lausir við aflann, sem við fengum 1. og 2. ágúst, og held ég, að skipstjóra hafi þótt það ganga nokkuð seint, og ekki batnaði síldin, sízt sú, sem í lestinni var, við þetta, né mældist betur. Hún rýrnaði allmikið. Svo var tekið salt í snatri og farið út klukkan 2 í hvössum N-vindi. Skeyti frá skipunum úti í Djúpi sögðu þar litla síld, en fregn hafði borizt af síld inn undir Vigur. Var því haldið þvert yfir Jökulfjarðarflóann fyrir Bjarnanúp og inn með Snæfjallaströndinni til þess að gá að síld. Það var logn og sólskin þar inni frá og útsýnið hið unaðs- legasta. Snæfjallahlíðin, langröndótt af snjósköf- um og klettabeltum hið efra, gras- og kjarrræm- um hið neðra, blasti við á stjórnborða svo nærri, að húsin á Snæfjöllum og Sandeyri sýndust (í kíki) rétt við borðstokkinn. Á bakborða gat að líta hina svipmiklu og fjölbreyttu fjallaströnd milli Skutulsfjarðar og Skötufjarðar með Kofra og Hestinn gnæfandi hátt úti við firðina og ýmis snjóskaflarík fjöll að baki þeim allt suður í Glámu. Fram undan eru Langadalsstrandarfjöll- in smálækkandi inn frá Kaldalóni á hægri hönd og ögursveitarhálsar á vinstri og Æðey og ögur- hólmar niðri við hafflöt. Við komumst inn undir Æðey, svo að Möngufoss hjá Skarði var allur sýnilegur, 30 faðma há brún, sem fellur óslitin fram af jafnháu bergi niður í hvamm, sem mér hefur verið sagt, að fylltist svo af snjó á veturna, að fossinn sekkur alveg. Meðan ég var í þessum þönkum, beygði „Skalla- grímur“ suður á Djúpið til þess að gá að síld við Vigur og inni í Álftafjarðarmynninu, en ekkert var að sjá. Héldum við því aftur út Djúp út fyrir Rit og leituðum að síld út af Djúpinu og Aðalvík, alla nóttina fram á morgun, en fundum enga, enda var nú kalt í lofti (3,5°) eftir N- storminn, þó að allheitt væri í sjónum (9°). önn- 121

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.