Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 5
tilraun var gerð til þess að reikna með misvís- un. Vitneskja um tilvist misvísunar var þó fyrir hendi á öndverðri 15. öld. Flæmingjar reyndu að taka tillit til misvísunar á þann hátt að láta kompásnálina mynda horn við norður og suður linu rósarinnar. Hér var um mikla ónákvæmni að ræða en þó tilraun til þess að reikna með mis- vísun. Sumir telja að á ferð sinni til hins nýja heims hafi Columbus komist að því, að misvís- unin var breytileg. Vel má líta svo á að vanþekk- ing á misvísuninni hafi valdið því, að hann sá fyrst land í Vesturindíum en ekki norðar. Næstu tvær aldir urðu litlar framfarir í sam- bandi við notkun segulkompássins, þegar frá er talin aðferð, sem á 16. öld til að upphefja halla- segulskekkju. Ný vandamál komu til sögunnar við kompásleiðréttingar með síaukinni notkun járns til skipabygginga og byssunotkunar á skipum. Vísindaleg aðferð við kompásleiðréttingu var fyrst innleidd 1838 af konunglega stjörnufræð- ingnum Airy. Aðferð hans var ekki tekin al- mennt í notkun næstu 40 ár, en þá gerði sir William Thomsen, síðar Lord Kelvin endurbætur á kompásrósinni, og þannig er hún að mestu nú í dag. Segulskekkjuathuganir og kompásleiðrétt- ingar eru komnar á hátt stig, en fjarlægðin milli segulskauta og jarðskauta er um 1000 mílur, misvísunin er breytileg. Ýmiskonar farmur í skip- um, skipin sjálf og hlutir í þeim hafa áhrif á kompásinn að ógleymdum staðbundnum segul- truflunum, sem sumstaðar. eru mildar. Hárná- kvæmur kompás, sem er óháður þeim truflandi áhrifúm sem hér hefur verið drepið á, er því kærkomið siglingatæki. Gyro-kompásinn. Árið 1852 útlistaði franski vísindamaðurinn Foucalt fyrstur manna snúning jarðar um mönd- ul sinn með tilstyrk tækis, er kallast Gyroskope. Hugmyndin um smíði hins nákvæma vélræna kompáss á rót sína að rekja til hugvits Foucalts eins og það birtist í útlistun hans á snúningi .iarðar um möndul sinn árið 1852. Til þess að gyrokompás gæti yfirleitt séð dagsins ljós varð að vera hægt að knýja hjól áfram með miklum og jöfnum hraða og ennfremur að nema burt núningsmótstöðu að því marki að ekki þyrfti að reikna með henni hvorugt var hægt eins og á stóð um það leyti. Tvær uppgötvanir, sem síðar voru gerðar, ruddu gyrokompásnum braut: Rafmótor- inn og kúlulegurnar. Anchulz gyrokompásinn kom fyrst á markaðinn í Þýzkalandi 1908, Sperry gyrokompásinn í Bandaríkjunum 1911 og Bronn Gyrokompásinn í Englandi 1916. Síðan hefur niikið áunnist til fullkomnunar á þessu tæki. Gyrokompásinn er í stuttu máli hjól, sem snýst um möndul sinn með miklum, jöfnum hraða, Það er knúið af rafmótor. Með sérstökum útbúnaði og fyrir tilverknað náttúrukrafta sækir hjól- möndullinn í stöðu samhliða jarðmöndlinum. Hjólmöndullinn stjórnar' kompásrósinni. Þar eð hjólmöndullinn sækir sífellt í sörriu átt og lengd- arbaugarnir liggja, verða stefnur og miðanir á kompásrósina réttvísandi. Gyrokompásinn er vél- rænt tæki sem getur bilað. Góð meðferð, um- hirða og viðhald kemur í veg fyrir flestar bil- anir og má skoða gyrokompásinn fyrsta flokks siglingatæki. Kostir Gyrokompássins eru margir. Hann má til dæmis staðsetja í vel varðan klefa undir þiljum. Þar yrði segulkompás ónothæfur með öllu. Gyrokompás þykir nú sjálfsagt tæki í öllum nýtísku skipum. Segulkompásinn má þó ekki van- meta til vara og öryggis, ef hinn bilar. Segul- kompásinn er enn í sínu góða gildi í öllum skip- um, sem sleppa landi úr augsýn, og hann þarf að athuga og leiðrétta eftir þörfum af öryggis- ástæðum. Því öryggi er einkunnarorð sjómanns- ins fyrst og síðast. Róbrakeppni Sjómannadagsins Róðrarkeppni „Sjómannadagsins“ fór fram í ár, með svipuðum hætti og vant er. í stærri flokki skipa vann Röðull eins og oft áður. Að róðrinum loknum hitti ég einn af forráða- mönnum Röðuls og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Þá upplýstist það. sem mér kom mjög á óvart, að það var alls ekki skipshöfn Röð- uls, er róðurinn vann, heldur voru það smábáta- menn, er höfðu fengið nafn Röðuls lánað. Þetta tel ég ekki réttar leikreglur, til dæmis geta smábátamenn æft mikið betur og oftar róð- ur en hinir, vegna þess, að þeir hafa betri tæki- færi og fleiri. Skyldu skipsmenn Röðuls ekki hafa orðið undr- andi, er þeir heyrðu í útvarpinu, að þeir hefðu unnið róðurinn, en voru samt úti á hafi. Allir ættu að sjá, hvað þessi aðferð er ósæmi- leg, ef keppt er um grip, sem vinnst til eignar, t. d. í þriðja sinn. Ég tel víst, að sjómannadagsráðið hafi ekki vitað um þetta, svo því sé ekki um að kenna. En línur þessar ætlast ég til að verði til þess, að slíkt komi ekki fyrir oftar. Einnig mætti spyrja, hefur þetta gerst oft áður? Ef svo er, tel ég róðrarkeppnina komna í mesta óefni. Eiríkur Kristóf ersson. 117

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.