Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 11
þessa lands, sem ég hef aldrei augum litið, þar var heldur engin síld. Var því haldið út fyrir skerin aftur og kastað nokkrum sinnum til og frá, því að þar var allmikið af síld, en reyndist erfið viðureignar. Varð dvölin þar því ekki löng, og skipstjóri vildi ekki eiga á hættu að verða króaður inni á Húnaflóa, því að skeyti bárust okkur frá skipum, sem voru þá að fara út með Ströndunum, að ísinn væri nú farinn að þrengja leiðina, væri jafnvel komin upp fyrir Selsker og upp undir Dranga. Var því haldið af stað um 7- leytið út með Ströndunum, og voru selsetrið og kvöldroðinn óviðjafnanlega fögur, þegar kom út með. En undir miðnættið gerði vindgráð, sem lagðist á eitt með dimmunni í því að gera þá tortryggilega, en einkum hina smærri, sem þó voru ærið nógir til þess að setja gat á skipið, ef það hefði lent á þeim, en skip- stjóri var ekki sofandi, þar sem hann var, svo að ekkert slys varð, en trúað gæti ég því, að það hafi verið meira en lítil augnaraun að standa þarna látlaust skimandi í nærri fulla vöku (4 klst.). Öðru hvoru urðu fyrir okkur rákir, þar sem ísinn var þéttari, og þá varð að fara í króka. Loksins greiddist kl. IV2 úr honum til fulls, svo að hann hvarf með öllu, kippkorn NA af Straum- nesi (hinu eystra). Fór þá skipstjóri niður og ég líka. Sofnuðu báðir fljótt, og ég vaknaði ekki, fyrr en við vorum komnir á okkar gömlu mið kringum Ritinn. Þar vorum við næstu tvo dagana (10. og 11. ágúst) innan um allmikið af síld. Við köstuðum oft, og framan af fyrra deginum var aflinn sæmilegur, en eftir kl. 5 varð ekki vart, enda var nú smokkfiskur í nótinni, og svo var annað: ,,Ameta“ var komin — „Ameta“, hin merkilega norska mótorskúta og happaskip, sem stjórnlaust rak í vestan-ofviðri langa leið milli blindskerja og boða inn undir Flatey á Breiðafirði, óbrotin að kalla og slysalaust að öðru leyti, var nú orðin snyrpinótaskip og ágætt í alla staði til þeirra hluta, mesti balgeir, en hafði þann galla að dómi þeirra á skipunum, að hún fékk aldrei bein úr sjó og „eitraði“ meira að segja sjóinn, svo að ekki var til neins að reyna fyrir síld í nánd við hana. Hún var að sínu leyti í svipuðu áliti hjá síldfiskimönnum við Vestfirði í sumar, eins og „Carrie Pitman“ var hjá þorskfiskimönnum í hinni frægu fiskimannasögu Kiplings, „Captain Courageous“ (,,Sjómannalíf“). Carrie „héldu engin bönd“ ekkert akkeri, hana rak, hvenær sem hvessti, til háska fyrir hin skipin og háð- ungar fyrir skipshöfnina á henni sjálfri. — Þeg- ar það heyrðist um kvöldið, að „Ameta“ væri komin (hún hafði verið á Húnaflóa), var það sama sem að sagt væri: Nú getum við hvílt okk- ur, og „Skallagrími" var stýrt inn undir Grænu- hlíð og legið þar við akkeri um nóttina. Annars get ég sagt þeim góðu herrum á „Skallagrími“ og öðrum snyrpitogurum það í fréttum, að „Ameta“ kom nokkrum dögum aeinna inn til ísa- fjarðar með 1500 mál síldar, sem hún hafði sjálf veitt. Segi þeir svo, að hún fái aldrei bein. Síðari daginn fórum við út líðandi óttu. Var síldin þegar komin á ról og óð uppi í smátorfum, en afli varð lítill fram til hádegis. Kl. 1 kom- umst við loks í stóra torfu, og í raun og veru var síld uppi inn með allri hlíðinni. Við fengum 250 mál í kastinu, og var „Skalli“ orðinn all-siginn, þegar þau voru öll innan borðs. Lestin var full af síld, sem sumpart hafði legið alllengi í stíunum, sigin og söltuð vel, en svo hleypt niður með því að kippa lúku hlerunum upp undan henni, og eft- ir það var mest af síldinni látið fara sömu leið, „þurrkað“ og saltað vel, svo að síður væri hætt við, að hún rynni til í lestinni, ef skipið fengi veltu. Það getur verið bráðhættulegt og hefur orðið slys að því á norskum flutningaskipum. Skipið var nú komið að hleðslu, lestin full upp undir dekk, því er Magnús lestarráð sagði, þegar honum loks skaut upp aftur eftir að hafa kafað niður í síldarveituna, algallaður og silfraður, and- litið jafnt og annað, eins og síld. Ég hafði fast- lega búizt við því, þegar hann hvarf um lúku- gatið, að ég mundi aldrei sjá hann framar. Ekki var skipstjóri samt ánægður enn. Stíurnar voru ekki allar fullar, þverhandarbreidd var enn á síðunni á „Skalla“ upp að brúninni á sjógáttun- um og sjórinn sléttur eins og spegill. „150 mál getur hann borið enn“, sagði skipstjóri, „og nóg af síldinni, og þetta verður kannske síðasta ferð- in“. Svo var kastað kl. 3% í stóra torfu. Aflinn var 200 mál eða vel það. Allt var það innbyrt, en þá var „Skalli líka orðinn lágur. Sjórinn náði nú nákvæmlega á brúnina á sjógáttunum. Þar sem dekkið var lægst (í svelgnum), var aðeins bungan á því hærri en sjávarflöturinn. Mér of- bauð hleðslan og sagði við bátsmanninn, þegar verið var að háfa upp hið síðasta af veiðinni, að þetta væri ekki kristinna manna háttur að hlaða skip, efaðist um, að við flytum til lands. „Við höfum nótabátana með okkur“, sagði hann, ekki alveg ráðalaus, og getum bjargað okkur í þá, ef „Skalli“ fer niður, hugsaði hann, þótt hann segði það ekki, „en skipið og farminn þurfum við helzt að taka með okkur“, sagði ég, en við því þagði hann, eins og það væri auka- atriði. Svo héldum við til lands með báða nótarbátana í eftirdragi. ,,Skalli“ hefði getað gleymt þeim líka, en hitt þótti öruggara. Hann rann keikur, alveg á nösunum, inn að bryggju og stanzaði ekki, fyrr en hann stóð í framendann — rétt eins og blessuð skútan hefði vit og vildi vera örugg um að sökkva ekki við bryggjuna. 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.