Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 28
Kraftaverkið Framhald af bls. 127. „0 jú“, sagði skipstjórinn hikandi. Hann var nú samt næstum búinn að segja allt annað, en á síðustu stundu minntist hann nýja skipsins. „Pollisen, skipstjóri á Pontus“, hélt hún áfram rólega, „hefur aldrei látið vindil upp í sig og aldrei smakkað dropa af áfengi, og hann hefur aldrei“, hún þagnaði allt í einu og roðnaði dálítið, en hélt svo áfram hugrakkari: „Jæja ég þykist vita, að þér þekkið hann?“ „Aðeins mjög lítið“, svaraði skipstjórnin áhugalítið. „Ég vona bara, að þér viljið :taka hann til fyrirmyndar", svaraði prédikarafrúin með of- stækisbliki í augunum. „Og allir aðrir sjómenn líka“. Þá fyrst getum við með réttu verið stolt af okkar dönsku sjómönnum“. Þegar hún hafði þetta mælt, hnykkti hún til höfðinu og yfirgaf stjórnpallinn. „E-pú...“, sagði skipstjórinn og þurrkaði af sér svitann með vasaklútnum. „Hver er Pollisen skipstjóri á Pontus?“ spurði annar stýrimaður. „Engillinn Gabríel og allir 12 postularnir", stundi skipstjórinn. „Ég hafði hann einu sinni fyrir stýrimann, en varð að losa mig við hann, af því að skipshöfnin neitaði að vera á sama skipi og hann. Hann er raunar nýkominn til fé- lagsins, en ég hef samt heyrt að hann væri að reyna að krækja í nýja skipið“. „Þetta minnir mig á nokkuð“, sagði annar stýrimaður. „Það komu skilaboð frá forskipinu um að skipshöfnin ætlaði ekki að mæta við úti- samkomuna í fyrramálið. í fyrsta lagi var ekki talað um það í samkomulaginu, og þar að auki minna þeir á að fullkomið trúfrelsi sé í landinu. Þeir segja að þeir aðhyllist frekar Búddatrú". „Ef þeir fengju tvær flöskur aukalega", lagði fyrsti stýrimaður til, „ætli þeir mundu þá ekki hallast meira að prédikaranum í staðinn“. „Gefið þeim hvað sem vera skal“, stundi skip- stjórinn, „bara að þeir hagi sér eins og siðaðir menn“. Hvort sem það var að þakka hinni auka upp- örfun eða ekki, þá varð útisamkoman á sunnu- deginum mjög árangursrík frá öllum hliðum séð. Ef til vill má þakka það í og með, að all frískur vindur blés um samkomuna. Mörg augu hinna hertu sjómanna urðu rök, þegar einhver hrekkj- ótt vindstroka blés undir pils prédikarafrúarinn- ar og lyfti þeim það hátt að í ljós komu hinir vel sköpuðu fætur hennar og hafði nokkuð blönduð áhrif í samhengi við það sem fram fór. Það vakti mikla kátínu þegar prédikarinn með sinni hátíðlegu rödd viðurkenndi að honum fynndist hann vera einn af þeim. Já, og hafði virkilega verið einnaf þeim fyrir löngu siðan. „Vinir mínir“, messaði hann, „mér hefur meira að segja verið sagt, að ég hafi ekki verið neitt Guðs barn á þeim árum. Ég blótaði og drakk áfengi, og... hm og lifði syndsamlegu lífi, eins og sagt er“. „Bravó“, heyrðist frá ýmsum hliðum. „Og nú, vinir mínir, sjáið þið mig hér. Hugsið ykkur hina merkilegu breytingu, sem er orðin á mér, og hugsið ykkur laun þau, sem ég hef fengið“. Hann leit með ástaraugum á konu sína, sem átti svo erfitt með að passa pilsin sín. Hugs- ið ykkur allt þetta, vinir mínir. Farið og gerið slíkt hið sama“. Það voru sjálfsagt margir, sem hefðu viljað fara eftir ráði hans. Hefðu þeir bara haft mögu- leika til að hljóta slík laun, og skipstjórinn var svo ánægður með framvindu málanna, að hann ympraði á tveim aukaflöskum til skipshafnar- innar, sem verðlaun fyrir þann áhuga, sem hún sýndi. En þetta var stöðvað af fyrsta stýrimanni, sem ekki taldi hyggilegt að fara yfir hóflegt mark! „Við megum ekki dekra of mikið við þá“, sagði hann, þótt ég verði að viðurkenna að þeir eru hyggnari en ég bjóst við“. „Nei, hver hefði getað látið sér til hugar koma, að þeir hefðu svo mikið stöðuglyndi í sér“, sagði skipstjórinn hrifinn. ,,01ympia“ hélt áfram ferð hinni suður eftir. Hún hafði farið fram hjá hinum snjóhvítu krít- arklettum Dovers. Þegar hún rúllaði suður Enska Kanalinn var hún orðin öðru vísi ferðatæki, en hún hafði áður verið. Annar stýrimaður trúði fyrsta stýrimanni fyrir því, að hann mundi áreið- anlega bjóðast til að ganga í einhvern félagsskap, þegar hann kæmi heim aftur, og bátsmaðurinn sagði öllum, sem vildu hlusta á hann, að vissulega væri margt milli himins og jarðar, sem enginn skildi. Já, það virtist vera svo mikill helgihjúpur yfir hinu gamla syndafulla skipi, að jafnvel máf- arnir, sem flögruðu kringum það, virtust vera tortryggnir ... Það var líka full ástæða til, því þetta var alt saman blekking. Olympía var með fræ ófaranna í sér. Það var fræ, sem óx í risa- vaxinn skýstrokk. Kvöld eitt kom prédikarinn upp á stjórnpallinn og leit út eins og hann hefði gleypt eitthvað mjög beiskt. „Ég er mjög leiður yfir því“, sagði hann, „mjög leiður“. „Þér ættuð ekki að vera taugaóstyrkur", sagði fyrsti stýrimaður, sem þó skömm sé frá að segja var að hugsa um Arabastúlkurnar í Algier. „Það jafnar sig venjulega, þegar maður er kominn í land. 140

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.