Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 24
Ungir sjómenn hafa orðið... Ritstj. Jónas Guðmundss. EinhversstaSar langt su'öur í hafi siglir hraðskreitt, nýtízku ávaxtaflutningaskip. Að vísu er skip þetta eitt af hundruðum skipa, sem sigla milli Yestur Indía og Mið Ameríku, en það, sem gerir það að verkum, að U. sjóm. taka skip þetta til umræðu hér, er dálítið merkilegt, því skip þetta hefur algera sérstöðu. S/S TELDE siglir með ávexti milli Yestur-Indía og austur- og vesturstrandar Mið-Ameríku. Skipið sjálft ef frá Iíonduras og kunnum vér ekki meira frá því að segja, en það sem gerir skipið svona merkilegt í vorum augum er það, að stýrimenn þess, þrír að tölu, eru allir ís- lenzkir og kornungir menn. Þeir Jónas Þorsteinsson, sem er 1. stýrimaður á S/S TELDE, Friðrik Alexandersson, sem er 2. stýrimaður og Haukur Magnússon, sem er 3. stýrimaður. landi og fór þar mjög vinsamlegum og viðurkenn- andi orðum um Englendinga. En eins og venjulega stóðst hann ekki þá freistingu að ,,hagræða“ sann- leikanum og nefndi bókina Meine Flucht aus Eng- land (Flótti minn frá Englandi), þó svo að honum tækist ekki að strjúka fyrr en hann komst yfir til Kanada. En staðreyndin var sú að engum þýzkum fanga heppnaðist að strjúka út úr Englandi öll styrj- aldarárin. Þýzka útbreiðslumálaráðuneytið bannaði út- komu þessarar bókar á þýzku á þeim forsendum, að hún væri vinveitt Bretum. Fjórtán dögum eftir að Þjóðverjar réðust á Sovét- Rússland var von Werra, samkvæmt eigin ósk, sendur til rússnesku vígstöðvanna. Hann var skipaður yfir- maður 1. Gruppe Jager-Geschwader nr. 53 (orrustu- flugvélasveit) sem varð fræg í orrustum undir nafn- inu Spaða-ás-orrustuflugsveitin og tókst á fyrstu vik- unum að vinna átta loftorrustur. Og síðar var hann skráður fyrir að hafa eyðilagt 21 óvinaflugvél — að minnsta kosti opinberlega. í september sama ár var flugsveit von Werra flutt til Hollands og falið það verkefni að taka þátt í vörn- um meginlandsstrandarinnar. Þann 25. október var hann á flugi í rannsóknarleiðangri, er benzínstífla varð í vélinni hjá honum og hún steyptist í hafið. Þýzku blöðin skýrðu frá því, að hann hefði verið skotinn niður í loftorustu. En herfræðinganefnd sú, sem hafði með höndum rannsókn allra slíkra mála, komst að annari niðurstöðu. Hennar úrskurður var að ástæðan fyrir vélartapinu væri „vélarbilun og kæruleysi flug- stjórans". 136 Þeir Friðrik og Haukur eru báðir Reykvíkingar. Friðrik er sonur Alexanders Guðmundssonar fulltrúa, en Haukur er sonur Magnúsar Runólfssonar fv. togaraskipstjóra, sem nú er haínsögumaöur í Reykjavík. Af Jónasi kunnum vér því iniður engar ættir af að segja, því okkur hefur ekki tekizt aö ná sambandi við ættingja hans. Hins vegar höf- um við fregnað, að liann muni væntanlegur til Islands innan skamms og munum við þá biðja hann að segja les- endum nokkuö af ferðum þeirra félaga. Þessir ungu stýrimenn, sem svo fjarri ættlandi sínu sigla, luku allir farmannaprófi við Stýrimannaskólann í Reýkjavík á árunum 1954—1956 og fóru síðan utan í at- vinnuleit. Þess má geta, að þeir fóru ekki saman út, heldur hver í sínu lagi og byrjuðu stýrimennsku erlendis á sitt- hvoru skipinu, en leiðir þeirra munu hafa legiS saman í New Tork nú fyrir nokkru og réðust þeir þá allir á sama skip. Af þeim félögum er allt gott að frétta og sendu U. sjóm. þeim árnaðaróskir, ef blaðið kynni að berast Jieim í hendur. Sjómannaskólinn í Reykjavík útskrifar á hverju ári mikinn fjölda af stýrimönnum og vélstjórum. Atvinnu- möguleikar þessara manna eru vægast sagt fyrir neðan allar iiellur. Stýrimennirnir, þ. e. farmennirnir, liafa svo til enga möguleika hér á landi til að fá stýrimannsstöðu. Farskipin eru fá ennþá og á flestum þeirra eru margir menn með stýrimannsréttindi, sem eru hásetar árum sam- an í þeirri von að komast í stöðu einhverntíman. Sama er að segja um vélstjórana. Þeir geta ekki að afloknu löngu námi fengiö vélstjórastöður á farskipum, því nægir menn eru fyrir. Þeir taka því það til bragðs, að vinna á skip- unum sem aðstoöarmenn og smyrjarar. Sennilega er menntaðasta vélalið í heimi á íslcnzku verzlunarskipunum, því jafnvel þvottadrengurinn hefur að baki sér 7 ára vél- fræðinám í mörgum tilfellum. ' Aðrar þjóöir hafa aðrar raunir í þessum efnum. Þær láta smíða stór og góð skip. Eins mörg og þau mögulega geta, því þaö er arðvænlegt að eiga kaupskipaflota. Það Friðrik Alexandersson. Haukur Magnússon. sem einkum gerir erfiðleika lijá þeim, er það, að erfitt er að manna þessi skip yfimiönnum. Hér á landi eru hins- vegar önnur sjónarmið ráðandi. Skaðvænlegt tómlæti er um þessi mál. Hér eru á ári hverju útskrifaðir tugir manna með menntun, sem enginn virðist hafa þörf fyrir, enda þótt aðrar þjóðir séu í hreinustu vandræðum með menn, sem hafa samskonar menntun. Eg rökstyð þetta ekki frekar, en vil geta um eitt dæmi, sem sannar, hversu aðrar þjóðir sækjast eftir yfirmönn- um á kaupskipaflota sinn. Ungur maður, sem lauk fyrir skömmu farmannaprófi

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.