Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Qupperneq 14
Seinast var það aðeins eitt, sem gat bjargað því að yfirmenn hins gamla skips
fengju nýtt skip og það var
Kraftaverkið,
sem enginn þeirra var þó trúaður á að kæmi
Skipstjórinn á skipinu „01ympia“ stóð ásamt
1. stýrimanni og hlustaði á háan og karlmann-
legan, svartklæddan mann, sem var nýkominn á
skipsfjöl. „Já, vinir mínir“, sagði hann með
kröftugri og þunglyndislegri bassarödd, sem
ekki var hægt að viðurkenna að væri í fullu sam-
ræmi við það, sem hann talaði um. „Ég veit, að
það er ævintýri líkast,
og ef ég hefði ekki
mína gömlu pappíra
enn, mundi ég ekki
sjálfur trúa því. En í
þeim er hægt að sjá, að
ég fór um heimshöfin
í 15 ár, áður en ég byrj-
aði að flytja guðsorð!“
„Að hugsa sér“.
muldraði skipstjórinn
með illa duldu kæruleysi. „Hvernig bar það að?“
„Já, eftir því sem ég veit bezt, var það slys.
Ég á að hafa verið stýrimaður á norsku skipi,
þegar það skeði eina nótt í Norðursjónum, að
brotsjór kastaði mér á sigluna. Það hlýtur að
hafa verið mjög alvarlegt högg, sem ég fékk, því
ég missti alveg minnið frá fyrri æfi minni. Það
einasta sem ég veit, er að þegar ég raknaði við
lá ég á sjúkrahúsi í Antwerpen og sá þá stúlku,
sem seinna varð konan mín, sitja við rúm mitt.
Hún var send af kvennasambandi heima í Dan-
mörku til að kynna sér lifnaðarháttu sjómanna
í ókunnum höfnum og hafði frétt af því sem
kom fyrir mig.
Nú þakka ég forsjó.ninni fyrir þetta högg,
sem ég fékk í höfuðið, því hefði ég ekki fengið
það, hefði ég aldrei kynnzt konu minni. Og þá
er næstum fullvíst að ég hefði aldrei endurfæðst
og orðið trúaður maður“.
„0 jæja“, svaraði stýrimaðurinn, kurteislega,
„voruð þér þá verri maður, áður en þér fenguð
þetta högg“.
Prédikarinn leit hálf feimnislega til hans. „Já,
ég man nú ekkert um það sjálfur, en mér er
tjáð, að ekki hafi verið hægt að telja mig í hópi
beztu Guðs barna. Ég á að hafa blótað, reykt og
drukkið áfenga drykki og... já, lifað léttúðugu
lífi oftast nær“. Hann hóstaði eins og hann vildi
hreinsa bæði háls og brjósthol og útiloka öll synd-
samleg óhreinindi, og leit alvarlegur á úr sitt.
„Jæja, nú neyðist ég til að kveðja í bili. Konan
mín bíður heima. Við eigum einnig eftir að ganga
frá ýmsum hlutum! Mig langaði einnig að vita,
hvort þið hafið sálmabækur um borð. Nú. ekki
það. Þá verðum við að taka eins og 20 til 30
bækur með okkur. Er
nóg að við komum
klukkan fjögur?“
„Klukkan fjögur er
ágætt“, sagði stýrimað-
urinn. „Við förum héð-
an klukkan fimm
stundvíslega“. — Hann
horfði hugsandi á eftir
svartklædda mannin-
um, sem gekk niður
landgöngubrúna og hvarf upp bryggjuna. Svo
yppti hann öxlum.
„Þessa sögu getur hann sagt einhverjum öðr-
um en mér“, sagði hann. „En þrátt fyrir það
lítur hann ekki hættulega út af prédikara að
vera, og ég get ekki skilið hvað það er, sem
gerir þig kvíðandi. Ég hélt ekki að þú værir
taugaveiklaður".
„Það er ekki hann, sem ég er að hugsa umm“,
svaraði skipstjórinn, „það er konan hans. Hún
er formaður í „Landssambandi til eyðingar
blótsyrða“ og einnig formaður í sambandi, sem
heitir „Burt með áfengið“, gjaldkeri í „Burt með
tóbakið", og mér hefur verið sagt, að allir prestar
óttist hana, því hún fullyrðir, að enginn þeirra
taka starf sitt nógu hátíðlega“.
„Það er og“, sagði fyrsti stýrimaður með
hrolli.
„Þetta er nú það minnsta“, sagði skipstjórinn
alvarlega. „Það, sem er verst af öllu er, að hún
er beztu vinkona konu eigandans að þessu litla
flutningafyrirtæki. En hún ræður þar yfir öllum
og öllu eftir sínum geðþótta. Þú getur gert þér
í hugarlund, hvaða afleiðingar það getur haft í
sambandi við nýja skipið, sem við erum að láta
byggja“.
„Biddu fyrir þér“, sagði stýrimaðurinn ótta-
sfeginn. „Nú er það svart maður“.
126