Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Page 18
Friðun fiskistofnsins Framhald af bls. 125. í því, að helztu nytjafiskar okkar vaxa mun hraðar cn annars staðar. Auk þessa er meiri hluti landsins mjög' vogskorinn af fjörðum og flóiun, og þar dvelur lang- mestur hluti fiskistofnanna fyrstu og þýðingarmestu ár ævi sinnar. En þrátt fyrir liin lieppilegustu ytri skilyrði, fóru samt svo leikar, að ýmsar helztu fiskitegundir okkar urðu að láta í minni pokann fyrir gegndarlausri sókn mannanna. A 19. öldinni voru menn þeirrar skoðunar, að svo mikið væri af fiski í sjónum, að það væri með öllu útilokað að fækka honum til nokkurra muna með mannlegum aðgerð- um. Þessi skoðun breyttist þó fljótlega, þegar menn fóru að verða varir við fiskrýrnun í Norðursjónum, samfara hinni miklu aukningu veiðanna. Það fóru svo leikar, að Norðursjórinn gat ekki nema að litlu leyti gefið af sér allan þann fisk, sem þjóðirnar í Evrópu þörfnuðust, og því var sóknin á hin fjarlægari mið aukin jafnt og þétt. Löngu fyrir stríð var það orðið Ijóst að bæði ýsa, skarkoli og lúða hér við land sýndu greinilega merki um ofveiði, og kom það fram í því, að aflamagn miðað við sömu fyrirhöfn, t. d. dagveiði, fór stöðugt minnkandi. Meðaldagsveiði enskra togara af ýsu minnkaði t. d. á ár- unum 1927 til 1937 úr 200 vættum í 71 vætt. Skarkolaveiðin minnkaði á árunum 1922—1937 úr 50 vættum á dag í 17 vættir. Sama var með lúðuveiðina, hún minnkaði einnig jafnt og þétt. Umræður mn þessi mál voru þcgar orðnar allmiklar fyrir stríð. Lokun Faxaflóa var álitin geta hindrað þessa alvarlegu þróun að nokkru leyti. Tillagan um þetta var borin fram af Sveini Björnssyni fyrrv. forseta, á fundi um möskvastærð og légmarksstærð á fisld, sem haldinn var í London 1937. Sá fundur gat ekki tekið afstöðu í málinu, en vísaði því til Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem skipaði sérstaka nefnd til þess að athuga málið og áttu í henni sæt.i vísindapienn frá Islandi, Englandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi, Norcgi, Uanmörku og Skotlandi. Nefndin tók þegar t.il starfa og hefur gefið út. árangur atlmganna sinna í einu af ritum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins og heitir það: North-Western Area Committee. Re- port on the Subeommittee on Faxa Bay. Rit þetta var lagt fram á fundi Álþjóðahafrannsóknaráðsins í Stokk- liólmi 1946 og var samþykkt af vísindamönnum þeim, sem þar voru saman komnir. Þegar hins vegar kom til kasta hinna einstöku ríkja að leggja blessun sína yfir lokun Faxaflóa, þá skauzt brezlca ríkisstjórnin úr leik, svo sem kunnugt er. ILugmyndin um lokun Fáxaflóa til þess að bjarga við íslenzkum fiskistofnum var ákaflega merkileg og reyndar einstæð í sinni röð. PjóS, sem allt sitt á undir sjávarafla, býð'st til þess að loka beztu fislcimiðum sínum af frjálsum 'vilja — gera nákvæmar vísindalegar rannsóknir á áhrif- um lokunarinnar og beygja sig síðan fyrir þeiin árangri, er þær leiða í ljós. Þeir menn, sem ekki sáu sér fært, vegna stundarhagnaðar, að vera með í slíkri tilraun, liöfðu sannarlega ekkert lært og engu gleymt. Þegar ekkert varð af fundinum um væntanlega lokun Faxaflóa. tóku ]æssi mál nokkuð aðra stefnu, og er það kunnugra en svo, að ég þurfi að rifja það upp hér á þessum fundi. Utfœrsla íslenzku landhelginnar árið 1952 er byggð bœði áfiskifræðilegum og lögfrœðilegum staðreyndum. Sam- kvæmt lögunum er vcrið að vernda fiskistofnana en framkvæmd þeirrar verndunar er byggð á ýmsum lög- fræðilegum atriðum, er Norðmenn fengu viðurkennd af alþjóðadómstólnum í Haag í deilu sinni við Breta. Eg lief lítið vit á hinni lögfræðilegu lilið málsins og ætla því að ræða liina hliðina lítillega. Það er ekki vafamál, að langmestur hluti af uppeldis- stöðum íslenzku fiskistofnanna er nú kominn inn fyrir íslenzka landhelgi, og liöfum við því nýtingu þcirra í hendi okkár sjálfra. Það eru þó ennþá til nokkur svæði, sem hægt væri að loka út frá friðunarsjónarmiði, þar sem um er að ræða uppvaxandi fisk, cða þá fisk til hrvgningar, en það er ekki æskilegt, að veruleg aukning landhelginnar utan þess- ara svæða sé framkvæmd sem friðunarráðstafanir, þvi það myndi krefjast sannana og skýringar af hálfu vís- indanna, sem erfitt væri fyrir þau að veita. Það er ekki vafamál, að hinn jákvæði árangur, sem fengist hefur af útfærslu landhelginnar hingað til, liefur stórlega styrkt að- gerðir okkar á crlendum vettvangi. Erlendir sérfræðingar, sem reyndu í lengstu lög að bera brigður á réttmæti þess- ara ráðstafana, eða bentu á aðrar aðferðir ekki jafn róttækar, hafa nú lýst sig sammála þeim niðurstöðum, sem íslenzkir fiskifræðingar liafa fengið, um áhrif friðunar- innar. A þessum vettvangi stöndum við því öruggum fótum í dag. Það er mjög æskilegt, að fiskur nái ákveðinni lágmarks- stærð áður en hann er veiddur, bæði til þess að hagnýta sem bezt framleiðslugetu sjávarins, og eins til þess að minnsta kosti eitthvað af honum gcti aukið kyn sitt. Lolc- un uppeldisst'óðva, þar sem mest er um ungfisk, eru því sjálfsagðar aðgerðir þeirrar þjóðar, sem eitthvað hugsar um sinn hag og hag fislcsins. Það er stundum sagt, að í samanburði við bóndann sé fiskimaðurinn ræningi, sem bara hugsar um uppskeruna en gleymi sáningunni. Þessu máli er þannig hát.tað, að allar aðgerðir mannsins t.il þess að hafa áhrif á hrygninguna og klakið, eru næsta lít.il- mótlegar á mót.i náttúrunni sjálfri og svara engan veginn kostnaði og myndu sennilega ekki tireyta neinu um, hvort viðkomandi árangur yrði sterkur eða veikur. Hins vegar ráðum við miklu um örlög stofnsins eftir að liann hefur náð þeirri stærð, að hann fæst í einhver veiðit.æki okkar. Það sjá allir, að ])að er skynsamlegra að lofa ýsunni að lifa góðu lífi í Faxaflóa eða livar sem er, ná kynþroska og verða kannske 1%—2 kg. á þyngd heldur en að ráðast, á ungviðið og tæta það upp um leið og það er orðið það stórt, að það smýgur ekki lengur möskvann í botnvörpunni. Þá má líkja fiskimanninum við skógareigandann, sem grisjar skóginn sinn hæfilega til þess að fá hámarks af- köst,. I ákafa okkar að vernda fiskistofnana megum við tieldur ekki gleyma ])ví, að fyrst og fremst er fiskurinn til fyrir okkur, en ekki við fyrir fiskinn. Hin öra þróun fiskveiðiflotans undanfarin ár, jafnhliða síaukinni tækni eru lilutir, sem við verðiun að gefa gaum og vera viðbúnir að mæta á næstu árum. Þær ráðstaf- anir, sem gerðar kunna að verða, eru því ekki cinungis til verndunar fiskistofnunum, heldur einnig fiskimönn- unum og okkar eigin útgerð. Þetta eru hlutir, sem öllum. eru ljósir. í sambandi við þetta fróðlcga erindi gerði hann fund- armönmun nokkra grein fyrir þeim rannsóknum, sem fiski- 130

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.