Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 19
Kæri ritstjóri. Nú ætla ég að biðja þig að leysa úr nokkrum spurningum, sem oft eru ræddar manna á meðal til sjós og í landi. Það mun ekki hafa farið fram hjá neinum, að núverandi ríkisstjórn segist vera að undirbúa smíði og kaup á 15 nýjum togurum og 6 250 smá- lesta fiskiskipum. Er gott til þess að vita, ef úr framkvæmdum verður, því öllum er Ijós nauð- syn endurnýjunar fiskiflotans. En í þessu sam- bandi vakna ýmsar spurningar, því ekki er síður rætt um hag og afkomu útgerðarinnar, þess- vegna eru eftirfarandi spurningar settar fram: 1. Hvað voru margir færeyingar skráðir á tog- arana, utan Reykjavíkur, á s. 1. vertíð? 2. Hvað eru það mörg prósent af skráðum há- setum á nefndum togurum? 3. Er það rétt, að „Norðlendingur“ frá Ólafs- firði hafi ekki farið út itil veiða um tíma á s. 1. sumri, vegna þess að háseta vantaði, eða . þar til nógu margir Færeyingar fengust á skipið? 4. Er það rétt, að nær allir íslenzku hásetarnir á bv. Elliða frá Siglufirði hafi farið af skip- inu í byrjun júní því flestir þeirra hafi ætlað á síld? 5. Hver er meðalaldur þeirra ísl. togara, sem nú eru gerðir út? 6. Hver er meðalaldur djúpsjávartogara hjá Englendingum og Þjóðverjum? 7. Er áætlað, að einhverjir hinna 15 nýju tog-' ara verði svokallaðir verksmiðjutogarar? ■ 8. Ef togari fer til veiða með t. d. 40 tonn af salti og 80 tonn af ís í túrinn, hvort er þá talið að hann hafi verið „á ís“ eða „salti“ þegar útgerðarstyrkurinn (frá ríkinu er greiddur, eða fer styrkurinn eftir lönduðum afla? 9. Hvort er venjan að skipverjar séu skráðir til saltfiskveiða eða ísfiskveiða, þegar togari fer bæði með salt og ís í túrinn? 10. Er styrkurinn (8. spurning) greiddur eftir hverja veiðiferð með ávísun á ríkissjóð eða öðruvísi. 11. Hvaða veiðar er hinum 6 250 smál fiski- skipum ætlað að stunda auk síldveiða? 12. Eru 250 smál fiskiskip talin hagkvæmari til tog- eða línuveiða eða til vöruflutninga á ströndinni, þann tíma sem þau stunda ekki síldveiðar nyrðra? 13. Er rétt, að handfæra veiðar, svipaðar þeim, sem stundaðar voru hér um aldamótin, (nema nú er notað nylon í stað línu), sé til- tölulega arðbærasta veiðiaðferðin nú til dags ? Þessar spurningar eru ekki fram settar til að kasta steini að neinum, þær varða þjóðina alla, heldur til að fá upplýst það, sem mjög er rætt deiltlin héfur gert um árangurinn af friðun íslenzkra fiski- stofna. Rannsóknirnar hafa einkum verið gerðar í Faxaflóa og skulu hér a'Seins fáein sýnishorn tekin upp í þessari rit- gerS. Meðaltal árin 1924—48, skcírkoli: Meðalf jöldi 73 stk. á togtíma. Meðalþyngd 22 kg. á togtíma. MeSaltal árin 1954—50, skai’kolli: Meðalfjöldi 272 stk. á togtíma, MeSalþyngd 177 kg. á togtíma. Þá vil ég í þessu sambandi minna á hina stórfróðlegu ritgerð Jóns Jónssonar: Arangúrinn af friðun ýsunnar í Faxaflóa", sem birtist bæði í 8. tbl. Ægis 1956 og í sér- prentun með þýSingu. IV. Hvert stefnir. Hér aS framan lief ég nú í stórum dráttum sag't frá fundinum 12. og 13. febrúar, sem var mér hýörttveggja í senn til ánægju og fróðleiks að sitja, en bæði upp úr þeim fundi og svo ákvörðun Alþingis um að kaupa 15 nýja togara og vitandi það, að þjóSir þær, sem fiski- veiðar stunda í Norður-Atlantshafinu eru stöðugt að stækka togara sína og gera þá að liinum liræSilegustu morðtólum fyrir fiskistofnana í hafinu, lief ég fyllst þungum áhyggjum yfir hvert stefnir. Hversu lengi þolir fiskurinn og' þeir, sem á fiskvei'Sum lifa, þessa skelfilegu ofveiði og skemmdina bæði á sjávarbotninum sjálfum og gróðri sjávarins, sem veitir sjávardýrunum bæði skjól og næringu. Mér finnst, þegar talaS er hér heima um aukn- ingu togaraflotans á öðru leytinu og friðun fiskistofnsins á hinu, eins og verið sé að etja saman góðhestum og lát- inn slagur starida, unz annar livor liggur eftir. En livernig verður umhorfs hér Iieima og hver vill eða getur búið á okkar fagra og tignarlega landi, þegar fiskurinn, sökum dráptóla og ofveiði togara er ekki lengur til? Er ekki betra, meðan tími enn er til, að venda sínu kvæði í kross, að Alþingi Islands og ríkisstjórn gangist fyrir því, þó smáþjóð sé, að tekin sé upp sú stefna og þær ákvarðanir á alþjóða vettvangi, að smíða togara, tog- báta og dragnótaskipa sé takmörkuð. bæði hvað fjölda og stærð snertir og horfið að veiðiaðferðum, sem eru liættu- minni fyrir fiskstofnana og að loktim fyrir mannfólkið sjálft, því nú þarf ekki lengur um ])að að deila, að fiski- stofnarnir í Norður-Atlantshafinu eru að ganga til ])urrð- ar og er eyðileggingin í Norðursjónum nærtækasta og hræðilegasta sönnun þess, hvernig Englendingar með of- veiði hafa breytt ])essu fiskisæla liafi í eyðimörk. Það var litla fátæka íslenzka fiskimannaþjóðin, sem bauðst til ]>ess að loka Faxaflóa til björgunar fiskistofn- inum. Getur húu ekki aftur reynt að skjóta lokun fyrir því, að allt Norður-Atlantshafið verði eyðimörk fyrr en varir? 131

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.