Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 23
myndaþætti og útvarpsþætti, er varð til þess að flytja mál hans upp á efstu hæðir alþjóðlegra málefna. Þýzki konsúllinn í borginni varð í standandi vand- ræðum með að reyna að breiða yfir hina fljúgandi mælsku þessa landa síns, sem allt ætlaði að ganga af göflunum út af, og flýtti sér að greiða 5000 dollara tryggingarfé sem krafizt var til þess að sleppa hon- um úr fangelsinu og lofa honum að ganga lausum í bili, á meðan mál hans var í rannsókn, og loks kom hann von Werra í dulargerfi burt úr borginni og kom honum í hendur þýzka sendiherrans í New York. Þar bjó hann í nokkrar vikur sem sérstakur gestur sendiherrans og lifði kóngalífi. Hann var stöðugur gestur í leikhúsum og næturklúbbum stórborgarinnar og meðal annars var honum haldið veglegt samsæti þar sem hann var heiðursgestur. í Þýzkalandi keppt- ust blöðin um að lofsyngja hetjudáðir hans og hann var dýrkaður sem þjóðhetja. En á meðan allur þessi gauragangur stóð yfir vann Kanadastjórn að því öll- um árum að fá hann handtekinn á ný — fyrir að hafa stolið róðrarbát, að verðmæti 35 dollara ■—! Og Englendingar — sem var fullkunnugt um, að von Werra var þeim stórhættulegur, vegna þeirrar þekk- ingar sem hann hafði aflað sér á öllu leynistarfsemis- kerfi þeirra og fleiru meðan hann var fangi hjá þeim — gerðu einnig mjög harða sókn til þess að fá hann framseldan til sín. Og þann 24. marz tilkynnti þýzki sendiherrann von Werra, að allt útlit væri fyrir að hann yrði bráðlega sendur aftur til Kanada. Það hefði því verið ákveðið að framlengja ekki aftur trygg- ingarupphæðina, sem nú var búið að hækka upp í 15.000 dollara, og von Werra yrði því nú strax að hverfa af yfirborðinu og reyna að komast út úr Banda- ríkjunum. Amerískir leynilögreglumenn fylgdust með ferðum hans allan sólarhringinn hvar sem hann fór, en hon- um tókst að hrista þá alla af sér með því að vera heilan dag að ferðast í bílum á mestu umferðarsvæð- unum og sífellt að skipta um bíla og loks tókst hon- um að komast óséður upp í járnbrautarlest sem fór til E1 Paso í Texas og fór síðan fótgangandi dul- klæddur sem mexíkanskur sveitabóndi yfir landa- mærin inn í Mexícó. Þýzki sendiherrann í Mexícó út- vegaði honum fölsk vegabréf og flugmiða til Þýzka- lands gegnum Rio de Janeiro og Rómaborg. Þann 18. apríl 1941 komst svo von Werra alla leið til Berlín. Af hernaðarlegum ástæðum var heimkomu hans haldið leyndri um langan tíma og honum var ekki veitt nein opinber móttaka. En Göring ríkismarskálk- ur hækkaði hann í tign og gerði hann að Hauptmann (æðsta staða þýzka fughersins) og Hitler óskaði hon- um persónulega til hamingju með hinn velheppnaða flótta og sæmdi hann járnkrossinum fyrir hans fyrstu stóru hetjudáð, „eyðileggingu" níu Hurricane-flugvéla. Og auðvitað var hann heiðraður við ótal einkasam- sæti sem honum voru haldin. Af einstaklings afrekum urðu eftirköstin af flótta von Werra ótrúlega víðtæk og afdrifarík. Hann var strax settur til starfa við leyniþjónustu Luftwaffe og upplýsingar þær sem hann gaf um yfirheyrzluaðferð- ir brezku flugleyniþjónustunnar voru gefnar út í sér- stöku kennsluriti upp á 12 síður, sem allir þýzkir flugmenn fengu skipun að læra og kunna utanbókar! Og afleiðingarnar komu strax í Ijós. Brezka leyni- þjónustan rak sig eftir þetta á þá staðreynd, að þeir þýzkir flugmenn sem teknir voru til fanga voru fram- úrskarandi aðgætnir og þagmælskir. Á Grizedale Hall og öðrum fangabúðum, sem von Werra hafði dvalizt í, tók hann sjálfur vel eftir öllu og hafði auk þess notfært sér reynslu annarra með- fanga með viðræðum við þá. Hann hafði rætt þetta allt mjög ýtarlega við ýmsa foringja, sem hann hafði dvalizt með og þeir voru allir jafn óviðbúnir aðferð- um Bretanna og töldu þær geta verið stórhættulegar fyrir öryggi þýzku herstjórnarinnar. Flestir þýzku foringjarnir voru uppaldir við að álíta ensku yfir- heyrzluforingjana sem „gamlar frænkur" eða „skrif- stofuherfræðinga“ og þeir reiknuðu ekki. með því, að þeir gæfu neinar hernaðarlegar upplýsingar nema með því að skýra frá staðarnöfnum og gera teikni- skyssur yfir flugvelli eða hernaðarlega mikilvæga staði. En þeir vanmátu algjörlega hina snjöllu fyrstu gráðu yfirheyrzlu hjá „frænkunum“ og gáfu þar með ósjálfrátt Englendingunum mjög mikilsverðar og víð- tækar upplýsingar án þess að hafa nokkra hugmynd um. von Werra hafði nú sjálfur komizt að raun um, að hvert smávægilegt atriði sem fram kom frá föng- unum var skjalfest hjá Englendingunum og síðan notað til þess, fyrr eða síðar, að skeyta saman við aðrar upplýsingar, þar til öruggur og nákvæmur grundvöllur var fenginn. Einasta vörnin gegn svo hárnákvæmum yfirheyrzlum var að vera svo þögull og sagnafár sem mögulegt var. Hann gat nú skýrt frá því, að Englendingarnir hefðu undarlegan áhuga fyrir því að fá að vita um númer á herpóststofum fanganna, og þeir legðu sig mjög í líma með alls konar ráðum til þess að fá þessar gjörsamlega einskisnýtu upplýsingar. En þegar Þjóð- verjarnir fóru að athuga þetta nánar kom í ljós, að með þessu tókst Englendingum að ákveða hvaða her- deild fanginn tilheyrði og hvar hún var staðsett á hverjum tíma. Þessu kerfi var því samstundis breytt. von Werra var einnig látinn kynna sér aðferðir yfirheyrzludeilda þýzka flughersins. Og heimsóknir. hans hjá þeim höfðu einnig mjög afdrifarikar afleið- ingar í för með sér. Þjóðverjarnir höfðu ekki enn átt- að sig á því, að mjög ýtarleg og nákvæm yfirheyrzla um smáatriði gat verið hreinasta gullnáma fyrir leyni- þjónustuna. Þegar von Werra hafði hlustað á nokkr- ar yfirheyrzlur lét hann í ljósi, að þær væru ekkert annað en gagnslaust yfirskin og leikaraskapur og hann sagðist heldur vilja svara hálfri tylft af þýzkum yfirheyrzlusérfræðingum, heldur en einum brezkum. Árangurinn af heimsóknum hans varð sá, að yfir- heyrzlukerfi þýzku flugleyniþjónustunnar var breytt í sama og þeirrar brezku og var notað þannig til styrjaldarloka. von Werra ferðaðist einnig til ýmissa hermanna- fangabúða í Þýzkalandi til þess, sem „flóttasérfræð- ingur“, að athuga, hvort gera þyrfti umbætur sem gætu miðað að því að torvelda föngum að strjúka. Hann varð þess þá var um leið, að fangarnir áttu við miklu verri kjör að búa heldur en hann sjálfur hafði lifað við í Englandi. Og hann gerði ýmsar tillögur sem miðuðu að því að gera föngunum betri kjör. Hann skrifaði einnig bók um fangavist sína í Eng- 135

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.