Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 22
Þjóðverjinn, sem slapp úr íangelsi --------• FRAMHALDSSAGA •------------ J Allmargir fanganna urðu svo miður sín, að þeir skulfu eins og hrísla af vansælu innantökunnar, þrátt fyrir hlýjuna í klefunum. Þeir vöfðu sig í yfirhafnir sínar og teppi og hvað sem fyrir hendi var og kúrðu fölir og skjálfandi á bekkjunum. Undir slíkum kring- umstæðum var ekkert áberandi þó að von Werra gerði slíkt hið sama og birgði andlitið í höndum sér. Þegar lestin dró úr hraðanum, þegar kom að næstu viðkomustöð, var von Werra viðbúinn ef varðmenn- irnir slökuðu á aðgæzlu sinni. Og þegar tækifærið gafst breiddi hann úr teppi sínu og einn af félögum hans lagðist á kné bak við teppið og lyfti innri rúð- unni alveg upp, svo að nógur hiti komst á ytri rúð- una og ísingin bráðnaði alveg af henni. Nú var að- eins sú hætta fyrir hendi, að verðirnir á brautar- stöðinni veittu þessu athygli, en svo varð ekki. Um leið og lestin fór aftur af stað réttu margir fanganna upp hendi til þess að gefa til kynna að þeir þyrftu að komast á salerni. Einn af félögum von Werra lék nú sömu hreyfingarnar með teppið eins og áður, en hann fór á bak við og greip í handfang rúð- unnar til þess að lyfta henni upp, en hún hreyfðist ekki. Hann reyndi aftur af öllum kröftum og þá rann hún hljóðalaust upp. Á sama auknabliki klifraði von Werra upp í glugg- ann og kastaði sér eins langt eins og hann gat út frá lestinni, hraðinn af lestinni sneri honum nokkra hringi í loftinu og hann lenti ruglaður og utan við sig, en ánægður í huga, í djúpum snjóskafli. Félagar hans höfðu séð um að loka báðum rúðunum strax og hann var stokkinn út og enginn varð var við flóttann fyrr en undir morgun, en þá var lestin komin fleiri hundr- uð kílómetra vestur á bóginn. Samkvæmt upplýsingum viðkomandi yfirvalda í Canada um flótta von Werra, stökk hann úr lestinni náiægt Smith Falls í Ontario, ca. 50 km. frá landa- mærum Bandaríkjanna. En það var alveg sérkenn- andi fyrir von Werra, að hann skýrði blaðamönn- um sjálfur frá, að hann hefði stokkið úr lestinni 150 km. fyrir norðan Ottawa. Annars var ekki mögulegt að honum hefði unnizt tími til þess að lenda í öll- um þeim mannraunum og spennandi ævintýrum, sem hann sagðist hafa lent í á leiðinni til landamæranna. Vegna þess hve von Werra var létt um að búa til alls konar lygasögur og gera þær sem næst sann- leikanum samkvæmar, ef svo mætti segja, er ger- samlega ómögulegt að sannprófa nú hvað er rétt eða rangt um þessi atriði. En það er þó staðreynd, að hann kom til Johnston á norðurbakka St. Lawrencefijótsins um kl. 19 þann 24. janúar. Þaðan gat hann séð ljósin í Ogdensburg í New York fylki og ef honum tækist að komast þangað var hann sloppinn. Fljótið var ísi lagt og hann reiknaði með að geta komizt yfir það fótgangandi, en þegar hann átti eftir nokkur hundruð metra að ströndinni, Bandaríkjamegin, varð fyrir honum ís- laus .kafli. Hann sneri því við aftur að Canadaströndinni og gekk langa vegalengd upp með fljótinu, þangað til fyrir honum varð þyrping sumarbústaða. Og þar fann hann það sem hann leitaði að. Langa þúst eins og vindil í laginu — róðrarbátur á hvolfi. Honum tókst að brjóta klakann utan af bátnum og reisa hann á kjölinn. Síðan lagðist hann af öllum kröftum á hinn þunga bát og tókst að ýta honum áfram yfir ísinn að auðu spönginni við landamærin. Báturinn var áralaus en von Werra ýtti frá ísskörinni og báturinn barst með straum eftir langa mæðu upp að ströndinni hinum megin. Á sama augnabliki og bátinn bar að íshroðanum við bandarísku ströndina hljóp von Werra úr honum og hljóp áfram með strandlengjunni. Á fyrsta vegar- kaflanum, sem hann kom að, stóð bifreið með ein- kennisbókstöfum New York fylkis, og við stýrið sat hjúkrunarkona frá nærliggjandi sjúkrahúsi þar i grennd og var um það bil að setja bílinn í gang. Afsakið, en er þetta ekki Ameríka? spurði von Werra hikandi. Hann vildi vera öruggur, því hann vissi, að kanadisku landamærin liggja víða alllangt inn og suður fyrir St. Lawrencefljótið. Jú, það er rétt, svaraði hjúkrunarkonan. Þér eruð staddur í Ogdensburg. von Werra létti um hjarta- ræturnar og brosti glaðlega og sagði: Ég er yfir- foringi úr þýzka flughemum. Ég er -— hann leiðrétti sjálfan sig -— ég var stríðsfangi í Kanada. En hann varaði sig ekki á því, að það var enn langt frá því að hann gæti talizt öruggur um sig. Stuttu áður var þýzkur stríðsfangi handsamaður í Minnesota, haldið þar í fangelsi í þrjá mánuði og síðan framseldur Kanadastjórn að nýju. Og aðeins hinn mikli hæfileiki von Werra til þess að koma af stað stórfelldum sögusögnum um sjálfan sig bjarg- aði honum frá því að hljóta sömu örlög. Bandarísku innflutningsyfirvöldin létu handtaka hann fyrir að fara ólöglega inn í landið og afhentu hann til lögreglunnar í Ogdensburg. Þar var hann geymdur í einsmannsklefa um nokkra hríð. En frétta- ritarar komust á snoðir um flótta hans. Og frásagnir hans af flóttatilraunum hans gáfu þeim ríkulegt efni í stórar fyrirsagnir og æsandi blaðagreinar. Þó voru einstaka blöð sem gleyptu ekki allar flugur hans jafn lystilega, t. d. sagði Ogdenburgs Journal um eitt viðtalið við hann: „Á blaðamannafundi í gær spann von Werra silkiþráð ævintýranna svo langan, að tvímælalaust hefði sjálfur höfundurinn að 1001 nótt orðið gulur og grænn í framan af öfund yfir að hlusta á hann“. En hverju sem tautaði urðu frásagn- ir von Werra kærkomið lestrarefni fyrir blöðin, kvik- 134

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.