Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 4
KDMPASINN HEFUR DR-ÐIÐ TIL MEIRA GAGNS FYRIR MENNINA EN MEÐ TDLUM VERÐI TALIÐ, EN ENDINN VEIT UM UPPHAF HANS. Segul - kompásinn GRIMUR ÞDRKELS5DN, ÞYDDI Langt aftur í blámóðu aldanna komust menn- irnir að því, að segulsteinninn var gæddur sér- stakri náttúru. Hvar, hvenær eða með hvaða hætti þeir komust að þessu veit enginn. Það gerð- ist áður en sögur hófust. Hugsum okkur mann- inn aftur í grárri forneskju. Hann var frum- stæður í hugsun og fullur ótta og hjátrúar gagn- vart fyrirbrigðum náttúrunnar. Honum varð fyrst fyrir að setja öll fyrirbrigði, sem hann skorti þekkingu á í samband við kyngi mögnuð öfl púka og galdra. Það er því ekki f jarri lagi að líta svo á að segulsteinninn hafi verið hentugt tæki í höndum seiðskratta ag særingamanna meðan fáfræðin réði ríkjum í mannheimum. En manninum er nú einu sinni sá eiginleiki í blóð borinn að vilja glíma við torráðnar gátur tilver- unnar og taka öfl náttúrunnar í þjónustu sína. Þótt seiðskrattar og særingamenn hafi vafa- Iaust veifað segulsteininum yfir höfðum frum- stæðra manna um alda raðir, þá hefur farið svo með þetta eins og allt annað að heilbrigð skyn- semi tók við í fyllingu tímans og nú er svo kom- ið fyrir langa löngu að maðurinn hefur tekið eiginleika segulsteinsins í þjónustu sína til meira gagns og hagræðis en með tölum verði talið. Yfirleitt er litið svo á að Kína sé móðurland kompássins. Sagnir herma, að árið 2637 fyrir Krist hafi kínverski keisarinn Huang-Ti átt í höggi við uppreisnarforingjana Tchi-Jeon. Upp- reisnarherinn fór halloka og var umkringdur af liði keisarans. Foringi uppreisnarhersins huldi lið sitt gerfiþoku og hugðist brjóta sér þraut úr herkvínni í skjóli hennar. Þetta fór á aðra leið. Stríðsvagn keisarans var búinn tæki einu, sem var þeirrar náttúru. að benda alltaf í suðurátt. Með hjálp þessa tækis komst keisaraherinn leiðar sinnar í þokunni. Uppreisnarherinn, sem taldi sig örugglega hulinn af þokunni, vaknaði við vondan draum og var brytjaður niður, en keisar- inn fékk frægan sigur. Er þetta í fyrsta sinn, sem getið er um að gerfiþoka hafi verið notuð í hernaði. Allmikill vafi er talinn vera á sannleiksgildi þessarar sagnar, einkum varðandi tækið, sem á að hafa verið þeirrar náttúru að benda sífellt í suðurátt. Talið er nokkurnveginn öruggt, að 116 fornaldarskip Kínverja hafi notað einhverskonar kompás til þess að sigla eftir um Kínahaf. 1 kín- verskri orðabók frá.árinu 121 fyrir Krist er getið um segulnáttúru leiðarsteinsins. Frá sjónarmiði sagnfræðinnar leikur mikill vafi á því, hvernig Fönikíumenn fóru að því að rata um höfin. Þeir voru þöglir menn. Þeir héldu þekkingu sinni í siglingafræði leyndri af ótta við samkeppni. Sagan greinir frá siglingaleiðum þeirra og mörgum löndum, sem þeir heimsóttu og verzluðu við. Hvernig þeir fóru að því að rata veit aftur á móti enginn neitt um og mun eng- inn vita þar til ef einhver fornleifafræðingur grefur eitthvað úr rústum, sem gefur um það vísbendingu. í grískum og rómverskum ritum er víða getið um sjóferðir. Árið 1187 eftir Krist skrifar munk- urinn Necham um kompás, sem sjómenn noti á dimmum nóttum, þegar ekki sjást stjörnur. Kompásinn segir hann vera vel þekkt siglinga- tæki. Hinn frumstæði kompás var segulmögnuð járnnál, sem haldið var á floti með flotholti í vökva, benti þá nálin í norður eða þar um bil. Járnnálina varð að segulmagna öðru hvoru. Þess- vegna var segulsteinninn ómissandi hlutur í öll- um þeirra tíma skipum sem þekktu og notuðu kompás á annað borð. Segulstein var að finna í Magnesíuhéraði á Eyjahafsströnd Grikklands. Kompás sá sem Necham munkur skrifar um var nál, sem snerist á standi og benti í átt, sem var talin vera landfræðilegt norður. Á 13. öld fundu Evrópumenn upp á því að láta nálina snúast á standi í þurri skál. Ekki er kunnugt um hver fann upp kompásrósina, sem skift var í 32 áttastrlk. (Norðurstrik rósarinnar, Liljan (Fleur-de-lis), er notuð enn í dag. Rósinvarmjög mikilvægt spor í þróun segulkompássins. Itölum er eignaður heiðurinn af því að tengja nálina við rósina. Flæmingjar fóru næstir að dæmi þeirra. Þannig er sá kompás í stórum dráttum, sem nú er í notkun. Allar frekari framfarir, sem síðan hafa orðið á segulkompásnum, hafa einkum mið- að að aukinni þekkingu á því að færa sér hann í nyt með meiri og meiri nákvæmni. Á 14. og 15. öld var kompásinn nánast tæki til þess að benda á áttir svona hér um bil. Engin

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.