Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Side 2
Hátíbahöldin
l
Reykjavík
♦
Ásmundur Jakobsson frá
Norðfiröi, skipstj á mb.
Auðbjörg, er hlaut afreks-
verðlaun Sjómannadagsins
fyrir björgun úr sjávar-
háska.
Dvalarheimili aldraðra sjómanna
„HRAFMIST A”
vigð við hátíðlega athöfn
Magnús Magnússon frá
Hafnarfirði, skipstjóri á
mb. Dóru, moð June-Munk-
tel verðlaunabikarinn fyrir
kappróður milli vélbáta. Og
lárviðarkrans Sjómanna-
dagsins.
Mikill mannfjöldi var við staddur sjómanna-
dagshátíðahöldin í hlaði sjómannaheimilisins
Hrafnistu sunnudaginn 2. juní, er heimilið var
formlega vígt, og forstöðumaður þess tók við
lyklavöldum þar. Veður var bjart, en kalt nokk-
uð. Aðfaranótt sunnudagsins snjóaði talsvert í
Esjuna. Við þetta tækifæri kom forseti landsins
í fyrsta sinn opinberlega fram síðan hann kom úr
utanför sinni.
Við Hrafnistu hafði verið komið fyrir víkinga-
skipi, hvarvetna blöktu fánar, en á svölum heim-
ilisins stóðu menn við hina ýmsu félagsfána inn-
an sjómannasamtakanna..
Athöfnin við Hrafnistu hófst með því, að bor-
inn var fram minningarfáni um látna sjómenn.
Fáni þessi er ljósblár og settur í hann stjörnur,
sem hver táknar tölu hinna látnu sjómanna frá
því að síðast var haidinn sjómannadagur. Voru
stjörnurnar nú 11 og munu ekki fyrr þau 20
sumur, sem sjómannadagurinn hefur verið há-
tíðlegur haldinn, hafa verið jafnfáar. Minningar-
ræðuna flutti vígsluviskup, séra Bjarni Jónsson,
en áður hafði Guðmundur Jónsson óperusöngvari
sungið sálm. Vígslubiskup gat þess í minningar-
ræðunni, að þau 20 ár, sem nú væru liðin frá því
fyrst var haldinn sjómannadagur. hafi alls farizt
625 menn úr íslenzkri sjómannastétt. Eftir ræð-
una var þögn nokkrar mínútur, er blómsveigur
vík 8. marz 1937. Á þeim fundi var kjörinn 9
manna nefnd til að semja reglur um Sjómanna-
dag og gera tillögur um viðfangsefni hans. 1
nefndina voru kosnir: Björn Ólafs, Sigurjón Á.
Ólafsson, Guðmundur Sveinsson, Einar Þor-
steinsson, Þórarinn Guðmundsson, Guðmundur H.
Oddsson, Janus Halldórsson, Þorsteinn Árnason
og Henry Hálfdánsson, sem var kjörinn formaður.
Strax í upphafi voru lagðar línur í aðalatrið-
um um fyrirkomulag hátíðahalda dagsins og verk-
efni til þess að vinna að, og hefur lítið verið útaf
því brugðið þessi tuttugu ár. Hinsvegar hafa
breyttar atvinnu aðstæður nokkuð dregið úr því,
að sjómennirnir sjálfir, sem sinna skyldustörf-
um á hafinu, hafi verið eins fjölmennir í landi
við hátíðahöldin einsog áður var og þá sérstak-
lega hér í Reykjavík.
Á aðalfundi Sjómannadagsráðs 1939 var kjör-
in 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um það
höfuðmenningarmál, sem berjast skyldi fyrir með
Sjómannadagssamtökunum í framtíðinni. 1 þá
nefnd voru kjörnir Sigurjón Á. Ólafsson, Grímur
Þorkelsson, Guðbjartur Ólafsson, Þórarinn Kr.
Guðmundsson og Júlíus Ólafsson. Lagði sú nefnd
svohljóðandi tillögu fyrir Fulltráaráðið, sem hlaut
þegar samþykki:
Sjómannadagsráðið samþykkir að vinna nú
þegar og í nánustu framtíð, að því að safna fé til
stofnunar elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða
farmenn og fiskimenn".
Með ofangreindri samþykkt varð þessi hug-
mynd síðan aðalmarkmið dagsins, og nú á hinum
tuttugasta Sjómannadegi orðin jarðföst framtíð-
arhöll til minningar um látna og lifandi sjó-
mannastétt íslands.
Á bak við þessa frumdrætti felst svo marg-
þætt saga, sem aldrei verður fullrakin. Hugsjónin
varð að veruleika fyrir ötult áhugastarf hundr-
aða manna úr röðum sjómannastéttarinnar sjálfr-
ar og meðvitundar allrar þjóðarinnar um mikil-
vægi sjómennsku og sjávarútvegs fyrir hið ís-
lenzka þjóðfélag. H. J.
114