Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 12
Júlíus Havsteen, sýslum.: Friðun fiiskisitofnsiiis I. Inngangsorð: ÞaS er máske engu síöur réttnefni á þessum greinar- kafla að kalla hann‘‘ „Enn um landhelgina", vel ég þó liitt heitið, því friðun fiskistofnsins og rvmkun landhelg- innar er svo náiS samtengt hugtak og hvorttveggja stór- mál fyrir okkur íslendinga. Dagana 12. og 13. febrúar sl. hvatti sjávarútvegsmála- ráðherra fulltrúa úr fjórðungum landsins til fundar i Reykjavík, þar sem rætt skyldi landhelgismálið og fulltrú- arnir kæmu fram með eða létu í ljós vilja umbjóðenda sinna, urn það livað gera skyldi í þessu mikla velferðar- máli þjóðarinnar, sérstaklega hvernig og hversu langt þyrfti að færa út landhelgina eða friðunarlínuna, frá því sem nú er, eða einsog orðað var í bréfi ráðherrans, að koma með tillögur „um verndun fiskimiða landgrunnsins". Þátttakendur mættu úr öllum landshlutum og sýndu Norðlendingar mér það traust og Jmnn heiður að kjósa mig í lióp þeirra fulltrúa, sem þaðan komu og færi ég þeim sérstakar þakkir fyrir það. Auk hinna mörgu fulltrúa, sem ég þyl ekki með nöfn- um, og vona aö þeir misvirði þaÖ ekki, mættu með ráð- herranum ráðuneytisstjóri Gunnlaugur E. Briem, fiski- málastjóri Davíð Ólafsson, forstjóri landhelgisgæzlunnar Pétur Sigurðsson og forstjóri fiskirannsóknanna Jón Jóns- son, og fluttu þrír hinir síðastnefndu fróðleg erindi, sem síðar í ritgerö þessari verður nokkuð að vikið. Þorvaldur Þórarinsson lögmaður, flutti skýrslu um gerðir Alþingis hin síðari ár í landhelgismálinu. Aheyrnarfull- trúar, sem og tóku til máls á fundinum, voru formaður L. I. Ú. Sverrir Júlíusson og framkvæmdastjóri A. S. I. Jón Sigurðsson. Sjávarútvegsmálaráöherra tók það fram á fundinum að gefnu tilefni, að hann væri ekki reiðubúinn að koma fram með tillögur í landhelgismálinu fyrr en hann nú á þessuin fundi hefði heyrt tillögur landsmanna og rætt við sérfræðinga sína í friðunarmálinu, og leit ég svo á, að hann ætti þar sérstaklega við okkar ágæta þjóðréttar- fræöing Hans Andersen, sendiherra Islands hjá „Nato“, en svo óheppilega vildi til, aö Andersen gat ekki mætt á þessum fundi sökum veikinda, því vissulega liefði hann orðið öllum fundarmönnum kærkominn og mikilsverður leiðbeinandi í landhelgismálinu. Úr þessum forföllum hef- ur hann stórlega bætt meö hinu fróðlega erindi sínu á Pálmasunnudag sl. í ríkisútvarpinu, TJm landhelgina o. fl. II. Tillögur fulltrúa. Skal nú stuttlega greint frá tillögum fulltrúa og þær athugaðar lítið eitt. Þar sem máltækið segir, að hver sé sínum hnútum kunnugastur, vona ég að það hneyksli eng- an, þótt ég byrji á nefndaráliti okkar Norfflendinga. Það er í þrem liðum svohljóðandi: 1. Að núgildandi landhelgislína verði færð út frá því sem nú er, þannig að línan verði dregin frá 4 sjómíl- um út af Horni og í beina línu 4 sjómílur út af Siglu- nesi, þaðan í beina línu 4 sjómílur út af Rauöumýrum. 2. Að línan verði dregin frá 4 sjómílum út af Horni, þaö- an í 4 sjómílur út af Grímsey, þaðan í 4 sjómílur út af Rifstanga. 3. Pulltrúamir vilja taka fram, að verði landhelgislínan fyrir Vesturkjálkanum færð út, verði línan fyrir Norð- urlandi tengd við línuna að vestan og færð út í sam- ræmi við það. í þessu sambandi var bókað: Júlíus Havsteen vill taka fram, að liann leggi álierzlu á að landhelgislínan fyrir Norðurlandi sé lögð beint frá því fyrir norðan Horn og fyrir norðan Grímsey og þaðan 4 sjómílur út af Rifs- tanga. Út af þessu nefndaráliti vil ég taka fram, að ég hef ekki gætt þess. að tillaga mín var, línan frá Grímsey í Hraunliafnartanga, ekki Rifstanga, því Hraunliafnartangi er norðar en Rifstangi, og úr Hraunhafnartanga, sem er nyrsti tangi íslands, verður að draga línuna í Fontinu á Langanesi. Það er mín óbifanlega sannfæring, að sam- kvæmt forsendum og niðurstöðu Haagdómsins, sem farið var eftir, þegar friðunarlínan fyrir land allt var sett 1952, nema fyrir Norðurlandi, var gamla línan frá 1950 látin haldast óbreytt, þá er eins lieimilt og sjálfsagt að loka Norffurflóa meff friffunarlínu frá Horni um Gríms- ey í Hraunhafnartanga, eins og talið var óhætt að loka Faxaflóa með línunni frá Eldeyjardrang að Sáluvíkur- tanga. Að vísu er Norðurflói breiðara haf en Faxaflói, en engu dýpra. Línan frá Honii í Hraunliafnartanga er styzta línan, sem lokar nefndiun flóa og beinasta, og innan þeirrar línu liggja öll hin elztu, beztu og feng- sælustu miö Norðlendinga, og mn þennan flóa eða þetta liaf er það sem vorgöngur þorsksins koma og fara austur. Hversvegna varö þá ágreiningur meðal okkar fulltru- anna um þessa línu, eða réttara sagt, hversvegna urðu til- lögumar tvær? Það var vegna þess, að samnefndarmenn mínir voru fulltrúar togaraeigenda í og meö. Þetta tók Guðmundur Jörundsson mjög hreinskilnislega fram á fundinum. I þetta sinn varð það mitt hlutskifti að leika fyrir Norðlendinga hlutverk „Guðmundar góða“, en Guömundur Jörundsson tók að sér röddina í bjarginu, sem kallaði: „Einhversstaðar verða vondir að vera“. Skemmtilegra ef Guðmundur hefði átt samleið frá Horni til Ilraunhafnar. Fulltráar Austfirffinga sýndu mér þann velvilja, að gefa mér eftirrit af tillögum sínum, sem eru þessar í þrem liðum: 1. Grunnlínan fyrir Austurlandi verði Langanes-Glettinga- nes-Hvalbakur-Ingólfshöfði. Auk þess almenn litfærsla landhelginnar í minnst 12 sjómílur. 2. Ef grunnlínubreyting sú, sem um getur í lið I. næst, en ekki útfærsla landhelginnar, þá verði einnig unnið að því að fá tímabundna friðun á svæðinu, sem mark- ast af eftirtöldum stöðum: 1. 65°49' N. br. 13°56' V. 1. 2. 65°35' N. br. 13°09' V. 1. 3. 64°34' N. br. 13°07' V. 1. 3. Þyki ekki fært að setja fram kröfur um almenna út- færslu landhelginnar í minnst 12 sjómílur eða grunn- línubreytingu, þá verði unnið aö því, að fá tímabundna útfærslu í 12 sjóm. á svæðinu frá Langanesi að Ing- ólfshöfða á tímabilinu 1. maí til 1. des. ár hvert. Þessar tillögur Austfirðinga tel ég hvorttveggja í senn hóflegar og réttmætar og hefur þeim tekizt með fjórum 124

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.