Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 13
grunnlínustöSum að draga slíka friðunarlínu fyrir Aust- fjörSum, sem óskandi hefði veriS, aS strax hefSi liug- kvœmst 1952, því hún virSist í engu koma í hága viS framannefndan Haagdóm, og vísa ég um það atriSi til þeirra röksemda, sem ég færSi fyrir breyttri friSunarlínu AustfjarSa, í grein minni „Betur má ef duga skal“, í júní hefti Víkings 1956. Vona ég aS þessi friSunar- eSa land- helgislína verSi sem fyrst sett fyrir Austur og suSaustur- Innd, ef ekki fæst enn betri úrlausn, og frá þessari línu ber aS miSa 12 sjómílna landhelgina, ef von er um liana, sem heyrzt hefur. Þá er komiS aS tillögu Vestmannaeyinga, og þó aS ég livorki lia.fi fengiS þær né eftirrit fundargerSarinnar, þykist ég muna, aS þær voru þrjár. Hin fyrsta og merkasta, því undir hana telcur alþjóS, a. m. k. þeir, sem í alvöru vilja friSun fiskistofnsins viS Island, er sú, aS þegar sé friSunarlína dregin frá Geir- fuglaskeri í Geirfugladrang, en þá verSur nœrri állur Sel- vogsbankinn friSaður. Þetta hefSi átt strax aS gera. Þótt ýmislegt megi aS núverandi friSnnarlínu finna, ]iá er ekk- ert, eins bágt eins og aS hafa meS sjálfri friSuninni fariS framhjá einhverri mestu klakstöSinni viS íslalnd eSa í NorSur-Atlantshafi. Jafnvel enskir togaraskipstjórar hafa í bréfum til mín undrast þetta og einstaka jafnvel skopast, aS. Vonandi nær nú þessi leiSrétting á friSunarlínunni sem fyrst frarn aS ganga og helzt friSun alls bankans. Hinar tillögumar tvær snerta sérliagsmuni Vestmanna- eyinga og er sjálfsagt ekkert viS ]>á fyrri aS athuga, aS leyfa þeim aS friSa tvö þýSingarmikil miS fyrir þorsk- netjaveiSum. en þegar á svo í viSbót aS leyfa ]>eim, áSur en landhelgismáliS er nokkurn veginn til lykta leitt, aS byrja nú aftur hina stórskaSlegu dragnótaveiSi í land- helgi, þá fer skörin vissulega aS færast upp í bekkinn, og mér finnst þaS sýna talsvert skilningslevsi, svo ekki sé fastar aS orSi kveSiS, aS koma fram meS slík tilmæli á því þingi, þar sem rætt cr lun vemdum fiskimiSa landsins. í '"”r: Þarna eru sérhagsmunir settir ofar þjóSarheill. Loks er þá komiS aS tillögu VestfirSinga og Strandamanna. Full- trúamir tóku fram m. a. aS þeim kæmi ekki aS gagni 12 sjómílna landhelgi. Mætti friSunarlínan ekki liggja nær VestfjörSum en sem svaraSi 20—30 sjómílum. en til mála gæti komiS, ef slík landhelgi fengist ekki endanlega st.aS- fest, aS friSun miSa á vissum tímum ársins gæti orSiS að talsverSu liði. Hvemig þessi friðunarsvæSi verða nákvæm- lega afmörkuS og hvemig varin. fannst mér ekki koma greinilega fram, og fann ég þá mjög til þess, aS okkar mæti þjóðréttarfræSingur var ekki mættur, viS hann tel ég, aS VestfirSingar þurfi aS ráðfæra sig, um hversu langt sé hægt að ganga í kröfum um aukna landhelgi, því dómstóllinn í Haag hefur ekkert látiS uppi um víkkun landhelgi, eins og Vest.firSingar t.elja nauðsynlega. Allir fulltrúar virtust á einu máli um það, aS rýmkun landhelginnar, frá því sem nú er, væri mjög aðkallandi og mætti Al]iingi og ríkisstjórn ekki draga framkvæmdir þessa stórmáls lengur. TTT. Erindi forstjóranna. Bavíð Ólafsson flutti fróðlegt erindi um auknar fiski- göngur og aukna veiSi, en þar sem þetta erindi á ekki beinlínis við í þessari ritgerð skal ekki frekar vitnaS í það, nema hvað hann lagði áherzlu á, að þegar um friSun fiskistofnsins væri aS rroða, brori sérstaklega að taka tillit til þarfa strandríkisins, og þá ættu efnahags sjónarmiSin aS ráða. Pétur SigurSsson flutti ítarlega skýrslu um og skýringar á landhelgisgæzlunni. Tók hann fram að flugvélar og kaf- bátar gætu aðeins verið til aSstoSar og helikopterflug- vélar aðeins í sæmilegu veðri. SkriSgott varðskip væri hiS eina, sem verulega kæmi aS haldi, sem og mætti nota til slysavarna og björgunar. Vona ég að Alþingi og ríkis- stjórn verSi sem fyrst við tilmælum þessa árvalcra land- helgisstjóra. Jón Jónsson flutti ágætt erindi um isciSina á íslands- miðum, sem ég með leyfi hans birti aS mestu. ErindiS er svohljóðandi: Tiandgrunnið kringum ísland er eitt þýSingarmesta veiðisvæSi í NorSurliöfum, enda hafa fiskstofnar okkar verið nýttir kappsamlegar en flestir aðrir. A árunum 1930—1938 veiddu Evrópuþjóðir t. d. 9.6 millj. tonn af þorski og þar af fengust 3,7 millj. eða tæp 39% við Island. Næst \kemur strönd Noregs meS 23%, þá Bjarn- arey og Barentshaf meS 9% hvort. Hitt skiptist á Græn- land, Nýfundnaland og Norðursjó. Þessi mikli afli á Islandsmiðum kemur ekki á óvart, ef við athugum skýrslur, sem sýna söknina á hin einstöku veiðisvœSi. Arið 1935 fóru enskir og þýzkir togarar t. d. 4454 veiSiferSir á fslandsmið og var það 63,8% af öllum veiSiferðum þeirra í NorSurhöfum. Arið 1955 nam sókn þeirra á íslandsmið rúmum 50% af heildarsókninni í Norðurhöfum, eSa 2785 ferSum. Sókn útlendinga á íslandsmið hefur alltaf verið að auk- ast á þessari öld, t. d. fóru enskir togarar 1400 veiðiferðir hingaS áriS 1907, en árið 1935 var tala þeirra komin upp í tæplega 3100 ferðir. ÁriS 1906 fórn þýzkir togarar 456 veiðiferðir hingað til lands, en 1539 árið 1936. Á stríSsárunum 1939—1945 tók alveg fyrir ferSir þýzkra togara hingað og ferSafjöldi enskra togara var aðeins 16% af meðaltalinu 1931—1937. Heildarfjöldi tog- ara á Islandsmiðum á stríðsárunum var aSeins 19% af meSaltali áranna 1931—1937. Eftir striðið liefur veiSiferðum útlendinga fjölgaS ört. ÁriS 1954 fóru t. d. enskir togarar 3014 veiðifcrSir liingaS til lands og er það heldur meira en meðaltal áranna 1931 —1937, en það var 2985. Árið 1954 fóru þýzkir togarar 1329 veiSiferSir hingað til lands og er það 35 ferðum minna en meðaltal áranna 1931—1937. Við getum því sagt. að sóknin á íslandsmið sé nú orð- in álíka og meðaltal áranna fyrir stríS, aS því er snertir ferðafjölda, en þess ber að grota, að togararnir eru nú orðnir miklu strorri og ]iar af leiðandi afkastameiri en áSur. ÞaS er ekki of hátt árotlað að togari, sem byggður er í dag, hafi a. m. k. 40% meiri veiðiliæfni en togari, sem byp’O'S'ir var 1930. Ég hef hér ekki minnst á þróun okkar eigin flota, en hún er öllum, sem hér eru saman komnir það kunn, aS óþarft er að fara um hana mörgum orðum. Eg get bara nefnt sem dæmi, t.il þess aS ganga nú alveg fram af ykkur meS allar ]iessar tölur, að á tímabilinu 1930—1950 jókst rúmlestatala togaranna íslenzku úr tropum 13 þús. tonnum í 29 þús. tonn og rúmlestatala vélbátanna úr 9 ]iús. tonnum í rúmlega 24 þús. tonn. LandprunniS krinqum Island hefnr upp á aS bjóSa einhver beztu slcilyrSi fyrir allt Uf í sjónum, sem um qetur í öllu NorSur-Atlantshafi. Þetta kemur m. a. fram jFramhald á bJs. 130. 125

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.