Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 21
ÖRN STEINSSON: Skipting b|örgunarlauna Á síðasta þingi F. F. S. 1. kom fram mál, sem fjallar um breytingu á lögum um skiptingu björg- unarlauna. Þingið sendi stjórn sambandsins það til athugunar, síðan hefur verið all hljótt um málið. Ég álít þetta mál nokkuð athyglisvert. Það getur einnig óvænt gefið sjómönnum drjúga tekjuupphæð. Finnst mér því rétt að ræða það lítillega í blaði sjómanna. Æskilegt væri að fá fleiri til að spjalla um mál þetta, ef ólíkar skoð- anir kynnu að vera. Lögin um björgunarlaun eru nokkuð gömul, frá 30. nóv. 1914. Þau eru skemmtileg að því leyti, að svo virðist sem aðeiiis sé gert ráð fyrir gufu- og seglskipum, sem björgunarhæfum skip- um. Mótorskipin okkar á þeim tíma eru svo lítil, að lögin ætla þeim ekki það stórræði að bjarga skipum eða góssi. Greinarmunur á björgunarlaunum til útgerð- arinnar er einnig gerður eftir því hvort skipið er segl eða gufuskip, en mótorskip ekki nefnd. Eig- endur seglskipa eiga kröfu á helming björgunar- launa, en gufuskipa að tveim þriðju hluta. Hvað löggjafinn hefur haft í huga með þessu misræmi, veit ég ekki. Sennilegt þykif mér þó, að kostn- aðurinn hafi þar ráðið. Gufuskipið talið dýrara í rekstri en seglskipið, og því töfin kostnaðar- samari fyrir útgerðina. Skipting björgunarlaunanna er einnig í ósam- ræmi við nútíðar hugsunarhátt. Skipstjóra er þar ætlað allt of stór hlutur. Lögin mæla svo fyrir, að skipstjóri skuli fá helming björgunar- launa móti skipshöfn, þegar útgerðin hefur hlot- ið sinn hlut. Tökum dæmi, sem skýrir þetta betur. Skip bjargar öðru skipi og farmi þess. Mat fer fram á verðmætinu, sem bjargað er. Segjum, að það verðmæti sé 990 þús. krónur og ákveðið að greiða þessa upphæð í björgunarlaun. Tjón hefur ekkert orðið á björgunarskipi, sem er gufuskip. Útgerðin fær því engan frádrátt vegna tjóns. Hins vegar fær útgerðin % hluta af 990 þús. kr. eða 660 þús. kr..; eftir eru þá 330 þús kr. Þess- um 330 þús. kr. ber nú að skipta til helminga milli skipstjóra og skipshafnar. Skipstjórinn hlýtur þá 165 þús. kr. og skipshöfnin 165 þús. kr., sem skiptist í réttu hlutfalli við mánaðar- laun hvers manns á skipinu. En nú eru lögin svo skrítin, að líta ber á skipstjóra bæði sem goð og mennskan mann. Hann getur einnig fengið hlut reiknaðan út úr summu skipshafnar. Lögin skýr- greina ekki orðið skipshöfn nánar. Skipshöfn hlýtur því að tákna þann hóp manna, sem á skip eru skráðir og innifelur þá að sjálfsögðu skip- stjórann einnig. Ef hverjum manni er þá ætluð jöfn björgunarlaun, sem er þó ekki, eins og að framan skráðu er lýst, fær hver skipverji af hluta skipshafnar, ef um 30 manna áhöfn er að ræða, að meðtöldum skipstjóra, fimm þúsund og fimm hundruð krónur. Skipstjóri fær þá 170 þús. og 500 kr., en aðrir 5500 kr. að meðaltali. Hér er sannarlega óréttlæti bundið í fögrum lagastaf. Þótt góður skipstjóri sé að vísu mikið hnoss, nær það auðvitað engri átt að launa hann 35 falt á við aðra á skipinu. Eðlilegast er að skipta allri summunni, sem ætluð er skipsmönnum í réttu hlutfalli við meðal mánaðartekjur hvers skip- verja. Skipstjóri fengi þá sinn hlut hæfilega stóran. Hann hefur hæstu tekjur skipverja. Á varðskipunum er þessu svo varið, að skipt er í réttu hlutfalli við laun mannanna. Þar virðast lögin ekki líta skipstjórann goð, heldur mennsk- an mann, eins og aðrir félagar hans á skipinu. Skipverjar varðskipanna fá þó aðeins 25% í björgunarlaun, eftir að allur kostnaður hefur verið dreginn frá, afgangurinn rennur í Ríkis- sjóð íslands. Skipstjóri varðskips getur einnig ákveðið, að einstakir menn skipsins fái hærri hlut en aðrir, ef þeir að hans dómi hafa sýnt frábært þrek fram yfir aðra við björgun. Álít ég það réttlátt. Mætti vel setja það ákvæði inn í hin almennu björgunarlaunalög. Einnig þurfa björgunarlaun að vera algjörlega skattfrjáls. Skipshöfn, sem fæst við björgun. leggur sig oft- ast í mjög mikla hættu. Ódrengilegt finnst mér því að láta mikinn hluta björgunarlaunanna beint í ríkiskassann. Ríkiskassinn á ekki að hagn- ast á því, að menn hætta lífi sínu til að bjarga miklum verðmætum. Með þessum fáu línum mínum hef ég leitast við að skýra mál, sem mér finnst vera sann- girnismál. Vona ég, að þeir, sem fengu það til athugunar, verði mér einnig sammála og hraði afgreiðslu þess. Fyrirspurn Góðfúslega upplýstu eftirfarandi í blaði þínu: 1. Er veðurspá og veðurlýsing gerð eftir réttvísandi eða misvísandi áttum"? 2. Ef svarið er „réttvísandi“, hversvegna er „veðrið“ fært í leiðarbækurnar eftir misvísandi áttnmf 3. Er liægt að gera nákvæma veðurspá, ef Veðurstofan fengi aðeins barometerstöðuna frá athugunarstöðv- unum'? Með fyrirfram þakklæti fyrir svörin. Gamall baxari. 133

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.