Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 29
„Ég get eki sagt hvað mér leiðist það mikið“, hélt prédikarinn áfram. „Ef við hefðum haft minnstu hugmynd um þetta, hefðum við aldrei ferðast með þessu skipi. Konan mín er komin úr öllu jafnvægi og heimtar að við verðum sett í land íGíbraltar, svo við getum haldið ferðinni áfram með ,,Pontus“, sem kemur þar bráðum til að taka kol“. „Hver ósköp hafa komið fyrii’“, hrópaði skip- stjórinn lafhræddur. „Hvað á þetta að þýða?“ Það kom í ljós að það þýddi það versta, sem gat komið fyrir, það hafði hent fyrir stuttu síðan. Engum hafði dottið í hug að prédikarafrúin mundi án nokkurs formála heimsækja íbúðir skipverja í framskipinu. En þetta hafði hún gert fyrir 10 mínútum síðan. Hún hafði heyrt skipverja viðhafa hið ljótasta orðbragð áður en þeir urðu hennar varir. Hún hafði séð svoleiðis myndir á þiljunum, að hún neyddist til að snúa sér undan með hrolli. En það var ekki það versta, það versta voru flösk- urnar. „Flöskur“, stundi prédikarinn, „í löngum röðum. Flöskur, sem höfðu innihaldið sterka drykki, ótrúlega margar og báru þess greinileg merki, að þær höfðu verið nýlega tæmdar“. „Þetta er ergilegt“. sagði skipstjórinn. „Ég skal strax láta rannsaka þetta“. „Hm...“, stundi prédikarinn upp, mjög miður sín. „Eftir því sem konan mín fann út, þá eru allar þessar flöskur komnar frá skipstjóranum sjálfum. Hún segir að svona lagað muni aldrei koma fyrir á skipi, sem Pollesen sé skipstjóri á, og hún er þegar byrjuð á að skrifa langt bréf til vinkonu sinnar, konu skipseigandans, þar sem hún skýrir frá ástandinu hér um borð. Mér leið- ist þetta mjög skipstjóri, já, leiðist það mjög, mjög mikið. Bæði skipstjóranum og stýrimanninum leiddist það líka, bara ennþá meira en prédikaranum, enda áttu þeir mest á hættu. Náttúrlega voru þeir ekki enn búnir að missa nýja skipið úr sjónleildarhringnum, þvert á móti höfðu þeir aldrei séð það jafn greinilega og nú, en á mynd- ina hafði einnig smogið óæskileg persóna, það var Pollesen skipstjóri, sem stóð á straumlínu- stjórnpalli skipsins og saug beiska möndlu í stað þess að reykja góðan vindil, eins og sjómanni sæmdi! „Já, já“, stundi fyrsti stýrimaður, maður getur víst alveg eins hlaupið strax fyrir borð. Nú getur ekkert bjargað okkur nema kraftaverk“. Og hann starði til himins, eins og hann ætti von á að sjá einhver merki þess þaðan. En það einasta, sem hann sá, var skýjaþykkni, sem gekk upp á him- ininn og benti til verra veðurs. Það stóð heima, fyrir kl. 8 um kvöldið söng Biscayavindurinn sinn gamla söng í öllum hlutum skipsins. Og með morgninum var hann genginn upp í „orkan“, sem kallaður er á sjómannamáli. Brotsjór reif lausa stóra trossu á bakkanum og slengdi henni niður á lestarop og reif báðar ábreiðurnar, sem bundnar voru yfir lestina. Fimm mínútum síðar var ekkert eftir af þeim, nema druslur, sem sló- ust til og frá í storminum. Og þar sem sjórinn fossaði niður í farmrýmið, varð að kalla á frí- vaktina til að lagfæra tjónið. Á þessum tíma var samkomulag skipstjórans og stýrimannsins þegar upphafið, þar sem allar slíkar hindranir um talsmáta skipverja gerði ekkert gagn lengur! Enginn sá því lengur ástæðu til að hika við að láta í ljós sína hjartans mein- ingu um trossur, farmrúmsábreiður ag líf sjó- mannsins yfirleitt, því vinnan var bæði ströng og bundin mikilli áhættu um lífs og limatjón. Menn tóku því hressilega til orða og drógu ekki úr. Það leið heldur ekki langur tími, áður en prédikarinn kom upp á stjórnpallinn og spurði, hvort ekkert væri hægt að gera til að draga úr hinu hræðilega bölvi og ragni á þilfarinu, sem væri mjög óþægilegt að hlusta á, bæði fyrir hann og konu hans. „Nei“, sagði skipstjórinn gramur, „það er ekk- ert hægt að gera í sambandi við það. tilheyrir starfinu“. „Það þykir mér mjög leitt“, sagði prédikarinn. „Það þykir mér líka“, sagði skipstjórinn. „En mér mundi finnast það minna leiðinlegt, ef ég væri laus við að hafa heilan hóp farþega, sem væru að flækjast fyrir mér. Þér getið skilað kveðju til konu yðar og sagt henni frá mér, að hér sé um líf eða dauða að tefla, og ef henni falli ekki að hlusta á orðbragð skipsmanna minna, þá sé nóg bómull í veggskápnum, sem hún geti troðið í eyrun, ef hún vilji ekki hlusta á það“. „Mér þykir það mjög leiðinlegt“, sagði pré- dikarinn og teigði sig eins og hálfógnandi yfir skipstjórann, en það hefði hann ekki átt að gera, því um leið deyf „01ympía“ sér í öldudal, mjög snögglega, svo hann missti jafnvægið og steypt- ist kollhnís á hinu hála gólfi og rúllaði í hinn enda stjórnpallsins, og slóst þar við járnpolla og rotaðist. „Guð hjálpi okkur“, kallaði skipstjórinn, „hann hefur þó ekki drepið sig“. En þetta var nú heldur fljótráð ályktun á ástandinu. Því varla var hann búinn að sleppa orðinu, þegar hinn rotaði prédikari vaknaði til lífsins aftur, hristi höfuðið og tók varlega um það með hinum stóru höndum sínum. Svo reis hann upp og sagði með tilfinningu og sannfær- andi krafti: „Hvert í heita sjóðbullandi h....... o. s. frv.“ í því kom hann auga á skipstjórann og starði furðu sleginn á hann og sagði: „Hver í ósköpunum eruð þér, og hvaðan komið þér eiginlega". Framhald í næsta blaöi. 141

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.