Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Síða 25
frá Stýnmannaskólalnum í Reykjavík, fékk eins og margir
aðrir enga stöðu að afloknu prófi. Nýlega blaðaði hann í
útlendu blaði, tveggja mánaða gömlu og sá auglýsingu frá
dönsku skipafélagi, sem auglýsti eftir stýrimönnum. Hann
skrifaSi að gamni sínu, fremur en hann byggist við
árangri. Viku seinna fékk hann bréf frá hinu danska fé-
lagi og farmiða til Japans, en þar átti liann að taka við
stöðu á einu af skipum félagsins. Hann settist upp í
flugvél og er nú byrjaður störf hjá liinu danska félagi.
Þama töpum við íslendingar dýrmætri starfsorku, og
þetta er því miður ekkert einsdæmi. Fjölmargir íslending-
ar hafa og munu leita til erlendra skipafélaga um skip-
rúm. Ef innlendir aðilar eignast ekki kaupskipaflota í
réttu hlutfalli við þann mannafla, sem fyrir hendi er hér
á landi til þessara starfa, þá munu framgjarnir ungir
menn leita útfyrir landsteinana og starfa þar sem þeirra
er meiri þörf.
Helgi J. Halldórsson íslenzkukennari Stýrimannaskólans
er mikill áhugamaður um allt menningarlíf sjómannastétt-
arinnar, bæði hvað snertir sérgrein hans málfræðina og
um annað, sem telst til menningargilda.
Er þátturinn hóf tilveru sína hér í blaðinu í vetur, var
víða leitað efnis og m. a. í Stýrimannaskólanum.
Var Helgi þá beðinn að hvetja nemendur til að skrifa
þættinum og leggja til efni. Helgi brást vel við þessari
umleitan og hefur síðan nokkuð verið birt hér, sem nem-
endur hans hafa skrifað.
Síðastliðið vor, er próf voru haldin við skólann, var
ritgerð meðal prófverkefna í íslenzku, svo sem lög gera
ráð fyrir. Nemendur gátu valið úr nokknun ritgorðar-
efnum til að skrifa um. Þar á meðal mátti skrifa „bréf“
til Sjómannablaðsins Víkings.
Nokkrir verðandi stýrimenn völdu sér síðan að rit-
gerðarefni að skrifa slíkt bréf, og hefur nú fengist leyfi
viðkomandi til að birta nokkrar af ritgerðunum hér í
hlaðinu.
A. Helgi miklar þakkir skilið fyrir þessa nýbreytni, því
augljóst er, að ritgerðarefni af þessu tagi getur komið
Uemendum að góðu haldi, þótt síðar verði.
Eg vil nú ekki vera langorðari um þetta að sinni, en
óskandi væri, að þessi siður héldist í Stýrimannaskólanum
og nð aðrir hliðstæðir skólar tækju sér þetta til fyrir-
uiyndar.
mundu aömlu
mijntlu tjomlu ójomennirnir
áecj.ja •
Ég var staddur niður við höfn nýlega, er einn af ný-
sköpunartogurunum okkar var að fara á veiðar. Fannst
mér leiðinlegt að sjá, að moirihluti dekkliðsins var fær-
eyskur og varð mér hugsað til, hvað gömlu sjómennirnir
okkar mundu segja um þetta. Á sínum yngri ái-um höfðu
þoir sótzt eftir skiprúmum á miklu minni og lélegri skip-
og þá voru kjörin og allur aðbúnaður svo margfalt
verri en nú, að ekki er samlíkjandi. Sérstaklega var mér
hugsað til eins gamals vinar míns, sem ég heyrði eitt sinn
segja: Gaman væri að vera ungur núna og fara á togara.
Það er óhætt að segja, að mjög miklar breytingar hafa
átt sér stað. f gamla daga, þegar engin vökulög voru
komin á, kom víst æði oft fyrir, að mannskapurinn varð
að vera alla veiðiferðina á dekki, án þess að hvílast nokk-
uð, en nú er hvfldartími háseta á fiskveiðmn orðinn hálf-
ur sólarhringurinn. Yið hinir yngri sjómenn eigum allan
okkar góða aðbúnað og hin glæsilegu skip hinum gömlu
hetjum að þakka. Þeir mörkuðu stefnuna virkilega vel og
gerðu íslenzku þjóðinni kleift, með sínum miklla dugnaði,
að verða það, sem hún er í dag. Án hinna miklu fóma,
sem þoir færðu, væri áreiðanlega eyðilegt hér um að lít-
ast. Mér or því ekki grunlaust um, að hinar gömlu kemp-
ur taki það sárt, að hin glæsilegu skip, sem þeir arf-
leiddu okkur að, skuli vera, að töluverðu leyti, mönnuð
erlendum sjómönnum. Það hefur þeim áreiðanlega aldrei
dottið í hug, að arftakar þeirra mundu hunza svo hinar
glæstu skeiðar. Skorturinn á innlendu vinnuafli á togar-
ana virðist ekki því að kenna, að vinna sé svo mikil í
landi. T. d. hcfur víða verið talað um atvinnuleysi á þess-
um vetri eða mjög stopula vinnu. Það virðist því vera
orðið þannig, að menn flýi sjóinn almennt og vilji heldur
stunda stopula og lélega landvinnu en sjómennsku.
Ég get ekki ímyndað mér, að íslenzka þjóðin sé neitt
\ óhæfari til sjómennsku hcldur en hún var. Stundum hef
ég lesið afmælisviðtöl við gamla sjómenn. Viðtöl þessi eru
það skemmtilegasta, sem ég les, og oft birtast þar ýmiss
atriði, sem gott er fynr okkur hina yngri menn að leggja
á minnið. Því ýmsu hafa hinir gömlu lífsreyndu menn
lent í, sem gott er að kynnast. og læra af reynslu þeirra,
gerðum og athöfnum. Oft hefur líka komið fram í þess-
um viðtölum, hversvegna þeir lögðu stund á sjómennsku,
og er svarið stundum eitthvað á þessa leið, að ekkert hafi
annað verið að gera en að fara á sjóinn, eða á sveitina og
auðvitað varð sjórinn fyrir valinu. Það var ekki alltaf
brennandi þrá, sem dró þá á sjóinn, heldur nauðsyn. Síð-
an kvnntust þeir dásomdum liafsins og sjómannslífsins og
gátu ekki slitið sig frá því fyrr en á efri árum.
Ég er viss um, að margir okkar þurfa bara að reyna
sjóinn, og svo ílengjast þeir þar. F. Á.
JdéiacjálíJ? um lor í C Dr
rollafoáói
Bréf til Sjómannablaffsins Víhingur.
Eg ætla að byrja á því að láta í ljós ánægju mína yfir
þeirri nýbreytni, að yngri lesendum Víkingsins skuli ætl-
aður sérstakur staður í blaðinu fyrir hugðarefni sín og
áhugamál. Er það vcl, og má ætla, að blaðið verði fjöl-
breyttara og skemmtilegra en nú er, ef menn liggja ekki
á liði sínu að skrifa.
Mörgum leikur liugur á að vita, hvernig menn verja
frístundum sínum á sjónum og í erlendum hafnarborgum,
og er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um félagslíf
skipverja á TRÖLLAFOSSI, en þar hef ég verið skip-
verji um tveggja ára skeið. i
Sem kunnugt er hefur það komið í hlut Tröllafoss að
annast flutninga til landsins frá Bandaríkjunum, og hef-
ur skipið vanalega viku til tíu daga dvöl fyrir vestan í
hverri ferð.
137