Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 3
var lagður að leiði óþekkta sjómannsins í Foss- vogsgarði. Þessu næst flutti formaður sjómannadagsins, Henry Hálfdánarson, vígsluræðuna, þar sem hann drap á sögu sjómannadagsins og byggingu dval- arheimilisins. Kynnti hann forstjóra heimilisins fyrir áheyrendum, en hann er Sigurjón Einars- son skipstjóri, sem nú hefur stundað sjómennsku um 40 ára skeið. Fór Henry lofsamlegum orðum um afskipti Sigurjóns af málefnum sjómanna- dagsins og kvað vel fara á því að hinn harðdug- legi skipstjóri taki nú við heimilisforráðum í Hrafnistu. Afhenti Henry Sigurjóni lyklavöldin, og að auki lítinn gulllykil, sem embættistákn. Að lokum færði Henry öllum þeim mörgu til sjávar og sveita, sem stutt hafa byggingu dvalarheimil- isins einlægar þakkir. Forseti íslands steig þessu næst í ræðustólinn, flutti hamingjuóskir og árnaði stofnuninni heilla. Þá tók til máls Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, er lýsti ánægju bæjaryfirvaldanna yfir því, að þessum áfanga væri nú náð og óskaði sjómönn- um til hamingju. Þá flutti sjávarútvegsmálaráðherra ræðu. Ræddi hann um sjómannsstörfin og þann mikla skort, sem nú væri á sjómönnum. Sagði ráðherr- ann, að þannig þyrfti að ganga frá hnútunum, að vinna sjómanna væri betur borguð en vinna í landi, og þetta sjónarmið þyrftu landvinnumenn að viðurkenna. Þá tók til máls Ólafur Thors fyrrum forsætis- ráðherra, og talaði hann í nafni útgerðarmanna og hvatti mjög til nánara samstarfs milli þeirra og sjómanna. Að lokum talaði Ríkarður Jónsson stýrimaður, er var talsmaður sjómanna við há- tíðahöldin. Milli ræðna lék Lúðrasveit Reykja- víkur. Þessu næst voru afhent verðlaun sjómanna- dagsins. Afreksverðlaun fyrir björgun úr sjávar- háska hlaut að þessu sinni Ásmundur Jakobsson skipstjóri á mb. Auðbjörgu, sem á síðastliðnum vetri bjargaði hér í Faxaflóa 3 manna áhöfn af mótorbátnum Skúla fógeta, er sökk. í íþróttum sjómannadagsins var lítil þátttaka. í stakkasundi varð hlutskarpastur Björgvin Hilmarsson í Keflavík, en hann var ekki mættur til að taka við verðlaununum, því hann hafði far- ið suður til þess að synda stakkasund og einnig þar varð hann hlutskarpastur í því sundi. Nokkrir togarasjómenn úr Hafnarfirði, sem eitt sinn voru á togaranum Röðli, kepptu í róðr- arkeppninni sem Röðulsmenn og fóru með sigur af hólmi. Þegar Röðull kemur næst til hafnar í Hafnarfirði, en hann er nú á Grænlandsmiðum, verður hinn fallegi verðlaunagripur hengdur upp í brú skipsins. June-Munktell bikarinn, sem er fyrir róðrarkeppni minni skipa, hrepptu nú skips- menn af vélskipinu Dóra. Að þessu loknu bauð Henry Hálfdánarson sam- komugestum að ganga um hin miklu og vistlegu húsakynni í Hrafnistu og var þar þröng manna allan daginn, og virtust gestir ánægðir með að- búðina fyrir hina öldruðu sjómenn, sem þar eiga að búa. * Avarp Sigurjóns Einarssonar Herra forseti, forsetafrú, ráðamenn ríkis og bæja og aðrir hlustendur til sjós og lands. Um leið og ég þakka þá miklu tiltrú sem mér er sýnd með því að fela mér það stárf, sem ég er nú við þetta hátíðlega tækifæri að veita formlega við- töku, þakka ég fögur orð og góðar óskir. Ég treysti á gott samstarf. Ég veit að allir samstarfsmenn mínir eru fúsir til að veita mér alla þá aðstoð, er þeir mega í té láta og ég mun hafa holl ráð af góðum vilja gefin. Ég vona að Hrafnistumenn láti sér það vel líka að hér tekur við einn af þeim, en þó að segja megi að kominn sé tími til að ég dragi í land og nausti minn bát, þá er mér það þó ekki alveg sársaukalaust, því að ennþá er eftir of mikið af saltvatninu í blóðinu. Þegar ég nú tek við gullnum lykli Dvalai’heim- ilis aldraðra sjómanna, sem tákni þeirrar vörslu, sem mér er þar með falin, þá kemur mér í hug, að þessi lykill er á fleiri vegu táknrænn, því að hann gengur að byggingu, sem er gerð úr gulli, gulli okkar innri manns, gulli samstarfs og bræðralags, þeirra kennda, sem mannkynið er því miður of fátækt af, en endist þó bezt til fegurra og betra lífs. Mótuð í fast efni er hér mannúð og drenglund og um leið verðugur og gagnlegur minnisvarði sjómannasamtakanna í Reykjavílc og Hafnarfirði. Ég bið dvalargesti í Hrafnistu, Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna, velkomna. Guð blessi Hrafnistu og Hrafnistumenn. 115

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.