Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Qupperneq 8
Dr. Bjarni Sæmundsson:
Á síldveiðum á Skallagrími 19“i9
Nú tala allir hugsandi menn og konur á íslandi
nm sfld eins og venja er til um þetta leyti árs. —
Ríkisstjómin hefur „spennt“ veröið á síldinni svo
hátt upp. að aldrei hefur annað eins þekkst — en
síld er síld liverju sem raular og tautar. Allt kemst
á tjá og tundur í öllum sjávarþorpum landsins við
að undirbúa hverja fljótandi fleytu. Og það furðu-
lega skeður, að nú er hægt að fá nóg af fólki til
starfa á sjó og landi. Tekjuvonin liefur aftur dregið
starfsfúsa menn og konur aS sjávarútvegnum. Dæg-
urþras um „vitlausar“ ríkisstjórnir fyrr og síðar,
skatta og tolla og annað sem „þjakar" alla hluti,
hverfur eins og dögg fyrir sólu. Menn trúa á land
sitt og þjóð og treysta gæfunni við síldveiðarnar.
Þeir, sem heima sitja eftir aS hinir „æðisgengnu“
eru fíirnir norður, lilusta með ákefð eftir hverri
fregn um síld í útvarpinu og á öðrum bylgjum
ljósvakans og í höfuðborginni vex stórlega salan á
„Yisir“ — sem alltaf er fyrstur með fréttirnar —
og oft hefur tekizt aS slá öll met í síldveiðum!
Víkingur vill fylgjast meS tímanum eins og aðrir
og tala um síld. En sfldin er klassiskur fiskur og
þessvegna er alveg eins nýtt aS tala um síldveiði
fyrir nærfellt 30 árum. Sérstaklega ef brugðið er
fyrir sig snillingsfrásögn dr. Bjarna heitins Sæ-
mundssonar, en hér fara á eftir nokkrar augna-
bliksmyndir úr bók hans „Um láð og lög“, þar sem
segir frá síldveiðum á Skallagrími 1929. Vegna
rúmleysis er frásögnin talsvert stytt, en ber þó
skýra mynd af atburðum og mönnum, sem enn eru
á tjaldinu lifandi og liðnir. Ititstj.
— — Frásögnin hefst á því, aS dr. Bjarni fær
far með varðskipinu Þór vestur til Hestevrar, 26.
júlí, en í leiðinni er skroppið út á Hala til þoss að
athuga um ís fyrir Reykjavíkurtogara, er voru að
búa sig út á saltfiskveiSar, er lýsingunni af því
ferðalagi sleppt hér, en byrjað þar sem Þór er á
leiðinni frá Halamiðum inn í IsafjarSardjúp.
Ég var nú laus við ísinn í þetta sinn um 20
sjómílur út af Rit og hafði ekki farið langt, varla
meira en 5 sjómílur, fyrr en síldartorfur sáust
vaða um allan sjó, og sendum við skeyti um það
út í loftið.
Inni í ísnum og við hann hafði hitinn aðeins
verið 2—3°, og mældi ég nú hitann enn, því að
ég bjóst ekki við, að síldin væri þarna í nærri
ísköldum sjó, enda reyndist hitinn líka 10° (8° í
lofti). Af skipum þarna úti var ekki annað að
sjá en tvo ísfirzka ,,punga“ á „skaki“, þ. e. dekk-
báta á handfæraveiðum. Kl. IOV2 um kvöldið
komum við loks inn að síldarstöðinni.
Þar lágu þeir feðgarnir „Skallagrímur" og
,,Egill“ og fleiri togarar við bryggjurnar. Við
lögðumst upp að þeim síðarnefnda, og varð hann
allbrúnaþungur, er hann sá sig þarna kominn í
klípu milli varðskipsins og bryggjunnar, en nú
var hann síldarskip og þurfti ekki að svara til
neinna saka.
Yfir ,,Egil“ og bryggjuna lá leið mín um borð
í „Skallagrím“. Var bátsmaðurinn kominn með
fullmakt frá skipstjóra og litla, en valda sveit
manna til þess að taka á móti mér og dóti mínu
og koma hvoru tveggja heilu og höldnu yfir á
„Skalla“.
Undanfarna daga hafði aflazt svo mikil síld, að
bræðslan hafði alls ekki undan, og urðu skipin
því að hálf-hætta veiðum og bíða eftir því, að
eitthvað lækkaði í þrónni. Skallagrímur lá því
inni 3 næstu daga, og hafði ég því góðan tíma
til þess að kynna mér
stöðina og umhverfið,
á milli þess, að ég at-
hugað síld, sem hin
skipin voru að koma
inn með, eða fisk, sem
skipsmenn veiddu á
færi úti í fjarðarmynn-
inu.
Eg skal ekki hafa
langa lýsingu á stöð-
inni. Hún stendur
norðan megin við Hest-
eyrarfjörð, 2—3 km.
fyrir innan Hesteyri,
á lítilli eyri, sem heit-
ir Stekkeyri, og var hún upprunalega reist af
Norðmönnum sem hvalveiðastöð, er þeir nefndu
„Heklu“, og það nafn ber stöðin enn. — Síðar
(1922) breyttu þeir henni í síldarbræðslustöð,
sem Kveldúlfur svo keypti 1926. Er hún í svip-
inn næststærsta síldarbræðslustöð landsins, getur
Dr. Bjarni Sæmundsson
og dótturdóttir hans.
120