Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 26
Óhætt er að fullyrða, að knattspyrna er mesta áhuga- mál skipverja, og iðka hana ungir og gamlir þegar vinnu er lokið á kvöldin. Oft höfiun við þreytt keppni við áhafnir erlendra skipa, bæði hér heima og á erlendri grund og sjaldan boriS skarðan hlut frá borði. En hvað sem allri keppni líður, þá eykur það þrótt og lireysti aS iðka íþróttir og stuðlar að samheldni og félagslyndi skip- verja. SumariS er tími ferðalaga og höfum við stundum farið út fyrir skarkala heimsborgarinnar, New York. Þarf ekki aS fara langt til þess aS sjá fegurð náttúrunnar í ein- hverri mynd. En skipið siglir sinn sjó, jafnskjótt og af- greiðslu þess crlokið, og þá er fótboltinn lokaður niður í kistu, ásamt íþróttafötunum og taflið er tekið upp á ný. Margir iðka tafl, og þeir, sem ekki tefla, spila á spil í frístundum sínum eða lesa góSa bók, þangaS til þægi- leg hreyfing skipsins færir þá inn í draumalandið. Áð síðustu flytjum við Víkingnum b(>ztu þakkir fyrir ýmsan fróðleik og annað lestrarefni, sem hann hefur birt og óskum lionum og ritstjórum lians alls hins bezta í framtíðinni. Eyjólfur Porsteinsson. Iíerra ritstjóri! Eg undirritaður sendi hér meS blaði þínu smá greinar- korn, til birtingar og bið ég þig velvirðingar á því. Ef borin er saman aðstaða hins íslenzka sjómanns nú á tímum og svo aftur forfeSra lians, þá sést greinilega, hve geysimikil breyting hefur hér á orðiS. Ef við lítum til baka, aftur í fortíðina, þó ekki sé nema 40—50 ár og virðum fyrir okkur aðstæður og kjör sjó- mannsins þá og svo aftur þess manns, sem nú sækir gull í greipar Ægis, þá held ég, að enginn fengist til að skipta. Nú, þegar við virSum fyrir okkur einhverja af hinum mörgu verstöövum víðsvegar um landið og sjáum alla hina nýju og glæsilegu fiskibáta svo við minnumst ekki á ný- sköpunartogarana okkar þá verðum við ungu mennimir ekki svo mikiS varið við þessa þróun. En ef við hittum einhvern eldri mann að máli og spyrjum hann, hvernig umhorfs hafi verið í hans ungdæmi og á hvers konar skip- um hann hafi byrjaS sjómennsku sína, þá kemur annað hljóð í strokkinn. Hann byrjar að lýsa fyrir okkur lífi forfeðra okkar, sem sóttu sjóinn á færaskútum og hákarla- skipum. A öllu þessu sjáum við, að þaö hefur ekki verið neitt sældarlíf, sem þeir áttu við að stríöa og mætti að nokkru líkja því við fangelsisvist. Iíákarlaveiðarnar voru stundaðar seinnililuta vetrar og fram á vor og oft í hinum verstu veSrum, bæði vetrarbyl og sjógangi. Þar stóðu menn við „vaSinn“ mestan hluta sólarhringsins, og þær fáu stundir, sem hvílzt var, sváfu menn á trébekkjum og í óupphituðum lúkurum. Þar að auki var svo lifað viÖ skrínukost. En lítum á nútímann og virðum fyrir okkur nýtízku togara, eða fiskibát. Sést þá viS fyrstu sín, aS líf sjómannsins ag aðbúnaður hefur tekið miklum stakkaski])tum og má teljast vera orðinn ágætur, miðað við það, sem áður var. En nii er mönnum orSin augljós ný hætta á sjónum, scm fara ört vaxandi. Það er hinn mikli ganghraði, sem svo að segja liver einasti bátur eða skip hefur. Það er spurning, sem enn er ósvarað, hvort ríkisvaldið ætti ekki að taka hér í taumana og setja lög um hámarkshraSa fiskibáta, því að sú stefna, sem nú er allsráðandi í þess- um efnum, getur ekki blessast um langan tíma. Ef litið er á mcðferð þessara svokölluðu nýsköpunartogara, sem óhætt er að segja, aS allir séu mjög nýlegir, þeir elztu aðeins 10 ára, þá er hún vægast sagt ljót. Þar er aSeins liugsað um eitt„ og það er hraðinn. Þessi skip, sem áreiðanlega hafa verið sterklega byggS í upphafi, eru nú þegar farin að gefa sig, enda ekki ástæSa til annars, því þau eru keyrð á móti hvaða sjó og vindi, sem er og oftast með fullri ferð. Sama er aS segja um fiskibátana. Þar er þessi þróun alveg sú sama og ástandið líklega þó fremur lakara, því aS fiskibátarnir eru flestir frá 50—80 rúmlestir að stærð og hafa margir hverjir næstum því eins mikinn gang- hraða og togararnir. Nei, hér verður að nema staöur, og ég er eindrcgiS þeirrar skoðunar, að þaö sé ríkisvaldsins að koma hér til sögunnar og Alþingis að setja lög um hámarkshraSa fiski- báta, því útgerðarmenn og skipstjornarmenn liafa þegar sýnt, að þeir halda áfram þessum kappleik, þótt Jiegar liafi orðið margir árekstrar og slys á kappsiglingu fiski- báta á miðin. En árekstrarnir og vandræðin, sem af Jk'ssu hljótast, halda áfram aS koma fyrir og það í enn ríkara mæli, ef þessi þróun heldur áfram. Það er því eindrogið mín skoðun, að ríkisvaldiS eigi hér að skerast í leikinn og ég veit, að þar eru margir mér sammála, því þaö yi'Si heill og hamingja fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Með vinsemd og virðingu! Ingvar Hólmgeirsson. Biöi yorg.unara^ iflrek Sokknu skipi náð upp af 71 meters dýpi. Norsku björgunarfélagi hefur nýlega tekizt að bjarga af hafsbotni, af 71 m. dýpi stórum fiskibáti. Björgun af svo miklu dýpi mun vera sjaldgæf og hefur ekki verið framkvæmd við Noreg áður. Skipið var híft frá botninum upp á 20 m. dýpi og síðan var það dregið inn á kyrran vog, þar sem björgunarstarfinu var lokið. Fiskiskip þetta er rúmlega 200 t. brúttó og var áður umbyggt úr hvalveiðibáti. Skipið heitir „Hans Falnes“ og sökk eftir að hafa strandað fyrir nokkrum árum. Þegar kafararnir hófu vinnu sína við skipið var það hulið fjögurra metra þykkri botn- leðju. Vegna hins mikla dýpis tók ferðin upp frá botninum kafarana fjóra klukkutíma. Gert er ráð fyrir, að skipið sé ekki verr leikið en svo, að viðgerð á því svari kostnaði. Það mun síðar verða dregið til Stavangurs til viðgerðar. Einn kafaranna, sem vann að björguninni, veikt- ist hættulega af svonefndri „kafaraveiki", sem stafar af ofmiklum hraða á uppleiðinni, fyrir kafarann. Kaf- arinn var fluttur í þrýstitank flotans í Horten og eftir 40 klst. meðferð þar, náði hann sér eftir volkið. LEIÐRÉTTING Sú meinlega prentvilla varð í síðasta blaði, að línurit, sem fylgdi greininni „Hvað kostar sjómílan" prentaðist á hvolfi. Lescndur blaösins cru því vinsamlegast beðnir að livolfa því, er þeir kynna sér umrætt línurit. Þetta kann að þykja cinkennileg krafa til íésendanna að lesa hluta af blaðinu á haus, en við því er ekki að gera. — Bitstj. 138

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.