Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 2
hvem fisk til heimferðar, en þrátt fyrir það hefur þó árangurinn orð- ið harla lélegur í og með vegna þess, þegnskyldu ofbeldisdagamir, sem upprunalega voru 3, en síðar slakað niður í tvo og nú 1, hafa dregið svo mjög úr þeim annars takmark- aða tíma, sem skip á veiðum má vera, til að bjarga óskemmdum afla að landi. Ein af úppáhaldsspurningum Breta hljóðar á þá leið, hvort engri íslenzkri ríkisstjórn hafi dottið það í hug, að heildartala þeirra er byggja afkomu sína á fiskveiðum í Bretlandi, sé jafnmikil og jafn- vel miklu meiri en fjöldi þeirra íslendinga er hliðstæða atvinnu stunda, og jafnvel meiri en allir íslendingar samtals? Og í áfram- haldi: Hvers vegna ætti að refsa þessu brezka fólki, sem er háð fisk- veiðum, íslendingum til hags? Spurningin er greinileg og tekur af allan vafa um viðbrögð og allt háttalag Breta á íslenzkum fsiki- miðum síðan 1. september. Það er ekki raunhyggja, heldur ímyndaðir hagsmunir Breta sem rekast á við hagsmuni íslendinga og þegar að svo er komið, verða brezkir hags- munir Bretum allt. Þeir taka þá ekkert tillit til, hvort um líf eða dauða er að tefla hjá lítilli og vam- arlausri þjóð. Vissulega veit almenningur og allar ríkisstjórnir á íslandi að Bret- ar eru mikil fiskveiðiþjóð og þeir senda skip í allar áttir til fiskveiða, en meðal annars af þeim sökum, lítum við svo á, að Bretum sé það ekkert lífsspursmál, að fá að veiða upp í landsteinum við ísland. Við teljum, að nú um alllangt skeið hafi verið of nærri íslenzk- um fiskstofni gengið, en aðgerðir okkar til verndunar fiskstofninum verða jafnframt til hagsbóta Bret- um og öllum öðrum sem fiskveið- ar stunda hér um slóðir á komandi árum. Algjört tillitsleysi og gegnd- arlaus ofveiði leiðir til ógagns fyrir alla aðila og líkur með þvi, að ekki verður bein úr sjó að hafa, og þá þýðir hvorki Bretum né öðrum að senda skip til veiða við ísland. íslenzk fiskimið eru engin und- antekning. Þeim má ofbjóða eins og Norðursjó, en þvi nefni ég Norð- ursjó, að Bretum er hann aðliggj- andi veiðisvæði, þar sem þeir tóku upp uppgripaafla fyrr á tímum með lélegum veiðitækjum, en nú þýðir þeim ekki, þrátt fyrir geysilegar framfarir í veiðitækni, að senda hinn vel búna flota sinn til fiski- fanga þangað, heldur sigla honum, að undanskildum hinum smærri og lélegri skipum um þúsundir mílna til fiskveiða á-fjarlæg mið, meðal annars til íslands, í stórum stíl sem mun leiða hér af sér sama ástand og nú er um miðin sem áður þóttu góð fiskimið og liggja kringum brezku eyjamar. England er mikið iðnaðarland og hefur mörg jám í eldinum. Það get- ur ef til vill látið sér fátt um finn- ast, þótt fiskimið eyðist upp hér eða þar. Það getum við íslendingar aftur á móti ekki, því öll okkar fjárhagsafkoma veltur á fiskveið- um og þess vegna erum við til- neyddir að treysta á allar færar leiðir til þess að vernda fiskimiðin í kringum land vort. I því felst eng- inn fjandskapur við eina eða aðra þjóð. Bretar telja að brezkir sjómenn hafi fiskað um aldaraðir undan ströndum íslands og virðast álíta að með því hafi Bretar skapað sér óskoraðan rétt. Við erum á gagn- stæðri skoðun. Framan af voru fiskveiðar Englendinga ekki til- finnanlegar fyrir íslendinga enda reknar á svo frumstæðan hátt, að ekki var álitið að miðunum stafaði bein hætta af, en með tilkomu tog- aranna, sem þeir tóku að senda hingað til veiða, skömmu eftir alda- mót, tók þetta að breytast. Þá var hér svo mikill fiskur af öllu tagi, að togaramenn þeirra hirtu aðeins flatfiskinn, en hentu öllum öðrum fiski. Þetta segir nokkuð til um þá þróun sem átt hefur sér stað eða hvar og hvenær myndu þeir fá slík- an afla nú hér við ísland og eru þó skip þeirra ólík því sem þá var og með margfalda veiðihæfni. Það eru togveiðar Breta sem harðast hafa mætt á íslenzkum fiskimiðum og þær eru ekki aldar- gamlar hér við land, en samt hafa þær breytt áður auðugum veiði- svæðum í auðn. Fram til 1901 var landhelgi ís- lands 16 mílur. Þá sömdu Bretar við Dani, að okkur forspurðum, um sérstakt leyfi Bretum til handa um að mega fiska innar þrem mílum frá landi. Sá samningur var ekki alþjóðlegur, en sem einkasamning- ur milli Breta og Dana, var hann um leið viðurkenning á 16 mílna landhelginni, sem fram að því hafði verið í gildi við ísland. Síðan eða eftir að íslendingar tóku sjálfsfor- ræði í eigin hendur, urðu sjálfstæð þjóð, sögðu þeir þessum samningi upp og hafa síðan hagað aðgerðum sínum eftir því sem næst verður komizt, að alþjóðlegt megi teljast og engin lög brotið. Bretar vita jafnvel og við, að eng- in endanleg lög eða alþjóðlegar sam- þykktir liggja fyrir um landhelgi og fiskveiðitakmörk. Þeir vita sennilega líka að um 3 tugir þjóða hafa tekið sér stærri landhelgi, en þeir, Bretar, telja sér henta, en gegn engri þeirra hafa þeir ráðizt með vopnavaldi, nema íslendingum. Hvers vegna? Það er ráðgáta, sem við viljum fá upplýsta. Enginn þess- ara þjóða hefur jafnmikla þörf og við íslendingar fyrir fiskinn sem lifir við strendur heimalands þeirra, því enginn þjóð heims er jafn háð fiskveiðum og við. Bretar tala um að varðveita fiski- svæðin kringum ísland til afnota öllum þjóðum heims. Þeir vita að allar þjóðir heims fiska ekki á Is- landsmiðum og koma aldrei til með að gera. Þeir hljóta því að eiga við að varðveita miðin sem matarbúr sem miðla megi úr til hvaða þjóðar sem er og um það myndum við vera sammála, en það verður ekki til langframa unnt að gera, ef áfram er haldið á sömu braut, braut rányrkj- unnar, eins og nú er. Það verður ekki gert með skef jalausri veiði með hinum hættulegustu veiðitækjum, þar sem ráðizt er á fiskinn djúpt eða grunnt svo hann á hvergi írið- land og eyðist upp fyrir tilverknað einnar kynslóðar. Höfum við skyldur eða skyldur ekki gagnvart þeim sem á eftir koma ? Núlifandi íslendingar líta svo á, að eftirkomendur þeirra komist ekki af á íslandi nema því aðeins að fiskiþurrð aukist ekki fram úr því sem orðið er á íslandsmiðum. VÍKINGUB 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.