Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 12
Prófessor Sörensen umboðsmaður dönsku þjóðarinnar í landhelgismálinu? Axel Schiöth Nýlega var frá því skýrt í 268. tbl. Morgunblaðsins, að danskur ráð- gjafi í utanríkismálum, einhver Max Sörensen, hafi flutt erindi um landhelgismálið í Kaupmannahöfn að viðstöddu mörgu stórmenni og haldið því fram, að Bretar væru í sínum „fulla rétti“ þegar þeir beita íslendinga vopnavaldi í þeirri landhelgisdeilu, sem nú stendur yfir. Ég er enginn sérfræðingur í ut- anríkismálum heldur óbreyttur sjó- maður, kominn í beinan karllegg af dönskum manni, er flutti hingað alfarinn til Akureyrar skömmu eft- ir að hann hafði tekið þátt í stríð- inu við Þjóðverja árið 1864 og sett- ist hér að. Því hefur verið haldið fram 1 deilunni um handritamálið, að lausn þess strandi fyrst og fremst á einum prófessor við Hafnarhá- skóla. Hinu hefur einnig verið hald- <$>—--------------1-------------<S> negldur við. Kalsviðnar leyfarnar af skipstjóranum fylltu loftið stækju. Sá eini, sem lifði, féll í ómegin, raknaði við rétt andartak og heyrði þá skvampið í sjónum, sem rann gegnum káetukýraugun, niðri. Sjóræningjarnir höfðu bund- ið hann á sökkvandi skipi, sem þeir höfðu slegið göt á. Það síðasta, sem hann skynjaði og mundi var skvampið í sjónum, a'llt í kringum hann um leið og hann missti með- vitundina. En skvmapið kom frá skipi, sem kom til hjálpar og brunaði uppað meðfram síðunni. Það hafði náð að koma í þann mund, sem sjórinn flaut yfir þiljurnar á „Mary“, en í tæka tíð þó til þess að einir tveir af áhöfn þess komust um borð og leystu þennan vestlings mann, sem hafði höfuðóra og talaði í óráði, mann, sem hálfum mánuði áður hafði farið að heiman í sjóferðalag sér til heilsubótar. ið fram, að ef þessi prófessor og aðrir danskir vísindamenn hefðu átt þess kost, að kynnast íslenzku þjóð- inni af eigin raun og rannsaka hér á landi með eigin viðkynningu mál- stað íslendinga, væri það mál löngu leyst. Um þetta skal ég ekkert full- yrða, en það liggur nærri að álykta, að prófessor Max hafi ekki kynnt sér landhelgismálið til hlýtar, þegar hann setur fram sleggjudóma sína. Svo sem kunnugt er önnuðust Danir landhelgisgæzlu hér við land í mörg ár, þar til íslendingar tóku hana sjálfir í eigin hendur. Þessi landhelgisgæzla Dana sætti mikilli gagnrýni, sem oft á tíðum var á rökum byggð. Varðskipin Islands Falk, Beskytteren o. fl. þóttu liggja of oft í höfnum inni og Bretar rán- yrktu fiskimið okkar uppi í land- steinum meðan varðmennirnir stunduðu samkvæmislif í höfnum. En það skal viðurkennt, að oft höfðu röggsamir og dugandi yfirmenn skipsstjórn með höndum á dönsku varðskipunum. Minnist ég þess sér- staklega að hafa heyrt minnzt á einn skipstjóra, sem aðeins stjórn- aði varðskipi sínu eitt sumar, — þá var hann „dreginn út“ og af hvaða ástæðu? Um það gengu margar sögur. Ein var sú, að honum tókst þetta eina sumar sem hann stjórn- aði varðskipinu danska, að klófesta svo marga landhelgisbrjóta, að Bretar kærðu hann fyrir Dönum. Það var altalað; að hann hefði ver- ið látinn fara af því að hann var „for ivrig i tjenesten“. Þetta eru orð, sem allir skilja. Hvað þessu viðvíkur er eitt víst: Danir eiga mikið undir því, að Bret- ar kaupi af þeim landbúnaðaraf- urðir, egg, smjör, osta og flesk. Frá því hefur verið skýrt af mér fróð- ari mönnum, að þeir afsöluðu land- helgisréttindi okkar í hendur Breta og liggur nærri að halda, að slíkt hafi verið gert í sambandi við um- rædda afurðasölu. Eitt er a. m. k. víst: Ef prófessor Max tæki sér stöðu á íslenzku skipi þá mundi hann geta verið alveg viss um, að íslenzkir sjómenn lofuðu honum að heyra þessa skoðun, sem ég held að enginn íslendingur efist um að sé sönn. -— Hvað sagði prófessor- inn um þessa hlið á landhelgismál- inu? Að endingu segir prófessorinn: „Það eru hagsmunir verzlunarflota okkar, að kref jast lítillar landhelgi, svo að siglingar um höfin verði sem greiðastar". Þessa speki fæ ég ekki skilið, enda er hún á borð borin fyrir full- trúa erlendra verzlunarskipa, sem sennilega hafa allfæstir átt þess kost „að pissa í saltan sjó“ svo not- að sé sjómannamál. Ég hef ekki vit- að annað en að fragtskip og far- þegaskip fari allra ferða sinna á höfunum óhindruð af öllum land- helgislínum vegna fiskveiða. Slík- ar fullyrðingar þurfa vissulega skýringar við. Landhelgismálið er alvörumál, sem enginn ætlast til að leysist á fundi kaupskipaflotamanna í Kaup- mannahöfn heldur fyrst og fremst með einbeittri framkomu varð- skipsmanna, sjómanna og þjóðar- heildarinnar. Framkoma Breta á hafinu hér við land er með þeim endemum að þegar geta hlotist stór- mannskaðar af. Okkur sjómönnum er kunnugt um, að Bretar virða ekki settar siglingareglur hér við land þegar þeir þurfa að ná sér niðri á íslenzkum sjómönnum, sem þeir virðast hata. Það er algengt, að þeir sigli í dimmviðri í yfirmanns- lausri brú, það kemur fyrir, að þeir gera sér leik að því að sökkva fiski- bátum. Það er ekki óalgengt að sjá brezka sjómenn veifandi whisky- flöskunni yfir borðstokkinn, hróp- andi alls konar illyrðurrf til íslend- inga. Sjómenn vita þetta vel og þeir spyrja nú hver annan: Hvað skeð- ur á vetrarvertíðinni ? Svarið er þetta: Það á að vopna íslenzku fiskveiðiskipin vél- byssum eins og gert var á stríðs- árunum, þegar íslendingar lögðu líf sitt í hættu til þess að færa Bret- um björg í bú, — þegar þeim reið mest á. 76 VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.