Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 15
70 ára
Auðunn Sæmundsson, útvegsbóndi
Þann 12. apríl s.l. varð Sæmund-
ur Auðunsson útvegsbóndi frá
Minni-Vatnsleysu sjötugur og verð-
ur þó lítt á honum séður sá aldur,
og það þrátt fyrir, að allt hans líf
frá æskudögum, hefur verið sam-
felldur starfsdagur við tvo erfið-
ustu þætti íslenzks athafnalífs,
landbúnað og sjávarútveg.
Auðunn er fæddur í Minni-Vatns-
leysu á Vatnsleysuströnd árið 1899.
Faðir hans stundaði þar mikla út-
róðra jafnframt búskapnum, og
hafði ávallt margt manna starfandi
við sjávarútveginn. Lá það því
nokkuð í hlutanna eðli, að Auðunn
hóf sjómennsku nær strax og hann
gat valdið árinni, og varð snemma
formaður á áraskipum föður síns.
Hann kvæntist Vilhelmínu Þor-
steinsdóttir Gíslasonar útvegsbónda
að Meiðastöðum í Garði, og tóku
þau síðar við búi að Minni-Vatns-
leysu.
Þau hjónin voru jafnaldrar, fram-
tíðin blasti við með óþrjótandi verk-
efnum fyrir starfsfúsar hendur, að
halda uppi merki eldri kynslóðar,
og með nýjum tíma, að auka veg
þess sem áður var grundvallað, að
yrkja jörðina og sækja björg í bú
á sjóinn.
Auðunn stundaði útveginn af
kappi jafnframt búskapnum, fyrst
á opnum bátum eins og títt var, en
í byrjun fyrri heimsstyrjaldar lét
hann byggja fyrir sig 15 lesta vél-
bát, er hann nefndi Sæbjörg, og síð-
ar eignaðist hann fleiri vélbáta og
stærri, fékkst allmikið við útgerð
og var venjulega formaður sjálfur,
var hann farsæll á sjónum og afl-
aðist vel.
Þegar heimilisfaðirinn var á sjón-
um, lenti búsýslan meira á hús-
móðurinni, enda vandanum vel vax-
in, fædd og uppalin á stóru útvegs-
heimili, þar sem heimilisbragurinn
mótaðist af dugnaði og iðjusemi.
Eftir því sem árin liðu fram fjölg-
aði börnunum, en jafnóðum og þau
uxu úr grasi biðu þeirra strax verk-
VÍKINGUE
efni við fisk og fénað. Allir urðu
að leggja sitt ýtrasta fram til heilla
og viðhalds hinu stóra heimili.
Árið 1938 urðu þau hjón að hætta
búskapnum og flytja til Reykja-
víkur, en það sama ár andaðist hús-
móðirin. Þó að ævidagar hennar
yrðu ekki fleiri, var-lífsstarfið orð-
ið mikið og stórt. Þau hjónin höfðu
eignast 13 börn, 6 dætur og 7 syni.
Þau misstu eina dóttur í æsku, en
hin bömin voru öll að komast sjálf-
bjarga út í lífið, með traust vega-
nesti frá góðu foreldraheimili.
Eftir að Auðunn missti konu
sína, hefur hann nær samfellt sinnt
störfum á sjónum og nær eingöngu
á togurum. Allir synir hans sóttu
einnig á sjóinn, strax þegar afl óx
í armi. Tveir synir hans eru nú
látnir á bezta aldri, áður en þeim
entist aldur til þess að ná settu
marki, að ljúka prófi við Sjómanna-
skólann, til þess að geta gerzt skip-
stjómarmenn, en fimm synir hans
hafa lokið skipstjóraprófi og allir
hjá Friðrik Ólafssyni skólastjóra.
Sæmundur árið 1940, Þorsteinn
1942, Gunnar 1944, Auðunn 1947
og Gísli 1949. Þeir hafa allir orðið
togaraskipstjórar eftir að þeir luku
skipstjóraprófi, allir verið farsælir
og duglegir sjósóknarar og lands-
kunnir aflamenn.
Dætur Auðuns eru allar giftar
yngsta trúlofuð) og örlögin hafa
hagað þvi þannig til, að tvær þeirra
eru giftar togaraskipstjórum, og
Kristín, sem Auðunn dvelur til
heimilis hjá, er gift lögreglustarf-
manni, en hann hefur einnig skip-
stjórnarréttindi. Gleður það hjarta
hins aldraða útvegsbónda, að sjór-
inn og sjávarútvegurinn á enn svo
sterkan og góðan þátt í fjölskyldu
hans, sem í báðar ættir telur upp-
haf sitt svo traustlega til höfuðat-
vinnuvega þjóðarinnar, landbúnað-
ar og sjávarútvegs.
Sjálfur telur Auðunn sig vera far-
inn að taka lífið með ró og láta
sér líða vel. Hann starfar nú sem
bræðslumaður á einu glæsilegasta
veiðiskipi flotans, hinum nýja Fylk-
ir, framkvæmdastjóri skipsins er
Sæmundur og skipstjóri er Auðunn,
synir Auðuns. Sjómannablaðið Vík-
ingur óskar honum allra heilla í til-
efni þessara tímamóta.
II. J.
I sambandi við 70 ára afmælið var mynd þessi tekin, þegar allir bræðurnir voru
staddir samtímis í landi, sem sjaldan skeður. — t fremri röð frá v.: Friðrik V.
Ólafsson skólastjóri og Auðunn Sæmundsson. Á bak við þá standa skipstiórarnir
talið frá v.: Gísli, Þorsteinn, Auðunn, Sæmundur og Gunnar.
79