Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 7
ingunni. Ég geri auðvitað ráð fyrir, að þarna verði notaðir uppskipunar- kranar, og bryggjur og vöruhús gerð með hliðsjón af því. Hætt er við að straumur verði nokkur í hafnarmynninu, en það takmarkast af tveimur yztu skerj- unum, og getur því ekki orðið nema um það bil 200 metra vítt. Væri Viðeyjargarðurinn látinn ná nokkru lengra út en uppdrátturinn sýnir, gæfi hann höfninni betra skjól fyr- ir vestan átt, en sú framlenging yrði mest á 20 metra dýpi. Fyrir öllum öðrum áttum en vestanáttinni verður höfnin varin af landi, nema allra innst, þar sem norðaustan kviku getur lagt inn um sundið milli Viðeyjar og Gufuness. Þessu til varnar er sú hugmynd freist- VÍKINGUR andi, að loka sundinu með garði, og gera veg á honum út í Viðey. Yrði þá greið leið til Viðeyjar, en hún er eins og sköpuð fyrir skemmtigarð, með hóteli og veit- ingastöðum, leikvöllum og jafnvel baðströnd. En þá lokaðist fyrir lax- inn á leið hans til Elliðaánna. önn- ur leið er til, sem ég álít að nægi, en það er að vera um 400 metra lang- an varnargarð, sem stefndi sem næst því út í SSA, út frá suðvestur- homi Viðeyjar, eða lítið eitt aust- an við það. Sá garður verður allur á mjög grunnu vatni, og má vera veikgerður, því á honum mæðir ekki annað en fjarðarbára. Með því að hafa þennan garð svona, en loka ekki sundinu alveg, hugsa ég að nægilegt skjól fáist fyrir innan- verða höfnina, og um leið er haldið opinni leið fyrir laxinn, því að von- andi móðgast hann ekki svo mikið af þvi að Viðeyjarsundi er lokað, að hann þiggi ekki þessa inngöngu- leið. Það mælir með hafnargerð þama, að hún yrði margfalt ódýrari en á Engeyjarsundi. Þarna verða varn- argarðarnir styttri og á minna dýpi. Viðeyjagarðurinn verður að vera sterkustu þeirra, því að útsjórinn piæðir mest á honum, en helming- ur hans verður á litlu dýpi, aðeins eins til þriggja metra. Skarfaskerja- garðurinn mun liggja á grunnum skerjum með álum á milli, sem þó ná ekki 10 metra dýpi nema yzti állinn. Þarna er efni nærtækt eins og áður er getið, og í Viðey hlýtur að vera nóg af grjóti í Viðeyjar- garða. í alla garða Engeyjarsunds- hafnarinnar verður að flytja efnið langt að, auk þess, að örfirisey— Engeyjargarðurinn verður áð vera miklu breiðari og sterkari en Skarftaskerja- og Viðeyjargarð- arnir. Helzta mótbáran mót hafnar- gerð þarna, er hættan á ísalögum í miklum frostum, vegna ferska vatnsins úr Elliðaánum. Sú hætta er vissulega til staðar, en margir vetur hafa ekki komið á seinni ár- um svo frostharðir, að líkur séu til að þessi höfn hefði þá lagt. Stöð- ug umferð skipa brýtur ísinn jafn- óðum og hann leggur, og straumar verða þar alltaf vegna sjávarfalla og rennslis úr Elliðaánum, sem einnig hjálpa til að brjóta ísinn og bera hann burtu. Ég hygg, að hætta stafi lítil af minna frosti en 10 stigum, og þá ekki fyrr en það hef- ur staðið í einn eða tvo daga. Þessi höfn yrði ekki nærri eins stór og Engeyjarsundshöfnin, en mikið mega viðskipti vor og vöru- flutningar aukast, fiskiflotinn stækka og fólkinu fjölga, áður en hún nægir ekki þörfinni, ásamt gömlu höfninni. Vegna hins gífur- lega kostnaðarmunar, sem hlýtur að vera á hafnargerð þarna og á Engeyjarsundi, tel ég rétt, að þetta hafnarsvæði verði athugað vel, áð- ur en byrjað er á hafnargerð ann- ars staðar. 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.