Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 27
í aðeins 600 mílna fjarlægð. öld eftir öld lifir hann síðan tilbreyt- ingalausu lífi, jafnvel tinnuverk- færi hans breytast ekki. Loks er hann leystur af hólminum af homo sapiens, þá byrjar línurit menningarinnar að stíga hægt. Hinir nýju menn endurbæta veiðiáhöld sín, búa sér til verk- færi til að nota við trésmíðar og sitja við sameiginlegan eld. Eft- ir þúsundir ára hafa íbúar hell- isins búið sér til ágæt verkfæri, þeir eru farnir að sauma og mála. En línurit menningarinnar ber ennþá lágt yfir sjóndeildar- hringinn. Fyrir sjö þúsund ár- um, eða í gær, á mælikvarða hinnar löngu sögu hellisins, byrj- ar línuritið að stíga með aukn- um hraða. Shanidar-mennirnir læra að temja dýr, erja jörðina, mala hveiti, búa til leirker og spinna þráð. Þeir halda þó áfram að vera einangraðir hjarðmenn, þrátt fyrir röð menningarríkja, Súmera, Babýlóníumanna, Ass- ýríumanna og Persa, sem risu og féllu í Mesópótamíu rétt hjá. Bráðum er saga Shanidar-hellis- ins á enda runnin. Stjórnin í írak áformar að byggja stíflu í stóru Zab-á, þá fyllist Shanidar-dalur- inn af vatni og aðgangur lokast að hellinum. Til allrar hamingju fannst hann þó í tæka tið og gat sagt okkur sögu sína. Aths. Ofanritað er þýðing á ritgerð eftir Ralph S. Solecki í Scientific American, nóvember- hefti, 1957. Grímur Þorkelsson. Foreldrarnir voru að ávíta Sig’ga litla fyrir að leika sér með Árna, sem væri vondur strákur. Segið mér, svaraði Siggi, getur ekki vondur strákur alveg eins orðið góð- ur, ef hann leikur sér með góðum strák? • Tvær vinkonur ræddust við: Finnst þér ekki notalegt og heim- ilislegt þegar maðurinn þinn hagræð- ir sér í hægindastólnum og kveikir sér í vindli. O, læt ég það nú vera. Hins vegar er það ágætt þegar, ég af gefnu tiiefni, get bent honum á hvar eigi að byr.ja að spara. VÍKINGUR ERUM í NÆ5TU HDFN MEÐ RÉTTAR □ LÍUR Á ALLARV ÉLAR 91

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.