Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 10
Farþegi með „Mary"
Arnljótur Jónsson ])ýddi.
Sá blóðugi sjóræningjaleikur, sem
hér verður rakinn, fór fram í júní-
mánuði árið 1822 í Floridasundi,
um borð í seglskipinu „Mary“ frá
Filadelfíu, er það var á leið sinni
suðureftir til New Orleans, með
fimm manna áhöfn, þar meðtalinn
skipstjórinn, einn farþega og hund.
•
Á „Mary“ voru þessir: skipstjór-
inn, f jórir aðrar af áhöfn, einn far-
þegi og Nýfundnalandshundur.
Hundur þessi, sem var uppáhald
skipstjórans hafði eitt sinn bjarg-
að lífi hans þegar bóma hafði rot-
að hann og slegið honum út í sjó.
Farþeginn, sem þrátt fyrir það, að
harm var að ferðast sér til heilsu-
bótar (sjóferðalög voru almennt
ráðlögð af læknum, við svona venju-
legu sléni, á nítjándu öldinni) átti
heilan fjölda af viðskiptavinum í
New Orleans, og þeim ætlaði hann
álitlega fúlgu í gulli, silfri og seðl-
um (bankaseðlum, eins og þeir voru
þá kallaðir) og nam þetta allt, sam-
anlagt 33.000 dollurum. Eftir að
hafa ráðgast við skipstjórann um
góðan felustað, fóru þeir og losuðu
planka frá böndum í farþegaklefa
skipsins, földu gullið og slifrið, settu
plankann aftur í samt lag, fylltu
svo og tjörguðu yfir samskeyti
plankans. Farþeginn saumaði svo
nokkuð af gjaldeyri inn í gerfiháls-
kraga, sem hann hafði og innan í
vinstra kragahomið á frakkanur
sínum.
í hálfan mánuð gekk allt vel.
„Mary“ sigldi suður á bóginn fyrir
hægum og allt upp í stífum kalda
og farþeginn hvíldi sig og fór að
líða betur. En skipstjórinn og
áhöfnin tóku nú að hafa áhyggjur.
Síðasti áfanginn í ferðinni var að
sjálfsögðu hættulegastur. Þeir voru
nú að komast inn í Flóridasundið,
eitt allra versta athafnasvæði sjó-
ræningja, bæði Norður- og Suður-
Ameríku.
Það var tveimur tímum fyrir sól-
arlag á f jórtánda degi, sem þeir sáu
74
ókunnuga siglingu. Rétt áður en
myrkrið skall á hafði þetta skip
nálgast það mikið, að þeir um borð
í „Mary“ gátu séð, að þetta var
margsiglt seglskip. Það hafði ekk-
ert flagg uppi, að því er séð varð
og í rauninni höfðu þeir ekkert fyr-
ir sér um það að þetta væri sjó-
ræningjaskip. En skipstjóranum
líkaði ekki hvernig það nálgaðist.
Eftir að dimmt var orðið gátu
þeir ekki gert annað en bíða átekta,
meðan „Mary“ plægði öldurnar suð-
ur með ströndum Florida. Það var
ekki tunglskin. Skipstjórinn lét
slökkva ljósin á „Mary“. Sama
gerði skipstjórinn afturút. En það
var óskaplega mikið áberandi hvað
mikið var af maurildum í sjónum
þetta kvöld og frá „Mary“ mátti
glöggt sjá hvernig sjóirnir brotn-
uðu við stefni skipsins sem á eftir
kom. Þeir sáu því fram á, að þeim
mundi ekki takast að komast und-
an í myrkrinu.
Fáir gátu sofið um borð í „Mary“.
Farþeginn, sem gekk um þilfarið
hvíldarlaust, kom að þremur af
áhöfninni, sem ekki höfðu vakt, þar
sem þéir sátu kringum akkerisvind-
una og töluðu saman í hálfum hljóð-
um jafnframt því sem þeir gáfu
gætur að ljósblikinu afturundan.
í sama mund brá fyrir glampa á
þilfari skipsins, sem elti þá, líklega
af kveikjupúðri í handbyssu. í
glampanum gátu þeir séð, að þil-
farið moraði af mönnum.
Árásin hófst í dögun. Sjóræn-
ingjaskipið hlóð seglum, sem mest
mátti, hleypti upp að unz það var
komið í skotfæri og sendi kúlu yfir
kinnunginn á „Mary“. Skipstjórinn
á „Mary“ beitti upp í. Hann gat
ekki komið sér undan og þar sem
hann hafði aðeins sex gamlar
handbyssur og eina kanónu á snar-
kringlu, sem notuð var sem merkja-
byssa, gat hann ekki leikið sér að
því, að gefa þeim fullbyrðu fram-
an í andstæðinginn. Hann átti að-
eins einn kost og hann bjó sig nú
undir að hagnýta sér hann.
Eftir að hafa hlaðið og troðið
púðri og tundurkveikju í snar-
kringlufallstykkið raðaði hann
mönnum sínum og farþeganum við
borðstokkinn og beið þess, að árás-
armennirnir kæmu upp að síðunni.
Sjóræningjarnir, sem vopnaðir voru
handbyssum, skammbyssum, stutt-
um sverðum og hnífum, tróðust of-
an í einn af bátunum og reru yfir
um. Skipstjórinn beið þar til bát-
urinn átti eftir skemmra en lengd
Tveimur tímum fyrir sólarlag, á fjórtánda degi, sáu þeir ókunna siglingu.
VÍKINGUB