Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 13
öm Steinsson. Sjóréttarskýrsla vegna Hedtoft-slyssins Frásögnin er tekin úr marzhefti Maskinmesteren. Sjóréttur var haldinn í Kaup- mannahöfn 12. febr síðastliðinn vegna hvarfs „Hans Hedtofts". Dauðakyrrð ríkti í réttarsalnum, meðan forseti réttarins ræddi ein- staka kunna atburði slyssins. Virt- ist skipið hafa sokkið óvænt og skyndilega, og enginn haft tíma til að forða sér frá skipinu. Menn voru, skömmu áður en senditæki skipsins þögnuðu, þrátt fyrir augljósa hættu, vongóðir um, að þýzki togarinn „Jó- hannes Krúss“ gæti veitt mikils- verða hjálp. Margt virtist benda til, að eitthvað óvænt hefði skeð, ef til vill hefði þilið milli hinna tveggja vélarúma skyndilega brostið undan þunga sjávarins, og skipið sokkið á örfáum sekúndum. Rétturinn komst að þeirri nið- urstöðu, að slysið væri óháð vetr- arsiglingu og hefði getað komið fyr- ir á öðrum árstíma. Slysið upplýstist greinilega í stuttum en skýrum radioviðskiptum milli „Hans Hedtofts" og „Jóhann- esar Krúss“ föstudaginn 30. jan. í ægilegu veðri suðaustur af Hvarfi. Radioviðskiptin gáfu gleggri mynd af slysinu, heldur en langar lýsing- ar með fræðilegum útskýringum. Þau sýndu vel hversu erfitt var fyrir 2 skip í fárviðri að finna hvort annað, enda þótt þau væru á ná- lægum slóðum. Viðskiptin sýndu einnig sérstaka djörfung og ósér- hlífni Þjóðverjanna á litla 400 tn togaranum „Jóhannesi Krúss“, sem flýttu sér til bjargar á þessum hættulegu slóðum. Harmsagan hófst, þegar „Hans Hedtoft" kl 17.18 sendi SOS-merk- in. Og öllu var lokið kl 20.45, er „Hans Hedtoft" þagnaði. Hér á eftir fer skýrslan um radio- viðskiptin. Tíminn er Greenwich- tími. 17.18: Togarinn Stadt Herten til- kynnir, að hann hafi heyrt SOS- kall frá „Hans Hedtoft". 17.23: „Jóhannes Kr.úss“: Til- VÍKINGUR kynning til allra togara. Staða okk- ar er 59.25 norður, 42.30 vestur. 17.25: Stadt Herten tilkynnir: „Jóhannes Krúss“ er næstur slysa- staðnum. 17.25: Fjarlægðin milli „Jóhann- esar Krúss“ og „Hans Hedtoft" er um 25 sjómílur. 17.30: Jóhannes Krúss við Pos- eidon: Ég er lagður á stað til stað- arákvörðunar „Hans Hedtofts". 17.55: Poseidon við „Hans Hed- toft“ og Pr. Christiansund: Ég hef beðið „Jóhannes Krúss“ að sigla á staðarákvörðunarstað „Hans Hed- tofts“ og veita aðstoð. 18.04: „Jóhannes Krúss“: „Hans Hedtoft“, þetta er þýzki togarinn „Jóhannes Krúss“. Við erum á leið- inni til aðstoðar. 18.06: „Jóhannes Krúss": Við heyrum vel til ykkar, „Hans Hed- toft“. Við erum á leiðinni. 18.08: „Jóhannes Krúss“ miðar „Hans Hedtoft" 237 gráður rétt- vísandi. 18.12: „Hans Hedtoft": Umhverf- is okkur er mikill ís. Gerið svo vel að biðja Poseidon að koma til að- stoðar. Skipið er að sökkva. Mikill sjór er í vélarúmunum. Við erum með marga farþega. Alls erum við um 90 manns. Þér megið gjarna tala þýzku. 18.15: „Jóhannes Krúss“: Við siglum með nærri 10 mílna hraða. Það er krappur sjór, ís og snjór. Skyggni er slæmt. 18.25: „Jóhannes Krúss“ biður „Hans Hedtoft" um miðun. 18.28: „Jóhannes Krúss“: Við miðum ykkur 235 réttvísandi. Getið þið miðað á 2182? „Hans Hedtoft": Nei. 18.36: „Hans Hedtoft" miðar Pr. Christiansund. 18.52: „Hans Hedtoft“: Skip- stjórinn tilkynnir, að við miðum réttvísandi norður. 18.53: „Jóhannes Krúss“: Við miðum 340 gráður réttvísandi. 18.55: „Hans Hedtoft" sendir miðun. 18.57: „Hans Hedtoft": Við mið- um -—• er mikill ís hjá ykkur? 19.10: „Jóhannes Krúss“: Hér er íshragl, en engir borgarísjakar. 19.14: „Jóhannes Krúss“: Við nálgumst, en sjór er krappur og skyggni slæmt. 19.15: „Jóhannes Krúss“: „Hans Hedtoft" — við erum á leiðinni til ykkar. En eigum enn eftir tvær til þrjár stundir. Snjórinn, sjórinn og ísinn tefur okkur, en við siglum tæpar 10 mílur á klukkustund. 19.36: „Jóhannes Krúss“: „Hans Hedtoft" — við miðum ykkur á 221. 19.40: „Hans Hedtoft": OK — skipstjórinn segir engar athuga- semdir. 19.41: „Jóhannes Krúss“: Getið þið skotið flugeldum. 19.41: „Hans Hedtoft": Já. 20.06: „Jóhannes Krúss": Skjót- ið flugeldum. 20.08: „Hans Hedtoft": Skip- stjórinn tilkynnir, að við skjótum núna flugeldum. 20.14: „Hans Hedtoft": Sáuð þið flugeldana. 20.14: „Jóhannes Krúss“: Nei. 20.14: „Hans Hedtoft": Skip- stjórinn tilkynnir að næsta flugeldi verði skotið eftir 10 sekúndur. 20.15: „Hans Hedtoft": Sáuð þið flugeldinn. 20.15: „Jóhannes Krúss": Nei. 20.16: „Jóhannes Krúss“: Er enn ljós á skipinu hjá ykkur? (Krúss á við rafljós). 20.16: „Hans Hedtoft": Nei. 20.21: „Jóhannes Krúss“: Sjáið þið ljóskastarageislann frá okkur — við lýsum hátt upp í loftið. 20.21: „Hans Hedtoft“: Við sjá- um ekkert. 20.30: „Jóhannes Krúss“: Send- ið fleiri miðanir. 20.30: „Hans Hedtoft": OK. 20.30: Nú er „Jóhannes Krúss“ kominn á staðarákvörðunarstað „Hans Hedtofts", þegar árekstur- inn varð. En skyggnið hefur minnk- að vegna hins mikla óveðurs, snjóa og ægilegra stórsjóa. 20.41: „Hans Hedtoft": Ég var rétt að miða Pr. Cristiansund í rétt- vísandi norður. Við sökkvum hægt. 77

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.