Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 26
menningartímum. Þess vegna skírðum við hina sérstæðu menn- ingu í jarðlagi C Baradost, eftir nafni fjallsins, sem Shanidar- hellirinn er í. Menn þeir, sem bjuggu í hellinum á tímabili því, sem jarðlag C nær yfir, hafa líkt og hliðstæður þeirra í Evrópu og annars staðar, verið hagir á tré, í niðurburðinum voru mörg tinnuverkfæri til trévinnslu, þ. á. m. skröpur og tréskurðaráhöld. Auðvitað hefur það, sem gert var úr tré, ekki varðveizt, en eftir frásögnum könnuða til forna eru menn á steinaldarstigi færir um undursamlega trésmíði. Jarðlag D er 29 feta þykkt og nær frá 16 fetum undir yfirborði niður á 45 fet, á fastri klöpp. í þessu jarðlagi rofnar greini- lega keðja hinna mannlegu íbúa hellisins. Fyrir ofan þau skil er hinn viti borni maður (hovio sapiens), en fyrir neðan 45000 ára skilin finnum við hinn út- dauða Neandthalmann (homo Neanderthalensis). Hamingjan var okkur svo ótrúlega hliðholl, að Shanidar-hellirinn lét okkur í té þrjár beinagrindur Neander- thalsmanna, þeirra á meðal fyrstu og einustu beinagrind af Neanderthal-ungbarni, sem fund- izt hefur. Fyrst er að geta stuttlega um tilbúna hluti þessara manna, sem fundust. Náttúrlega voru þeir ekki margir. Tinnuáhöld Neand- erthalsmanna eru kennd við Le Moustier, en það er minjasvæði í Frakklandi, þar sem þessi áhaldategund var fyrst skil- greind. Eins og slík verkfærí, sem fundizt hafa annars staðar, voru þau í Shanidar-hellinum með einum tilhöggnum fleti, sem látinn var mynda bitegg eða odd. Að því er virðist hefur Neander- thalsmaðurinn kunnað að hag- nýta efnið sem bezt. Hver tinnu- steinn, sem við fundum, hafði verið nýttur til hins ýtrasta. Við vitum ekki með hverju þessir menn skýldu sér, en með einhverju hefur það hlotið að vera, því þessi kafli í sögu Shan- ider gerðist þegar ísöldin stóð sem hæst. í jarðlagi D er 8 feta þykkt lag með miklum úrgangs- efnum frá eldi. Sennilega hefur stöðugt verið haldið til í hellin- um, þegar þetta lag myndaðist, vegna þess hve kalt hefur verið úti. Svo virðist sem íbúarnir hafi stöðugt látið eld loga til þess að verma sér við og hræða burtu villidýr. Þetta tímabil hefur ekki einungis verið kalt, heldur og mjög votviðrasamt, þarna er lag af dropsteinskalki, sem lekið hef- ur úr hellismæninum. Þetta hef- ur verið eina verulega votviðra- tímabilið í sögu hellisins. Beinagrindurnar þrjár voru misjafnlega djúpt í jörðu niðri, milli þeirra voru jarðlög, sem myndazt hafa á þúsundum ára. Sú yngsta var af fulltíða manni, sem búið hefur í hellinum fyrir 45000 árum. Hún var bezt varð- veitt og minnst brotin af jarð- þyngslum eða grjóthruni. Grjót- hrun hefur þó brotið sum bein- in all mikið, en beinagrindin er þó að mestu öll, og einnig höfuð- kúpan. Beinagrind hins síðari fulltíða manns fannst 23 fet í jörðu, hún er álitin vera 60000 til 65000 ára gömul. Hún var talsvert meira skemmd en sú fyrri. Grjóthrun hefur brotið bæði grind og höfuðkúpu. Barns- grindin var enn neðar, ef til vill 70000 ára gömul. Hún lá kreppt með hnén uppi undir höku og handleggina þétt að bolnum. Mest öll grindin og höfuðkúpan líka var brotin undan jarðþyngslum, aðeins tennur, handabein og fóta, voru í góðu lagi. Þeir sem venja komur sínar á söfn kannast vel við hinar frægu myndir af Neanderthalsmannin- um í Evrópu, ennið lágt og afar- hallandi, mikil og hrikaleg brúna- bein, framskagandi munnbein og sterklegir kjálkar, hakan nær engin, og tennur slitnar.. Hin 45000 ára og bezt varðveitta teg- und frá Shanidar er í höfuðdrátt- um eins, hún er það sem mann- fræðingar nefna kyrrstæð teg- und, næstum alveg neander- dælsk, en með fáeinum einkenn- um hins viti borna manns (homo sapiens). Að einu leyti. er and- litið fremur mennskt en neander- dælskt brúnaboginn er ekki einn samfelldur hryggur þvert yfir andlitið. Lægð er í beininu miðju, milli augnanna. Beinagrindin er um 5 fet og 3 þumlungar, venju- leg hæð Neanderthalsmanna. Tvær framtennur vantar, að lík- indum hefur hann misst þær í lifanda lífi. Hafa vaxið hold- vefir á ný, þar sem tennurnar hafa verið rótfastar. Tennur hinna tveggja fulltíða manna mjög slitnar. Fornleifafræðingur, sem gref- ur upp forsögulega tréskröpu úr steini eða skel, hefur enga hug- mynd um hvað búið var til með henni, því tréhlutirnir hafa eyðzt fyrir löngu. En þegar við sjáum, hvað núlifandi frumstæðir menn geta gert með sams konar verk- færum, þá sjáum við líka, að hinn forsögulegi maður getur hafa verið úrræðabetri og færari um betri Vinnubrögð, en þau verkfæri, sem hann notaði, benda til. Ennþá vitum við lítið um sögu Shanidar-hellisins. En þeg- ar við stöndum á barmi hinnar djúpu gryfju, sem við höfum grafið niður í hellisgólfið, þá sjá- um við þó aðaldrætti hennar. Við sjáum Neanderthalmanninn hnipra sig saman við eldinn. Hann horfir út yfir landslag dals- ins frá hellismunnanum, það landslag er ekki mjög frábrugðið því sem það er í dag. Hann fer út til að veiða skjaldbökur, villi- geitur og villisvín. Þessar dýra- tegundir hafast enn við í dalnum, en Kúrdarnir snerta þau ekki af trúarlegri bannhelgi. Hann reyn- ir ekki að veiða fótfrá dýr og ekki hina hættulegu birni, úlfa og pardusdýr, beinaleifar þeirra dýra eru mjög fágætar í jarð- lögum Shanidar-hellisins. Bein þéirra dýra, sem hann veiddi til matar sér, sýna að hann hefur brotið þau og sogið úr þeim all- an merginn. Hann lifir af ísöld- ina og grjóthrunið og hinar stöð- ugu rigningar. Hann dvelur áfram tvíráður í þessu kletta- virki um þúsundir ára eftir að hinir framsæknari Neanderthal- menn eru útdauðir í Palestínu, VÍKINGUR 90

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.