Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 8
MADURIAIAI 5EM KEYPTI ALA5KA Hann er alveg „snarvitlaus", sagði almenningur í Ameríku árið 1867 um utanríkisráðherr- ann, William Seward, er hann beitti sér fyrir því að Ameríka keypti Alaska af Rússum. Með ódrepandi þrautseigju barðist hann gegn mikilli mótspyrnu stjórnmálaandstæðinga og á- hugaleysi almennings, sem að ný- lokinni fjögurra ára borgara- styrjöld hafði engan áhuga eða vilja til landvinninga og taldi að landflæmið í norðri væri gagnslaus eyðimörk íss og snjóa. Alexander 2. rússakeisari og hirð hans í Pétursborg höfðu heldur ekki hugmynd um verð- mæti þessa landflæmis í 11.000 km. fjarlægð, sem verið var að selja. Rússakeisarar höfðu kraf- izt eignarréttar á þessu landi, er nefnt var á rússnesku „Alashka" sem leitt var af aleutiska orðinu Al-ay-ek-sa, er þýðir „landið mikla“ — síðan danski liðsfor- inginn Vitus Bering, sem var í þjónustu rússneska flotans, fann landið árið 1741. En rússneska hirðin lét sér hinsvegar nægja þá staðreynd, að „hiðmiklaland" var ekki hluti af meginlandi Asíu, og leigði það því út um 50 ára skeið uppá von og óvon ýms- um einstaklingum, er gengu und- ir samheitinu — promyshlenki —, en það voru fégráðugir og forhertir fjárplógsmenn, sem rændu og myrtu eskimóa og indí- ána, eins og þeim þótti við þurfa til þess að komast yfir skinna- vörur þeirra. Árið 1784 sótti heiðarlegur og dugmikill rússneskur verzlunar- maður, Gregor Ivanovich Sheli- koff, og kona hans, Natalie, um einkaleyfi til verzlunar og ann- arrar nýtingar af rússnesku Amer,ku, eins og þessi landshluti var þá einnig nefndur. I þessu augnamiði kom Shelikoff á fót rússneskri nýlendu á eyjunni Kodiak og voru frumbyggjamir aðeins 192 manns. Þessum fá- menna hóp tókst að brjóta niður ofbeldisríki promyshlenkanna, og síðan að ná samstarfi við íbúa Aleuteyjanna og hjálpa þeim til aukinna veiða. Eftir dauða Shelikoffs hélt kona hans starfseminni uppi um nokkur ár, en verzlunarmaður nokkur. Alexander Andrevich var hrottafenginn harðstjóri, en Baranow, sem Shelikoff hafði haft í þjónustu sinni, tók smátt og smátt við stjórninnl og jók hið litla verzíunarsamband upp í viðskiptalegt stórveldi. Baranow var dugmikill og hagsýnn og um rúman aldarfjórðung — frá 1791 —1818 — réði hann með járn- harðri hendi yfir öllu Alaska og var algjörlega einvaldur yfir hinni amerísk-rússnesku skinna- verzlun. Hann kom upp verzlun- arskipaflota, er sigldi með skinnavörurnar, en flutti til baka birgðir til allra verzlunarstað- anna, sem Baranow hafði komið upp með Kyrrahafsströndinni. Baranow kom upp vel skipu- lagðri nýlendu á eyju í Sitka- sundinu og ber eyjan nafn hans ennþá. Þar lét hann byggja fyrsta vitann, sem reistur hafði verið í hinu norðlægara Kyrra- hafi, til þess að auðvelda verzl- unarskipunum, sem komu frá Kína, alla siglingu um sundið. Og skipin streymdu brátt til Sitka., sem nú varð ekki aðeins fjörmesta hafnarborgin á allri ströndinni, heldur gat einnig stært sig af verzlunarhúsum þar sem hægt var að kaupa allar þær vörur, er hugur gimtist. Þar voru einnig sögunarmyllur, járn- steypuverksmiðja, skipaviðgerð- arstöð, íbúðarhús af fullkomn- ustu gerð, ástúðlegar „dömur“ og seiðandi næturlíf. Margar hinna stóru sambygginga í Sitka voru þriggja hæða hús, tugir metra á lengd, með nýtízku húsbúnaði og prýdd ýmsum lista- verkum frá Evrópu. Hin fáguðu gólf í „höll“ Baranows voru þak- in austurlenzkum teppum af dýr- ustu gerð. Hann veitti gestum sínum konunglega í stórfelldum veizlum, er h'ann hélt öðru hvoru. Árið 1818 sigldi Baranow heim á leið með einu skipa sinna, en andaðist á leiðinni. Rússneska flotastjórnin tók þá við verzlun- arstjórninni á Sitka. Sjóliðsfor- ingjarnir héldu áfram uppi hinu eyðslusama og ofsafengna líferni Baranows, en þeir voru lélegir verzlunarmenn, allt hrörnaði í höndum þeirra, og keisarinn missti jafnhliða áhugann fyrir hinni fjai’lægu nýlendu. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Stóra-Bretland hefðu með samn- ingi, undirrituðum 1824, viður- kennt eignarrétt Rússlands á „hinu stóra landi“, óttuðust Rússar meðan á Krímstyrjöld- inni stóð, að Bretar myndu rjúfa samninginn og innlima Rúss- nesku-Ameríku í Kanada. Þeir tóku því upp viðræður við Banda- ríkjastjórn um yfirráð landsins, en engir samningar tókust. Um 1860 komst málið að nýju á dag- skrá, er símafélagið Western Un- ion lagði út 3 milljórnir dollara í rannsóknir og tilraunir á því að koma upp símasambandi yfir Alaska og Síberíu til Evrópu. En þessi áform urðu snögglega að engu árið 1866, er Cyrus Field tókst að leggja símkabal yfir At- lantshafið. Þegar þessir kaupmálar voru á ferðinni, fylltust flestir Amerí- kanar ofsareiði yfir því, að menn skyldu voga sér að láta í ljós til- hneigingu til þess að veita fé hins opinbera í að kaupa „snjóeyði- merkur norðursins". William Se- ward var þó undantekning frá fjöldanum í þessu efni. Sem ut- anríkisráðherra hafði hann átt talsverðar viðræður við rúss- neska sendiherrann í Washing- ton, Stoeckl barón, um þessi mál, VÍKINGUR 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.