Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 20
Nýi verksmiðjutogarinn „Fairtry 2.“ hljóp af stokkunum 27. jan. s.l. Hann verður skrásettur frá Leith eins og upp- runalegi Fairtry, sem nú er 5 ára, en gerður út frú Humber, til að veiða við V-Grænland og Nýfundnaland. Það er reiknað með þvi að afli hans verði á ársúthaidi helmingi meiri, heldur en hjá góðum togara af venjulegri gerð með sama úthaldstíma. — Skipið verður til- búið til veiða í aprílmánuði og Fairtry 3. sennilega um sex mánuðum síðar. (Verða innan skamms tíma ýtarlegri upplýsingar um þessi skip). Leo Romyn, sem verður skipstjöri á Fairtry 2., var áður skipstjóri á hinum upprunalega Fairtry. ÚTGERÐARMÁL 1 A-ÞÝZKALANDI í Sassnotz og Rostock í A-Þýzka- landi hafa aðsetur sitt skipulags- ráð, sem hafa með höndum fram- kvæmd fimm ára áætlana í fisk- veiðimálefnum. Fiskiskipaflotinn, sem þau ráðstafa, er tiltölulega stór eða 200 stórir togarar, 35 meðal- stórir (loggers) og 24 minni skip. En auk þess eru með allri austur- sjávarströndinni allmörg útgerðar- samvinnufélög, sem ráða yfir um 200 minni fiskibátum af ýmsum gerðum, en starfsemi þeirra er ein- göngu bundin við fiskveiðar á heimamiðum. Samanlagt er talið að aflaafköst A-þýzka veiðiflotans geti verið um 130.00 smál af fiski yfir árið. En raunverulega var aðeins landað um 65.000 smál. árið 1957, þannig að nýting fiskiflotans varð aðeins um 50%. Ástæðan fyrir því var sú, að um það bil einn þriðji af skipunum lá í höfn vegna ýmis- legra viðgerða og endurbóta. En þó svo að fiskiflotinn væri fullnýttur á sovét-svæðinu, myndi hann ekki nema að hálfu geta full- nægt fiskþörfinni, sem talin er vera xnn 260.000 smál. En ástæðan fyrir hinum lélegu aflaafköstum A-þýzka fiskiflotans er einnig önnur og mjög voigamikil, hann þarf að fara mikl- ar vegalengdir til þess að komast á veiðisvæðin sem hann sækir á: í Norðursjóinn, til íslands, Rosen- garten (austan við fsland), fiski- bankana við norsku ströndina, til Bjarrnareyjar og í Barentshafið. Hver veiðiferð hinna A-þýzku báta getur ekki staðið yfir þrjár vikur, og þar af fara um 14 dagar í ferða- lag fram og til baka. f slæmum veðrum eiga minni skipin erfitt með vciðar og koma því oft heim aftur með lítinn afla. Til þess að bæta úr þessu ástandi, hafa skipshafnirnar á veiðiskipun- um ávallt verið að kref jast stærri veiðiskipa, sem gætu verið úti allt að tveggja mánaða tímabil. f fyrstu 5 ára áætluninni, sem lauk 1955 var áformuð bygging slíkra skipa, en varð ekki komið í framkvæmd. í síðari áætluninni var áformað að fyrir 1960 yrðu skipin til sóknar á f jarlæg mið komin í notkun. Áform- að var að A-þýzkar skipasmíða- stöðvar byggðu þau, en sem fyrir- mynd um smíði þeirra átti að nota hin samsettu veiði- og verksmiðju- togara, sem byggðir hafa verið í V-Þýzkalandi. Fimm slík skip áttu að vera tilbúin fyrir 1960, en tekst tæplega, þar sem byggingartíminn er talinn verða um tvö ár. Þó er talið hugsanlegt að ná tals- vert betri nýtingu af núverandi veiðiflota, ef Sovétríkin vildu heim- ila þeim hluta hans sem veiðir í Barentshafi, að nota Murmansk scm bækistöð. Frá Rostock og Sassnitz á veiði- svæðin í Barentshafi, þarf meðalstór togari að nota 18 til 20 daga í sigl- ingu fram og aftur. En frá sömu veiðisvæðum til Murmansk, þyrfti aðeins að nota 3—4 daga. En auk þess væri einnig hægt að ná til f jölda annarra góðra veiðisvæða frá Murmansk á talsvert styttri tíma. Síðan væri hægt að flytja aflann á gegnumgangandi járnbrautum til A-Þýzkalands, en það myndi vera 4—5 sinnum fljótara, heldur en flytja hann með veiðiskipuniun. Hver meðalstór A-þýzkur togari gæti þannig farið allt að þrisvar sinnum fleiri veiðiferðir og þannig aukið aflaafköst sín í Barentsliafi um 600%, ef hann mætfci leggja upp í Murmansk. Undanfarin ár hefur sífellt af hálfu A-þýzkra yf- irvalda verið gerðar tilraunir til þess að bæta þannig aðstöðu veiði- skipanna. En allar tilraunir í A- Berlín við Sovétríkin til slíkrar að- stöðu Iiafa strandað á því, að fyr- irspurnum í því efni hefur aldrei verið svarað. Er talið að það sé af ótta við samkeppni á þessu sviði. (Lausl. þýtt úr SCV). UTGERÐARLÁN I NOREGI Fiskveiðibanki norska ríkisins hef- ur mjög umfangsmikil viðskipti við sjávarútveginn. I ársskýrslunni fyr- ir 1957 er skýrt frá því að á árinu liafi verið innlagðar 1.194 lánbeiðn- ir að upphæð 79 millj. Nkr. árið áð- ur voru lánbeiðnir 1,154, að upp- hæð 60 millj Nkr. Bankinn hafði veitt lán til 12.357 báta, að upphæð samtals 210 millj. Nkr., sem enn voru í umferð við áramótin. 19 báta hafði bankinn orðið að láta gera upp vegna van- skila, 7 þeirra höfðu verið seldir. Tap á lánaviðskiptum nam 231.512 Nkr. Af veittum lánum síðasta árs til trébáta voru 21 undir 35 fata, 44 bátar milli 35 og 40 fet, 97 bátar milli 40 og 45 fet, 183 bátar milli 55 og 60 fet, 134 bátar milli 60 og 70 fet, 93 bátar 70—80 feta, 56 bát- ar 80—90 feta, 31 bátur 90—100 feta, 13 bátar milli 100 og 110 feta og loks 8 bátar yfir 110 feta. Af stálbátum eru 0 bátar yfir 110 feta, og 20 selveiðibátar hafa fengið lán. VÍKINGUR 84 i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.