Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 22
Nvr bátur á sjó M/s Hólmanes nýkomið í heimahöfn. ESKFIRÐINGAR FÁ NÝTT FISKISKIP Stöðugt bætast ný fiskiskip í flotann. Eitt slíkt kom til Eski- f jarðar hinn 25. janúar og ber nafn- ið „HÓLMANES" S.U. 120, byggt úr stáli hjá Skaalurens Skibsbygg- eri, Rosendal í Noregi. Eftir fréttum að dæma hefur skipið vakið mikla athygli á Aust- f jörðum og þess var getið í útvarps- þættinum „um daginn og vcglnn“ hinn 6. apríl, sem upphaf þeirrar tegundar og stærðar fiskiskipa sem margir hefðu nú áhuga fyrir. Eig- andi þessa glæsilega skips er Hrað- frystihús Eskifjarðar h.f. sem þar með hefur ráðizt í útgerð fiskiskipa og er ekki hægt að segja annað en myndarlega sé af stað farið. Ekkert hráefni hefur borizt hraðfrystihús- inu undanfamar vertíðir svo um annað var ekki að gera, enda vetr- arlangt atvinnuleysi á Eskifirði. Þessi eini bátur dugir vitanlega skammt en nú er einnig unnið að því að kaupa tvo aðra slíka, til við- bótar. Nái það mál fram að ganga er gert ráð fyrir sæmilegri atvinnu verkafólks og góðri afkomu frys'i- hússins. „HÓLMANES“ er byggt undir eftirliti og í hæsta flokki Norsk Veritas, þó er skipið þess utan all- mjög styrkt, m. a. fyrir siglingu í ís. Það hefur alþjóðlegt hleðslu- merkjaskírteini. Skipið er búið öll- um venjulegum tækjum svo sem talstöð, miðunarstöð, ratsjá, dýpt- armæli með asdicútfærzlu, sjálf- stýrisvél, 4 tonna dekkspil, 1200 kg. línuspil og vökva-bómuvindu. Aðal- vélin er norsk, 280 ha. Brunvoll, 4 strokka með vökva-skiptiskrúfu. Hjálparvél er 30 ha. Buck og eru vökvadælur við báðar vélíir. Kæli- tæki eru í fiskilest. Stærðir skipsins eru þessar: Ljngsta lengd 26,21 mtr. lengd p. lóðlínu 23,50 breidd 6,40 og dýpt 3,40 mtr. Það er 137 lestir brúttó og 49 lestir nettó. íbúð er fyrir 13 manna skips- höfn í eins, tveggja og þriggja manna klefum, sem hitaðir eru upp með miðstöð. Rennandi heitt og kalt vatn er um allt skip, tvö salerni, bað, tveir þurrkklefar fyrir föt og veiðarfærageymsla. Eklliús, borð- stofa og kæliklefi fyrir matvæli er í vélarreisn. Beitningarskýli er í bakborðsgangi, upphitað frá mið- stöð. Ber monnum saman um að fallegt liandbragð sé á öllu um borð. I reynsluferð fór skipið 10 sjó- mílur, eða eins og skipasmíðastöðin hafði gert ráð fyrir. Skáp og vélar hafa í alla staði reynzt ágætlega. Almenningur á Eskifirði bindur nú miklar vonir við það að mögu- leikar verði fyrir hendi til kaupa á tveimur slíkum skipum í viðbót. Takist það má gera ráð fyrir sóma- samlegri atvinnu næsta vetur. j Skipstjóri á Hólmanesi er Ámi Halldórsson og 1. vélstjóri Haukur Zophaníasson. Verð þessa skips var aðeins 793 þús. norskar krónur, sem svarar til um 2,8 millj ísl. króna, sem er sér- staklega hagstætt verð. Jóhann Klausen samdi um smíðina og hafði umsjón með öllu þar að lútandi, fyr- ir hönd stjórnar Hraðfrystihússins. Kjölurinn var lagður um mánaða- mót júlí—ágúst og skipið tilbúið til afhendingar í byrjun janúar eða hálfum mánuði fyrr en samningur- inn sagði til um, sem mun nærri einsdæmi. „Víkingur“ óskar Eskfirðingum til hamingju með Hólmanesið og fleiri svo glæsilegra skipa. • AUGLÝSING UM FLOTVÖRPUR I sænska fiskveiðiritinu Svenska Vastkustfiskaren, auglýsir Iver Christensens Traalbinderi, Mar- strand að staðaldri þannig: NÝ GERÐ AF FLOTVÖRPU, sem hefur sýnt sig að hafa framúrskar- andi fiskihæfni, og einnig að vera sterk í byggingu, viljum við mæla með við alla fiskimenn. ÞJÖNUSTA: Hringið til okkar, og við munum senda yður vörpu til næsta afgreiðslustaðar við yður, fyrir sanngjarnt flutningsgjald. • Mikil síldveiði fer nú fram I Sví- þjóð með flotvörpu, einnig í Dan- mörku og Norðmenn gera víðtækar tilraunir og rannsóknir með sér- stöku veiðiskipi til flotvörpuveiða fyrir síld. Við Islendingar erum enn þá aftarlega á skútunni með slíkar tilraunir, þó að slík síldveiði gæti farið hér fram sennilega megnið af árinu, eftir því sem veður leyfa. VÍKINGUR 86

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.