Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 4
r HAFNARMÁL Reykjavíkurhöfn Jón Eiríksson skipstjóri Það tekur oftast langan tíma að fullgera hafnir. Þótt varnargarðar séu gerðir, er mikið verk eftir við bryggjusmíðar, vöruhús og annað það er hafnir þarfnast. Það má jafn- vel segja, að höfn sé aldrei full- gerð, því lengi má bæta um og breyta. Svo er um flestar eða jafn- vel allar hafnir þessa lands. Engin þeirra getur talizt fullgerð, flestar aðeins hálfgerðar og margar rétt á byrjunarstigi, þótt þær séu teknar til notkunar. Verða þá skip og bát- ar oft að tefla á tæpasta vaðið, bæði hvað dýpi, skjól og aðrar að- stæður varða. Reykjavíkurhöfn, elzta tilbúna höfn landsins, er hér engin undan- tekning, þótt komið sé hátt á fimmta tug ára síðan byrjunar- framkvæmdir við hana hófust. Öll- um er ljóst, að höfnin eins og hún er nú, fullnægir ekki þeim skipa- komum, sem til hennar sækja. Kem- ur þar margt til greina: Of lítið viðlegupláss, ónógt athafnasvæði í landi, of lítið rými fyrir vörur og vöruskemmur í landi hafnarinnar, tækjum til upp- og útskipunar ábótavant (engir kranar), höfnin sjálf of þröng og of grunn fyrir mikinn hluta þeirra skipa er á hana sigla, og rétt á takmörkum, að hún geti talist örugg í vondum veðrum, aðgreining fisk- og vöruuppskipun- ar ekki sem skyldi, og fleira mætti telja. Sé þetta athugað nánar, sést, að aukið viðlegupláss fæst ekki í þess- ari höfn. Hún er þegar orðin of þröng, einkum þegar þess er gætt, að skip fara sífellt stækkandi. At- hafnasvæði á bryggjum og hafnar- bökkum leyfa heldur ekki afgreiðslu fleiri skipa, en nú geta legið við bryggjur. Þá er einnig þess að gæta, að skip, er bíða eftir afgreiðslu, eða liggja aðgerðalaus í höfninni af öðrum ástæðum, verða að liggja utan á öðrum skipum, þegar allt bryggjupláss er upptekið, en það er oft hættulegt í þeim veðraham, er hér getur komið. Úr hvorugu þessu verður bætt, nema með nýrri höfn. Vörugeymsluhús við höfnina full- nægja hvergi nærri þörfinni, og flést þeirra eru þannig staðsett, að ekki er unnt að koma við krönum, til að flytja vörur beint úr skipi í hús, en að því væri mikill vinnu- sparnaður og flýtisauki. Eimskipa- félag íslands hefur orðið, árum sam- an, að flytja mikinn hluta vara þeirra, er skip þess flytja, hingað og þangað út um allan bæ, meðal annars vegna þess að það hefur ekki getað reist vöruhús við höfn- ina af ástæðum, sem hér verða ekki raktar, þótt það hafi haft mikinn áhuga á því. Má nærri geta hve mikill aukakostnaður það er fyrir félagið, að verða að flytja vörurn- ar svo langt, auk þeirra tafa er það getur valdið uppskipun. íslendingar hafa fylgzt vel með tæknilegum nýungum, og f lutt mikið til landsins af nýtízku tækjum og vélum og jafnvel smíðað þær sjálfir, og furð- ar því marga, að Reykjavíkurhöfn skuli enn ekki hafa séð sér fært, að setja upp jafn sjálfsagt tæki og uppskipunarkrana. Út- og innflutt- ar vörur, sem fara um höfnina, mun þó vera um hálf milljón tonn ár- lega, og er því auðsætt, að full þörf er fyrir slík tæki. Kranar koma þó ekki að fullum notum, nema vöru- skemmur séu á hafnarbakkanum það nærri, að kraninn geti flutt vör- una beint úr skipi í hús, og gagn- stætt. Vöruskemmur á hafnarbökk- um, ætlaðar fyrir stykkjavörur, verður að reisa með hliðsjón af þeim tækjum, sem nota skal við uppskipun. Sé, af einhverjum ástæð- um, ekki unnt að hafa vöruhús það nærri hafnarbakka, að kraninn nái til þess, má nota færibönd eða vagna, er ganga á hrautum inn í húsið. Einkum getur það fyrir- komulag átt vel við efri hæðir húss- ins. Einnig verður að gæta þess, að afgreiðsla vara út úr húsinu sé á öðrum stað en móttakan, svo imnt sé að afhenda vörur samtímis vöru- móttöku, án þess.það regist á. Ein ástæðan fyrir því, að kranar eru engir við höfnina mun vera sú, að hafnarbakkarnir, einkum þeir gömlu, þar sem helzt kemur til greina að hafa krana, séu of veikir, járnþilin séu ekki rekin nógu langt niður og bryggjubrúnin muni því síga, þegar þungi krananna kemur á hana. Þetta hamlar einnig dýpk- un við sjálfa bakkana. Dýpkun hafn- arinnar er aðkallandi, en kemur auðvitað ekki að fullum notum, nema dýpkað sé alveg uppað hafn- arbökkum og bryggjum. Dýpi hafn- arinnar er of lítið fyrir mörg þeirra skipa, er á hana sigla að staðaldri, og torveldar siglingu annarra stærri skipa og kemur jafnvel í veg fyrir þær með öllu. Eins og kunnugt er þá hefur stór hluti hins upprunalega hafnarsvæð- is verið fylltur upp með grjóti og möl. Hefði það ekki verið gert, en svæðið, eða nokkur hluti þess verið grafinn upp í þess stað, væri höfn- in að líkindum nógu stór nú, og jafnvel í mörg ár fram í tímann. Þetta skal þó ekki fullyrt, en hitt orkar ekki tvímæhs, að höfnin hefði þá nýzt betur, og að rýmra væri um athafnir skipa inni í henni. Þess- um uppfyllingum hefur verið hald- ið áfram fram á síðustu tíma, og auk þess gerðir garðar út í þennan litla poll sem eftir er. Eitt það síð- asta, er gert hefur verið í þeim efnum, er hinn svokallaði „þver- haus“, eins og gárungarnir hafa skýrt þann garð, og þykir mörgum réttnefni, þétt innan við garðhaus Ingólfsgarðs, er myndar hafnar- mynnið að sunnanverðu, beinir öll- um sjógangi, er leggur inn um hafnarmynnið, vestur í höfnina, öll- um skipum er þar liggja til mikilla óþæginda, auk þess sem hann þreng- ir inn- og útsiglinguna, sem sann- arlega var nógu þröng áður. Það var nógiun erfiðleikum bundið fyr- ir öll stærri farskip, að sigla inn og út úr Reykjavíkurhöfn, þótt ekki væri við bætt. Á fyrmefndum uppfyllingum hafa VÍKINGUR 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.