Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 11
sína að síðunni á „Mary". Þá gaf
hann merkið.
Þetta kom sjóræningjunum alger-
lega á óvart. Skotin úr handbyss-
unum og litlu konónunni, í sam-
einingu, riðu á þeim, áður en þeir
gátu sjálfir hleypt af einu skoti.
Nokkrir svöruðu skothríðinni m'eð
byssum sínum, en bátinn fyllti á
svipstundu og sökk.
Þeir um borð í ,,Mary“ ráku upp
siguróp og flýttu sér, sem mest þeir
máttu, að hlaða aftur hergögn sín.
Sem þeir voru að enda við þetta,
var annar sjóræningjabátur kom-
inn til þeirra. Þorpararnir í þess-
um bát hleyptu af um leið og þeir
komu og tveir af fjórum af háset-
um „Mary“ féllu dauðir. Með þessu
varð vörnin þar um borð veik og
árangurslítil. Eftir rétt stundar-
korn tróðust sjóræningjamir um
allt þilfar „Mary“.
Þessi eini farþegi á „Mary“ gerði
síðustu tilraunir til varnar og mið-
aði pístólu á alskeggjað smettið á
einum sjóræningjanna og tók í gikk-
inn. Það kom upp blossi á tundur-
pönnunni. Hann þreif eftir annari,
en var of seinn. Með stórri sveiflu
sló sjóræninginn fórnarlamb sitt
með byssuskeftinu og slengdi hon-
um endilöngum á þilfarið. Sjóræn-
inginn stökk til hans, reif manninn
á fætur, stakk byssuhlaupinu upp
undir gerfihálskragann og svipti
honum af. Það logblæddi úr enninu
á farþeganum eftir höggið frá
tundurpönnunni og honum féllust
nú alveg hendur og hann skaif eins
og hrísla.
Sjóræninginn tróð hálskraganum
í vasa sinn, hélt höndum mannsins
fyrir aftan bak og lét hann ganga
út að lunningunni. Þegar þangað
var komið spurði hann, eins og af
tilviljun, einn af félögum sínum,
hvort þeir ættu ekki að henda þess-
um fyrir borð. Hinn sjóræninginn
svaraði því, að maðurinn væri of
vel klæddur til þess að fara 4 fund
fjandans. Þeir drógu hann þá að
frammastrinu og bundu hann þar.
Böndin voru svo fast reyrð, að hann
tók strax að kenna til.
Það varð nú Ijóst að farþeginn
yrði að horfa á aðfarir sjóræningj-
anna við skipstjórann og hásetana.
Einn af hásetunum var hengdur á
VÍKINGUR
frammastrinu. Bátsmaðurinn var
bókstaflega krossfestur; hann var
negldur á sinn stað með nöglum
gegnum fæturna ofan í þilfarið og
með hendumar á stýrissveifinni.
Bundið var fyrir augun á hinum
hásetanum og sparkað svo hann
féll á knén fyrir framan snar-
kringlufallstykkið. Svo stakk einn
af sjóræningjunum byssuhlaupi sínu
í síðu hans, en sá næsti hleypti af.
Um leið og kanónan drundi ýlfruðu
og góluðu sjóræningjarnir eins og
hundar, er hausinn á mannaumingj-
anum sundraðist. Skipshundurinn,
uppáhald skipstjórans, sem urraði
stöðugt og gelti, eins og hann mátti,
var særður og loks drepinn.
En rækilegustu pyndingarnar
voru enn eftir og sérstaklega ætl-
aðar skipstjóranum. Sjóræningjarn-
ir höfðu hug á að fá upplýsingar
hjá skipstjóranum um hvern felu-
stað, þar sem peningar væru geymd-
ir og þeir kunnu ráð til að afla sér
þeirra upplýsinga. Þeir höfðu ekki
mikil umsvif. Þeir börðu hann nið-
ur og misþyrmdu honum herfilega
og stöðugt endurtóku þeir spurn-
ingar sínar. Hann neitaði öllu. Þeir
lömdu hann og hröktu fram og
aftur og gáfu honum svo enn eitt
tækifæri til að koma með upplýs-
ingarnar. Hann neitaði. Þá ráku
þeir hann yfir að lúkugati. Einn
sjóræninginn hélt öðrum handlegg
skipstjórans út yfir lúkugatið með-
an annar sveiflaði stórri handbyssu
’ úr háa lofti og mélaði sundur hand-
legginn. Ekki biðu þeir eftir að
drægi úr óhljóðum skipstjórans og
höfðu sömu aðferð við hinn hand-
legginn. Þvínæst spurðu þeir hann
enn. Mitt í kvalaópum hans og and-
köfum mátti heyra og skilja svo
mikið að nægði.
Þeir skyldu við hann, þar sem
hann engdist sundur og saman á
þilfarinu. Á meðan rykktu þeir upp
plönkum og öskruðu hver til ann-
ars, þegar hnífur þeirra komst í
feitt. Síðan gerðu þeir beð úr táð-
um tjörukaðli, sem þeir fundu og
notaður var til að þétta með í rif-
ur. Þeir bundu skipstjórann ofan
á þessa mjúku sæng, tróðu hampi
í munninn á honum, helltu terpen-
tínu í hampinn og kveiktu í. Hann
brann í skjótri svipan.
Gagntekinn af því sem hann hafði
verið sjónarvottur að, kúgaðist far-
þegihn, þar sem hann stóð bund-
inn við mastrið. Fyrsti hundinginn
sneri sér að honum til að skoða
þetta fyrirbæri. Þessi var sá, sem
haldið hafði hásetanum með byss-
unni sinni fyrir framan fallbyss-
una. Þarna kom hann skríkjandi
yfir morgunskemmtuninni.
Hann dró rýting sinn úr slíðrum,
stakk honum gegnum hinn fína út-
flúraða hálstrefil og risti niður úr
frakkanum. — Gervihálskraginn
glenntist opinn og földu bankaseðl-
arnir þyrluðust út á dekkið.
Sjóræninginn fleygði rýtingnum,
kastaði sér á knén og hrifsaði upp
seðlana, sem flögruðu um og tróð
þeim inn á sig. Þegar nú félagar
hans sáu geymslustaðinn, sem hann
hafði fundið, hurfu þeir frá her-
fangi því, sem þeir voru að sýsla
við, og komu hver á fætur öðrum
til að hjálpa til. Sjóræninginn núm-
er 1 sneri sér þá að því að rista
fötin utan af fórnardýri sínu. Sjó-
ræningjarnir veltust um í þessu og
jusu upp peningunum og drógu
hvorir aðra til hliðar til að sýna.
Þá var það að einhver kallaði:
„Skip!“
Ef imnt var hófst nú enn meiri
fjandagangur og handagangur. Síð-
asta seðlinum var troðið í vasa
sjóræningja; báturinn nuddaðist við
síðuna á „Mary“, er þeir klöngr-
uðust ofan í hann; innan skamms
hafði margmöstrungurinn fyllt öll
segl sín og brunaði af stað.
Þar sem hann hékk í köðlunum,
sem bundu hann við mastrið á
„Mary“, gat farþeginn ekki snúið
höfðinu svo langt til hliðar að hann
gæti séð hvað fælt hafði sjóræn-
ingjana í burtu og bjargað lífi hans.
En tvær stundir liðu án þess nokk-
uð bólaði á skipinu. Hádegissólin
bakaði blóðstokkið hörundið. Segl-
in slögsuðust og bómurnar á „Mary“
sveifluðust frá bakborða yfir í
stjórnborða, er hún veltist á kvik-
unni. Brotnar tunnur skröltu um
þilfarið. Skugginn af hengda háset-
anura þaut um þilfarið eftir því sem
skrokkurinn dinglaði eins og kólf-
ur, í klukku, eftir því sem skipið
valt. Bátsmaðurinn hékk yfir stýr-
issveifina, sem hann hafði verið
75