Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 19
OG FISKVEIÐAR görðum hafa vakið mikla athygli. Því þessi fjöll hafa margt sameig- inlegt við Andesfjöllin í S-Amsríku, en það hefur á ný vakið áhugann fyrir þeirri kenningu sem nefnd hef- ur verið „hreyfing heimsálfanna“ og sett var fram af hinum fræga þýzka landkönnuði Alfred Wegener. Var hún byggð á því, að allt það land sem væri upp úr sjó, hefði upp- runalega verið ein samfelld heild, og miðpunktur þess hefði verið suð- urpóllinn. Síðan hefði það sundr- ast í núverandi heimsálfur, af ýn s- um orsökum, en aðallega fyrir að- dráttarafl frá miðbaugi jarðar. Weg- ener hélt því fram, að þessi hreyf- ing væri enn starfandi. Þeir, sem aðhyllast þessa kenn- ingu hans, finna stöðugt ný rök máli sínu til stuðnings. Meðal ann- ars hafa fundizt við suðurh'ims- skaut hópleyfar af steingerðum beinum dýra, sem lifað hafa fyrir milljónum ára, og aðeins hefðu get- að lifað í veðurfari hitabeltislanda. A-ÞÝZKUK VEKKSMIÐJUTOGARI Samkvæmt upplýsingum frá Ro- stock, er fyrsti A-þýzki verksmiðju- togarinn nú að hefja rekstur. Eftir sömu heimildum er greint frá því, að hann verði starfræktur til reynslu í eitt ár, áður en haldið er áfram að smiða fleiri skip af ná- kvæmlega sömu gerð. Ennfremur er frá því skýrt, að í þriðju 5-ára áætluninni (1961— 1965) sé gert ráð fyrir smíði 1073 skipa til „friðsamlegra“ verkefna, og þar af verði nær helmingur eða 515 skip af mismunandi gerðum til fiskveiða, þar á meðal 10 verk- smiðjuskip. KARFAVEDÐI RÚSSA VIÐ NEWFOUNDLAND „Rússnesk veiðiskip hafa aflað meiri karfa á Grand Banks miðum við Newfoundland á örfáum mán- uðum, heldur en fiskimenn Banda- ríkjanna hafa aflað allt árið“, sagði Mr. Franois W Sargent í skýrslu sinni, sem fulltrúi USA á aðalfundi „International Commission for the Northwest Atlantic Fisheries“ í Halifax. Hann lýsti sig einnig mjög hrifinn af því, á hve vísindalegan hátt liinir rússnesku togarar hefðu tileinkað sér aflamöguleikana, og fullnýtt og tilreitt allan aflann fy.r- ir hoimamarkað sinn. Um borð í hverju veiðiskipi væri einn eða fleiri vísindamenn, og nýting hvers þáttar fyrir sig væri vísindalega skipulagður. Mr. Sargent benti einnig á, að liin rússnesku veiðiskip væru þrisvar sinnum stærri heldur en þau ame- rísku, skipsliöfnin væri um 100 manns á móti 20 í þeim amerisku, og rússnesku togararnir væru á veiðisvæðunum þar til þeir hefðu fengið fullfermi. Hann taldi vafa- samt að takast mætti að ná sömu aðferðum við fiskveiðar í USA, þar sem til þess þyrfti að samræma við- horf svo margra ólíkra starfsgreina. ÞORSKVEIÐI PORTÚGALS 1958 Þorskveiðar Portúgala á New- foundlandsmiðum lauk í október 1958, og um það bil er síðustu voiði- skipin komu heim (nóv.) var frá þvi skýrt í blaðaviðtölum, að veiðarn- ar hefðu mjög tafizt vegna sérstak- Iega óstöðugs veðurfars, og treg- fiski. Fréttir frá St. John horma, að árangur fiskveiðanna við New- foundland hafi verið með léle;vasta móti, sérstaklega fyrir erlend veiði- skip, spönsk, frönsk og portúgö’sk. Portúgalskar fregnir tel.ia, að síð- astliðin 20 ár hafi ekki verið jafn- erfið vertíð eins og þessi fyrir veiði- flotann, vegna aflatr gðu og veð- urlags. Sex veiðisldp sem fiskuðu m:ð línu og höfðu samtals lun 2.400 máll. saltfisk rými, fórust á veiði- tímanum, en skipverjar björguðust. Öll þessi skip voru af elztu og minnstu gerð veiðiskipanna, en þrátt fyrir tap þeirra, hefur afla- magnið náðst upp með tilkomu fimm nýrra línuveiðiskipa, sem í fyrsta sinn þessa vertíð tóku þátt í veiðunum. Það er gefið upp cð heildaraflinn verði að þessu s'nni varla meira en um 60% af megu- legum aflaafköstum veiðisk paflot- ans samanlagt, en það ætti að sim- svara að aflinn hafj orðið ub 42.000 smál. af saltfiski, en árið áður (1957) varð heildaraflirn 68.C00 smálestir. Skip þetta heitir „Sardinops", 120 feta stálbátur, brúttóstærð 342 smál., byggður í S-Afríku, eftir teikningum frá Welton & Gemmel, Hull og Jan-Olof Traung hjá F.A.O. til rannsókna og tilrauna við sardinuveiðar á fiskimiðum á S-Afríku, á vegum ríkisstjórnarinnar þar. — Skipið hefur togútbúnað á stjórnboðssíðu, en auk þess ýmis konar tæki til vísindalegra rannsókna. Mannaíbúðir fyrir 20 manns eru niðri í skipinu og í yfirbyggingu, en auk þess sérstök herbergi fyrir visinda- tæki og rannsóknir. Engin fiskilest er I skipinu. — Stuttu áður en þetta skip hljóp af stokkunum, höfðu áður tvö 70 feta tréskip „Trachurus" og „Kunene" ver- ið byggð og starfa nú við sams konar vísinda og veiöirannsóknir. (World Fisþing). VÍKINGUR 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.