Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 21
100 f iskirannsóknarskip
✓
Þátttakendur frá Sovét-ríkjunum á alþjóðaráðstefnu í Dublin í nóv. s.l. er fjall-
aði um ofveiði í úthöfunum. Formaður nefndarinnar Sukorutschenkon er í miðið,
en fyrir hann voru eftirfarandi fyrirspurnir lagðar.
Fyrir stuttu var rússnesk fiski-
sérfræðinganefnd á ráðstefnu í
Bretlandi og birti „World Fishing"
viðtal við formann nefndarinnar,
Sukhorutchenko. í inngangi grein-
arinnar ræðir blaðið frá eigin brjósti
um það, að Rússar og Pólverjar
áformi að hafa komið allt að 90
verksmiðjutogurum í rekstur innan
fárra ára, og að uppbygging fisk-
veiða og fiskiðnaðar í Sovétríkjun-
um sé á stórkostlegan mælikvarða.
Viðtalið fer hér á eftir í spurninga
og svar fyrirkomulagi lausl þýtt.
Sp.: Hr. Sukhoruchenko, það er
mikið rætt um hinar stórkostlegu
fiskirannsóknir, sem fram fari í
landi yðar. Gætuð þér sagt okkur,
hvað mörg fiskileitarskip þið hafið
í gangi ?
Sv.: Já, alls um 100, en þó eru
að sjálfsögðu mörg þeirra gamlir
togarar, sem breytt hefur verið í
þessum tilgangi og skip, sem ein-
göngu stunda haffræðilegar rann-
sóknir. Við höfum einnig 25 fiski-
rannsóknarstöðvar víðs vegar um
Sovétríkin.
Sp.: Hvaða möguleikar eru fyrir
hendi um þjálfun fiskimanna, og
finnst yður fiskveiðar laða auð-
veldlega til sín unga menn til
starf a ?
Sv.: Já, við greiðum talsvert f jár-
magn í aðlöðunarskyni á svipuðum
grundvelli eins og bónuskerfi ykkar
á aflamagn. Og við höfum hundruð
af tækniháskólum og menntaskól-
um, þar sem drengir geta lært allt
sem viðkemur fiskiðnaði, strax á
unga aldri.
VÍKINGUR
Sp.: Við hér að vestanverðu erum
talsvert undrandi yfir þeim árangri,
sem þið hafið náð í aukinni fiski-
framleiðslu, en margir okkar hug-
leiða hvort slík aukning fiskveiða
eins og þið áformið leiði ekki af sér
með tímanum algjöra ofveiði. Hver
er skoðun yðar á því máli?
Sv.: I því sambandi vildi ég
benda á, að mikið verkefni er fyrir
hendi um samvinnu milli okkar og
vestrænna fiskveiðiþjóða. Sérstak-
lega um leit nýrra fiskimiða og
hagnýtingu þeirra, og einnig um
nýja tækni við fiskveiðar.
Sp.: En teljið þér ekki í sambandi
við það verkefni að halda uppi afla-
magninu, að hin mikla aukning tog-
araflotans geti leitt af sér gjöreyð-
ingu einstakra fiskisvæða í norð-
urhöfum ?
Sv.: Þér verðið að hafa í huga
að fiskveiðiaukning okkar er ekki
eingöngu byggð á norðurhöfum, og
það er ekki markmið okkar að leggj-
ast á fiskimið sem nú eru að of-
veiðast fram yfir það, sem með ör-
yggi mætti ætla þeim að þola. Það
eru mjög mörg hafsvæði, t. d. S-At-
lantshaf og í Kyrrahafi, þar sem
við komum til með að senda skip
okkar í framtíðinni. Og í sambandi
við þessa spurningu vil ég láta í
ljós, að það er fullvissa okkar, að
ofveiði sé ekki eina ástæðan fyrir
því að fiskitorfurnar hverfa. Tök-
um t. d. Barentzhafið, þar sem
þorskurinn er að bregðast. Það hef-
ur verið sannprófað án nokkurs
vafa, að lífsskilyrði af líffræðileg-
um ástæðum og hitabreytingum
sjávarins eigi þar orsök að. Eina
leiðin til þess að komast að raun-
hæfri niðurstöðu er að leggja fram
nægilegt fjármagn til þess að rann-
saka sambandið milli hinna ýmsu
þátta sem að þessu liggja.
Sp.: Hvað er álit yðar um það,
hvort hagkvæmt verði í framtíð-
inni að stunda fiskveiðar í sjó, með
rafmagni ?
Sv.: Ivfitt algjörlega persónulega
svar er: nei. En tilraunir sem við
höfum gert í Kaspíahafinu til veiða
á fiski uppi í sjó, með ljósum, virð-
ast gefa vonir um mikla möguleika
þar í framtíðinni.
FLOTVÖRPUSÍLDVEIÐAR
NORÐMANNA
I „Fiskaren“ er frá því skýrt, að
s.I. haust hafi Norðmenn lagt grund-
völl að stórauknum fiskveiðum með
nýrri aðferð. Um 30—40 sjómílur
útaf Egersund hafi norsk flotvörpu-
veiðiskip tekið þátt í síldveiðum,
sem sænskir og danskir fiskimenn
hafa stundað fleiri ár. Tveir norsk-
ir bátar liafa fengið ríkisstyrk til
þessara veiðitilrauna, og eftir því
sem séð verður, liafa tilraunirnai
borið góðan árangur. Þeir fjórir
bátar sem stundað hafa veiðitil-
raunir s.l. haust, hafa fengið greidd
veiðarfæri og brennsluolíu, af rík-
isins hálfu, og síldarverksmiðjurn-
ar í Egersund hafa tryggt þeim ein-
hvern liluta af lágmarkstryggingu
fyrir mannskapinn.
Að það sé síld á Egersunds-mið-
unum, segir Eller Haugstad verk-
smiðjustjóri, hafa veiðar Svía or
Dana sannað, og einnig sú tilraun? -
veiði okkar, er fram fór s.l. hauf.t.
Þegar nokkur árangur hafði feug-
izt fjölgaði bátunum við veiðamar,
og nú þegar voru komnir átta bátar
er stunduðu þessar síld\eiðar með
flotvörpu á Egersundsbank.
LÖNGUVEIÐAR VBD ROCKALL
Úthafsveiðirannsóknarstöðin í
Lysekil (Svíþjóð), hefur ák\ eðið að
senda fiskirannsóknarskipið „Skag-
erak“ í þriggja vikna leiðangur til
nýrra veiðisvæða, sem sænskir bát-
ar stunda nú, við Rockall í Atlants-
liafi. Er markmiðið að rannsaka
meðal annars lífsskilyrði löngunnar
á þessu svæði.
85