Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 18
FARMENNSKA FISKVEIÐIÁÆTLUN 1 ISKAEL Hinn ríkisrekni fiskiðnaður í Isra- el hefur Iatg fram 5 ára áætlun um aulmar fiskveiðar. Aformið er að koma aflamagninu upp í 18,000 smál. árið 1963, úr 12,500 smál. sem það er nú. Reiknað er með því, að til þess þurfi fisMmönnum að f jölga í allt að 3000 manns, en nú eru 3.500 manns sem stunda fiskveiðar sem ársatvinnu. Fiskneyzla í Israel er nú um 11 kg á ári á mann, og heild- arþörf landsins yfir árið eru 22.000 smálestir. Af því magni eru flutt inn um ca. 11.000 smál. sem kosta landið um 2.300.000 doilara. FRA S-HEIMSKAUTINU Þó að enn sé ekki Iokið raunsókn- rnn á S-heimskautinu, hafa þó feng- ist markverðar upplýsingar um landslag þar og fleira. Landsvæði þetta cr jafnstórt og Evrópa öll og BandaríMn samanlagt. Kuldastig nær þar allt að 42 gr. C og stór- felldir hríðarstormar gera kuldann enn bitrari. Það er tæplega hægt að hugsa sér þá erfiðleika, sem við er að fást í sambandi við rannsókn- ir. T. d. má benda á, að steinolía frýs á þessum slóðum við 20 gr. C og hrágúmmí hrekkur í sundur eins og gler; þegar kuldinn er 30 gr. C, er ekki hægt að anda nema með sérstökum súrefnistækjum. En erfiðleikarnir eru yfirsfignir: I bækistöðvum Bandaríkjamanna á heimssbautinu starfa um 3500 manns. Aðalbækistöðin er McMurdo Sound, þar sem stóru Globemaster flugvélarnar lenda. 19 menn búa í skálum sérstaklega loftræstnm, á sjálfnm hinum landfræðilega pólar- bleiti. Rnssnesku bækistöðvarnar við Mirny eru nokkurs konar neð- anjarðarborg, séð úr lofti cru reyk- hafar og loftventlar stcðvarinnar eins og skógarsvæði upp úr snjó- breiðunni. En stöðin er upplýst og upphituð með rafmagni og þar eru auk vísindatækja, bóksafns-, hvíld- ar- og skemmtistofur. Önnur rúss- nesk bækistöð er við segulskautið ca. 145 mílur frá sjávarströnd. Þar eru keyrðir traktormótarar stanz- alust allan sólarhringinn, því ef þær væru stöðvaðar, yrði erfitt eða ómögulegt að koma þeim aftur i gang. Heimsskautssvæðið er engin flat- neskja, sjálfur póllinn er í 10.000 feta hæð. Með ljósmyndunum úr lofti hefur tekizt að mæla fjalla- tinda á Marie Byrds landi, sem eru allt að 23.000 fet á hæð. Bandaríkja- menn hafa gert nákvæmt landa- kort yfir Dronning Mauds land. A því er fjallgarður um 258 mílur á lengd og f jallatindar um 16.000 feta háir. Eitt af því sérkennilegasta við fjallgarðinn, er íslaus dalur í hon- um miðjum. í hlíðum hans eru rauð- leitar bergtegundir og á strjálingi má sjá svört ltolalög. Annað sérkennilegt fyrirbæri á þessum slóðiun, er hinn svonefndi Bengúar-rjóður í Dronning Mauds landi. Það voru bandarískir flug- menn sem fyrstir sáu það úr lofti árið 1948, en síðar var það rann- sakað af rússneskum vísindaleið- angir árið 1956. I þessu sjóðri verð- ur allt að 25 stiga hiti á surnrin. I Byrd-bækistöðinni hafa Ame- ríltumenn gert margar athyglisverð- ar athuganir á ísmynduninni. Þeir hafa grafið um 1000 fet niður í ís- inn og teMð sýnishom á mismun- andi stöðum, en þannig hafa feng- izt mikilsverðar upplýsingar um veðráttufar imi þúsundir ára á heimsbautinu. Ameríski vísinda- maðurinn Edward W. Remington undirbýr sams konar athuganir ná- kvæmlega á suðurpólmun, til þess að finna aldur snjólaganna, getur hann m. a. stuðst við menjar um öskufall úr eldfjallinu Krakatoa í Indonesiu, er gaus 1883, og einnig við sandlög sem stafa frá sand- stormum í Astralíu. Rannsóknirnar hafa einnig stað- fest þá skoðun, að ísinn á heims- skautunum sé að minnka. Rúss- neskir vísindamenn hafa fundið merki þess á einum stað, að hin mildari veðrátta hafi byrjað fyrir um það bil 4—5.000 árum, og að ísinn hafi minnkað um allt að 1300 fet á síðari tímum. Rannsóknir sem Ameríkumenn hafa gert á tveimur óþekktum f jall- Fyrir stuttu bættist þetta glæsilega rannsóknarskip í hóp fleiri slíkra skipa í eign Fisheries Research Board of Canada. Því er ætlað að starfa við A-strönd Canada og á Ishafsslóðum, þá er því einnig ætluð ferðalög til Grænlands, Islands og Bretlandseyja til kurteisisheimsókna og visindalegra viðskipta. — Skipið er af svipaðri stærð og byggingu eins og venjulegir togarar, með togútbúnað á stjórnboðssíðu, lestarrúm er þó tiltölulega' lítið, en notað fyrir vísindatæki og ýmiskonar veiðarfæri. Skipið er nefnt eftir Dr. A. T. Cameron, sem var þekktur vísindamaður og um lengri tíð til dánardægurs 1947 formaður Fisheries Research Board. — A. T. Cameron er talið eitt alfullkomnasta og bezt útbúna skip sinnar tegundar. Mannaíbúðir eru fyrir 34 menn, þar af 25 skipsmenn og 9 vísindamenn. Lengd skipsins er 177 fet, breidd 32 fet, ganghraði 12 mílur. Aðalvél skipsins er Burmeister & Wain „Alpha-diesel". Þar sem skipinu er ætlað að geta verið lang- dvölum frá heimahöfn, hefur það útbúnað til þess að hafa olíubirgðir til 7.500 milna siglingu. (World Fishing). 82 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.