Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Side 5
verið reist stórhýsi og önnur smærri hús, sem ekki eru nema að nokkru leyti nauðsynleg fyrir höfnina. Virð- ist þó sem landrými sé nóg annars staðar fyrir húsbyggingar, og hefði vel mátt nota meira af þessu ný- skapaða landrými í þarfir hafnar- innar. Ekki verður það aftur tekið sem þegar er gert. Áður en hafnar verða framkvæmdir við nýja höfn á öðr- um stað, verður að fullnýta þessa höfn eins og unnt er. Af framansögðu er ljcst, að eft- irtaldar framkvæmdir eru aðkall- andi: a) Dýpkun hafnarinnar í 8 til 9 metra. b) Gera nýjar bryggjubrúnir fyr- ir framan þær sem nú eru. c) Fá nokkra uppskipunarkrana á þær bryggjur er bezt eru til þess fallnar. d) Reisa margra hæða vöru- skemmur þar sem því verður við komið. Kemur Austurbakki og Miðbakki þar fyrst til greina. e) Hraða framkvæmdum við fiskihöfnina við Grandagarð. Stækkun Reykjavíkurhafnar — Engeyjarsund. Sú hugmynd hefur verið rædd í blöðum og manna á meðal, að loka ytri höfninni með garði milli Ör- firiseyjar og Engeyjar. Hugmyndin er ekki ný, og mun marga hafa dreymt þann draum en oftast nær vaknað við þann kalda veruleika, að stórvirki þetta væri okkar fá- mennu þjóð ofviða. En nú eru tím- arnir aðrir. Þótt við séum ennþá fáir og smáir, virðist engin fram- kvæmd svo stórvaxin, að ekki sé talað um í fullri alvöru að ráðast í hana. Fyrir rúmu ári síðan var um þetta skrifað í Morgunblaðinu og Tímanum, og mátti af þeim skrif- um ráða, að draumurinn væri nú farinn að nálgast veruleikann. Gjarnan vildi ég lifa svo lengi, að ég sæi þessa hafnargerð það vel á veg komna, að skip gætu lagzt að bryggjum inni í henni, en það mun til of mikils ætlast. Garður þessi yrði mikið mann- virki og myndi kosta offjár. Hætt er við, að erfitt reynist að afla þess VÍKINGUR fjár, og engu síður mun reynast erfitt að endurgreiða það. Áður en garður þessi kemur að fullum not- um, verður að gera aðra garða suð- ur úr Engey og norður úr Laug- arnesi, ásamt bryggjum og öðrum mannvirkjum. Þá fyrst er þess að vænta, að þessi nýja höfn gefi af sér tekjur til endurgreiðslu. Mörg báran mun þá hafa skollið á fyrstu steinunum er sökkt var í hinn nýja garð. Þess b'er að vænta, að bryggj- ur og önnur mannvirki, er gerð verða innan þessara garða, verði betur skipulögð og af meiri fram- sýni og hagsýni, en gert hefur ver- ið í núverandi höfn, en þar virðast framkvæmdir hafa ráðizt af því, er bezt þótti við eiga í það og það skipti. I fyrrnefndum blaðagreinum. sem Halldór Sigurþórsson stýrimaður skrifaði í Tímann 14. desember 1957, og Einar Thoroddsen hafn- sögumaður og bæjárfulltrúi í Morg- unblaðið 17. janúar 1958, er þessi stækkun Reykjavíkurhafnar gerð að umtalsefni. Báðum greinunum fylgja uppdrættir af fyrirhuguðum görðum, og á uppdrætti Halldórs sést einnig hvernig hann hugsar sér ,,innréttingu“ hafnarinnar. Ekki get ég fallist á hugmyndir Hall- dórs í þeim efnum. Fyrst og fremst vill hann halda áfram með þá tvo verstu ágalla, sem eru á flestum hafna- og bryggjugerðum hérlend- is, þ. e. að gera stórar og kostn- aðarsamar uppfyllingar, og hafa bryggjur með beygjum og krókum. Það er mikið af óbyggðu landi á íslandi, og „landvinningar" með uppfyllingum út í sjóinn því óþarf- ar. Beygjur á bryggjum og görð- um eru alltáf til óþæginda, en óvíða til gagns. Þeim mun ætlað að gefa skjól, og þær gera það stundum, en ekki nærri nógu mikið til að vega á móti þeim erfiðleikum, sem þær valda. Víða hafa þær minnkað óþarflega mikið það hafnarsvæði, sem annars hefði mátt nota, og tor- veldað stækkun hafna og aukningu viðleguplássa. Auk þess skapa þær meiri straumiðu við garðhausana. Þröng hafnarmynni skapa meiri straum og sog inni í höfnum. Hall- dór hugsar sér garðinn milli örfiris- eyjar og Engeyjar beinan, og að hann liggi frá norðurenda örfiris- 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.