Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 32
S J □ M V ANNABLAÐIÐ í K I N G U R t----------------------------------------------------------------------------------------------S ÚTGEFANDI: F. F. 8. í. — RltstJÓTi Halldór Jónsson — Rltnefnd: Eglll Hjörvar, Þorkell Slgurðsson, Geir Ólafs- son, Henry Hálfdánsson, Jónas Guðmundsson, Guðbjartm- Ólafsson, Theodór Gíslason, Páll Þorbjömsson. — Blaðið kemur út einu sinnl í mánuði, og kostar árgangurlnn 80 kr. — Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinnl, Reykjavlk. — Utanáskrlít: „VIklngur“. Pósthólf 425. Reykjavik. Sími 156 53. - Prentað 1 Ísaíold. Framfarir í togarasmíbi ingjanna að fylgjast með viðskipt- unum frá prahusum sínum úti fyr- ir ströndinni. En til allrar ógæfu fyrir Mag- ellan átti eyjarhöfðinginn öflugan bandamann í sjálfri strandlengj- unni því á leiðinni í land varð fyr- ir bátunum kóralrif, sem ekki varð komist framhjá eða yfir, svo að hinn 40 manna hópur Spánverja, sem í þeim var, varð að vaða í land, án nokkurs stuðnings frá bogaskyttum Cebu-manna í landi. En þess í stað stóðu á ströndinni mikill hópur innfæddra í miklum vígahug. Pigafetta, sem var með í landgöngunni og særðist af örvar- skoti, hefur skýrt frá bardaganum þannig: „Þegar eyjarskeggjar sáu að skot- hríðin úr bátunum gerði þeim ekk- ert mein, réðust þeir á móti okkur með sveðjum, hnífum, örvum og kastspjótum, svo við áttum erfitt um að verja okkur. Þegar þeim varð ljóst að brynja og hjálmur hlífði okkur, en fæturnir voru óvarðir beindu þeir örvum sínum að þeim. Flotaforinginn fékk eitraða pílu í hægri fót, og skömmu síðar gaf hann fyrirskipun um að hörfa ró- lega undan. En nærri allir okkar liðsmenn brugðu á hraðan flótta, og aðeins sex eða átta menn voru eftir hjá honum til varnar. Sjálf- ur gat hann ekki hlaupið vegna þess að hann var með stífan fót. Þegar eyjarskeggjar þekktu flotaforingj- ann, réðust þeir sérstaklega gegn honum, og tvívegis slógu þeir af honum hjálminn. Hann barðist áfram þar til þungt sveðjuhögg á vinstri fót felldi hann niður i sjó- inn, en þá köstuðu eyjarskeggjar sér yfir hann og stungu hann með spjótum og hnífum“. Þannig bar að í tilgangslausri smáskæru við nakta villimenn dauða hins mikla landkönnuðar, einmitt þegar hann stóð á þrepskildinum til fullkominnar lausnar á hinu ódauðlega afreksverki sínu. Spán- verjunum tókst ekki einu sinni að bjarga líki foringja síns Sðgulok í næsta blaði. „FALSTAFF“ Nýlokið hefur verið smíði Diesel- rafmagnstogara fyrir Hellyer Bros í Hull. Togari þessi, „FALSTAFF“, er 209 fet á lengd, 34,6 fet á breidd og 17,10 fet á dýpt. Hann getur tek- ið 201 tonn af eldsneyti og fiski- lestirnar rúma 18.250 cub. fet. Það þykir kostur við Dieselraf- magnsvélar, hversu þær eru léttar og fyrirferðarlitlar. Þeim má stjórna eingöngu frá stjórnpalli og einn rafmótor dugir til að fram- leiða orku til togveiða. Þá má sjá á myndinni að yfir- byggingin er lægri og fyrirferðar- minni en á eldri togurum, en J)að er gjört með hliðsjón af ísingu, að hafa möstur, vélareisn og annað ofan- dekks sem lægt og léttast. Björgunarbátur er aðeins einn og patent bomma, sem getur sveiflað honum út til beggja hliða eftir vihl. Ibúðir skipverja eru aftur í skipinu og rúma 30 menn. Fremst í því er pláss fyrir 14 manns, aukalega, ef skipið fer á veiðar í salt. í „FALSTAFF“ eru ýms ný og nýleg tæki, svo sem olíuhreinsunar- tæki„ eimingartæki, loftræsting er mjög fullkomin, þá er þetta fyrsti togarinn sem í hefur verið sett Mar- coni Marine Radiolocator, sem er ein fullkomnasta ratsjá, sem fram- leidd hefur verið, með 5 fjarlægð- arstillingum og 15 tommu mynd- skífa. Vélin er 1800 hö. og mun þetta vera hraðskreiðásti togari, sem byggður hefur verið í Bret- landi til þessa. Aðalvélin er lokuð og vatnsþétt tirö fet fyrir ofan öx- ulhæð. PÓLSKIR VERKSMIÐJU- TOGARAR Rétt í kjölfarið á því, að það kom í ljós, að brezki stórtogarinn Fair- try var mjög hagkvæmt veiði- og verksmiðjuskip, fóru Rússar að láta byggja sams konar veiðiskip. Nú eiga Rússar 24 verksmiðjutogara af þessari gerð (2,500 smál.). Á síðastliðnu ári var pólsk sendi- nefnd að kynna sér fiskveiðimál í hússnesku hafnarborginni Mur- mansk, og fór m. a. í veiðiferð með tveimur slíkum verksmiðjutogurum. Þegar annar þeirra kom heim aft- ur, að lokinni 50 daga veiðiferð var hann með 700 tonn af karfaflökum, en auk þess mikið af fiskimjöli og lýsi, en heildarfarmurinn var 1.100 smál. af fiskafurðum. Eftir hina hagkvæmu reynslu sem Pólverjamir höfðu aflað sér I Rússlandsferðinni var samin ný áætlun um byggingu fislrveiðiskipa í Póllandi, var ákveðið að koma upp á næstu 15 árum 54 verksmiðjutog- urum af þessari stærð. VÍKINGUR 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.