Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Blaðsíða 24
gjama sýna meiri áhuga á við- haldi og góðum útbúnaði hafnar- mannvirkja en þau virðast gera nú og reyna á þann hátt að forða skin- unum frá skemmdum og sjálfum sér frá miklum útgjöldum. Ég tel, að góðar baujur verði að koma við öll hættuleg grunn, sem liggja nálægt innsiglingum til hafna. Víða hagar svo til, að fara verður mjög nálægt grunnum, þec- ar farið er að og frá bryggjum. Á nokkrum stöðum hafa verið látin lítil dufl við þessi grunn, sem að visu eru til bóta, en þyrftu að vera mikið stærri, svo að þau kæmu að sem beztum notum. Ég tel, að gera verði sem fyrst nákvæmar sjómælingar af öllum höfnum landsins og næsta nágrenni þeirra. Sjókort, sem gefin hafa ver- ið út, yfir einstakar hafnir, ná flest of skammt, þar sem þau í flestum tilfellum sýna aðeins bryggjur cw önnur hafnarmannvirki ásamt dýoi við þau, en grunn, sem kunna að vera nálægt bryggjunum, vantar. Nýjustu kortin yfir Vopnafj. oa Breiðdalsvíkurhafnir, fullnægja þeim kröfum, sem ég tel að gera verði til hafnarkorta. Ég tel, að gæta verði þess vand- lega við hafnargerðir, að ekki sé unnið við að koma fyrir steinteypu- kerum eða stálskúffuþiljum, þegar komið er langt fram á haust. Það getur að vísu tekizt vel, en haust- veðrin skella stundum snögglega á og á einni óveðursnóttu geta millj- óna verðmæti eyðilagzt, ef illa tekst til, og slíkar skemmdir verða aldrei bættar að fullu. Ég tel, að þar sem siglingar með ströndum fram verða alltaf meira eða minna háðar vitakerfi landsins beri að stefna að því, að auka veru- lega ljósmagn íslenzkra vita, þrátt fyrir þann kostnað, sem af því hlyti að leiða, þar sem ljósmagn flestra vita hér á landi er yfirleitt of lítið. Góðir vitar eru auk þess góð land- kynning og aukið öryggi sjófar- enda verður ekki metið til f jár. Um leið og ég slæ botninn í þess- ar sundurlausu hugleiðingar um hafnarmál, vil ég taka fram, að hér hefur með vilja verið stiklað á stóru, þar sem af miklu er að taka, og þessi mál verða seint full- rædd. En hafi mér þrátt fyrir það tekizt að vekja athygli á málefn- um, sem sjómenn telja mikilvæ^ er tilgangi mínum með þessum huor- leiðingum náð. 88 Shanídar - hellirmn I hlíðum Zagros-fjallanna í Norður-frak er bústaður manna sem heitir „hinn mikli Shanidar- hellir“. Þetta er háhvelfdur hellir frá náttúrunnar hendi, að flatar- máli á stærð við fjóra tennisvelli, nægilega rúmgóður fyrir hóp af mönnum. Hellirinn snýr móti suðri og er í skjóli fyrir vetrar- veðrum. Nálægt honum er vatn í uppsprettum og rennandi lækj- um. Strjálingur af villtum dýr- um og ósnertir skógar í fjalla- hlíðunum bera vott um, að þarna hefur lengi verið gott loftslag. Nú er Shanidar-hellirinn bústað- ur geitahirða Kúrda og húsdýra þeirra. Eðlilegt er, að þetta sól- bakaða og rúmgóða skýli skyldi verða híbýli manna kynslóð fram af kynslóð. Við byrjuðum að grafa niður í hellisgólfið af vís- indalegri forvitni og komumst að því að síðan hellirinn var fyrst notaður fyrir bústað eru að minnsta kosti hundrað þúsund ár. Leifar, sem komu í ljós djúpt niðri í jörðinni, undir hinu troðna gólfi hellisins, sýna að Neanderthalmaðurinn hefur átt þar heima, og hellirinn hefur ver- ið bústaður manna, að meira eða minna leyti, í þrjú þúsund kyn- slóðir. Shanidar-hellir er nú orðinn einn allra mikilvægasti staður- inn í þeirri viðleitni að þræða forsögu mannkynsins. Sjaldan fá fornleifafræðingar jafn gott tækifæri til þess að sjá jafn greinilega samfellda þróun mannsins um svo langt tímabil og við fengum að sjá í jarðlög- unum, sem segja sögu Shanidar- hellisins. Sú saga er ekki minna virði vegna þess að hellirinn er mjög nálægt þeim stað þar sem hin fyrstu miklu menningartíma- bil hófust í Mesópótamíu. í raun réttri er Mesópótamía ekki mjög girnilegt land til þess að leita í leifa steinaldarmanna. í fenjum og eyðimörkum er ekki gott til fanga og fæðuöflunar, enda er ekki gott að finna og tímasetja bústaði löngu horfinna kynslóða í landi þar sem sjór og vatn hefur flætt yfir. Forn- leifafræðingar hafa fyrir löngu gert sér ljóst, að fjallsræturnar og f jöllin norður af Efrat og Tíg- ris voru líklegust til að geyma leifar steinaldarmanna. Árið 1928 fann smáflokkur manna, undir stjórn Dorothy Gerrod, þess konar leifar í tveimur hell- um nærri Suleimaniyah, við ræt- ur Zagros-fjalla. Ekki varð úr frekari uppgreftri að heitið gæti þar til 1950 að Robert Braid- wood, frá háskólanum í Chicago, byrjaði rannsóknir á minjasvæð- um steinaldarmanna á þessum slóðum. Braidwood fann minjar frá tímum þegar menn byrjuðu að fást við akuryrkju og.búa í þorpum. En draumur fornleifa- FULLTIÐA NEANDER DAL5MAÐUR 60 OOO ARA ? miðfornstein- ® SHANIDAR- I3ARNIÐ 70000 ÁRA? VÍKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.